Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 30

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 30
30 Litlu síðar var farið af stað heimleiðis gangandi, komið við í Reykhúsum í boði Hallgríms Kristinssonar. Stanzað var á Akureyri og tekin mynd af okkur austan- mönnum flestum. Síðan var gengið austur fyrir Vaðlaheiði um kvöldið og var þá komin sæmileg dagleið fyrir okkur fjallgöngumennina að minnsta kosti. Húsavik i mai 1958. TIL ATHUGUNAR Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum í Kjós, nú fulltrúi hjá fræðslumálastjóra, skrifar mér og telur vfsuna frá bændanámskeiðinu á Hvanneyri, út af bannmálinu, „Skortir vín“ o. s. frv., dálítið öðru- vísi en hún er birt í siðasta hefti Ársritsins. Þorgils telur vísuna vera þannig rétta: Skortir vín, er skapið mitt skerpa og gleðja megi, þvi þetta bölvað brennsluspritt bragðað get ég eigi. Það, sem á milli ber, er með breyttu letri. Ekki vil ég neita því, að vísan sé rétt þannig. Þá telur Þorgils Þorstein Jakobsson höfund vis- unnar og minnir, að hann hafi kastað henni fram í lok ræðu sinnar. Það fyrra mun rétt, en hitt er víst, að Einar Sæmundsen las hana i fundarlok, enda hafði hann þann starfa á námskeiðinu að kynna kveðskapinn. Þá nefnir Þorgils það, að við umræðurnar um bannmálið hafi Hall- dór skólastjóri komið fram sem einhver skeleggasti forsvari bannsins, og minnist ég þessa einnig, en mörgum mun hafa komið sú afstaða skólastjórans nokkuð á óvart. — Þakka ég Þorgilsi bréfið og ábending- arnar. — Ó. ].

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.