Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Síða 5
LANDSBOKASAFNIÐ 1959-1961
5
Gjöf Davíðs Stærsta bókagjöfin, sem Landsbóka-
Björnssonar safninu hefir hlotnazt síðan Arbók
var prentuð síðast, er frá Davíð
Björnssyni bóksala í Winnipeg, um eða yfir þúsund bindi
íslenzkra bóka. Um helmingur þessa safns er íslenzk rit,
eða rit eftir íslenzka menn, prentuð vestanhafs. I samráði
við gefandann hefir verið ákveðið, að gjöf þessi verði
stofn að sérdeild vestur-íslenzkra rita í Landsbókasafninu,
og verði síðan leitazt við að fylla í skörðin unz fengið er
á einn stað allt smátt og stórt, sem Islendingar vestanbafs
hafa látið prenta þar, hvort sem er á íslenzku eða öðrum
málum. Landsbókasafnið á að vísu flest vestur-íslenzk rit,
sem út hafa verið gefin, og er þeim raðað eftir efni með
öðrum íslenzkum bókum. Verður sú tilhögun óbreytt.
Hins vegar gefst nú tækifæri til að koma upp sérdeild þessara rita, sem geymd verður
ásamt öðrum íslenzkum tvítökum og ekki höfð til notkunar nema sérstaklega standi á.
Hlutdeild Vestur-íslendinga í útgáfu íslenzkra bóka og tímarita er svo merkileg og virð-
ingarverð, að vel þykir hæfa að til sé í þjóðbókasafni íslendinga sérdeild rita þeirra.
til minningar um tryggð þeirra og ræktarsemi við íslenzka tungu og bókmenntir.
Davíð Björnsson hefir einnig gefið Landsbókasafninu allmörg bindi handrita, sem
hann hefir sjálfur samið og skrifað og bundið í gott band. Eru þar ljóðmæli hans.
skáldsögur, ferðaþættir, endurminningar og fleira. Ennfremur hefir hann gefið nokkrar
möppur með blaðaúrklippum og Ijósmyndum, þar á meðal safn greina og mynda úr
kanadiskum blöðum frá för forseta íslands til Kanada sumarið 1961. Eru möppur þess-
ar góðir safngripir og frágangur þeirra allur hinn snyrtilegasti.
Davíð Björnsson er Húnvetningur að ætt, fæddur 1890. Hann lauk prófi við búnað-
arskólann á Hólum 1914, hóf síðan smíðanám og stundaði þá iðn um skeið. Vestur um
haf fluttist hann árið 1924 og hefir síðan átt heima í Winnipeg, stundað þar bóksölu og
fleiri störf og tekið drjúgan þátt í félagssamtökum og þjóðræknismálum íslendinga
vestan hafs, skrifað í blöð og verið um tíma ritstjóri Heimskringlu í forföllum aðal-
ritstjóra. Hann hefir um langt skeið verið umboðsmaður Landsbókasafnsins vestan
hafs og er enn. Hefir hann jafnan reynzt vel í því starfi og látið sér annt um að útvega
safninu öll vestur-íslenzk rit jafnóðum og út voru gefin. — Landsbókasafnið þakkar
Davíð Björnssyni þessa veglegu gjöf og vinarhug til landsins.
Davíð Björnsson
Handritasafnið
í Árbók 1955—1956 var síðast birt yfirlit um handrit, sem Lands-
bókasafnið hafði á þeim árum fengið að gjöf. Síðan hafa margir
gefið safninu handrit, en nokkur hafa verið keypt. Kennir þar margra grasa og má
einkum nefna bréfasöfn, dagbækur, endurminningar, sögur og kvæði, prédikanir og
tækifærisræður nokkurra presta o. fl. Það mundi taka of mikið rúm að birta hér skrá