Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Page 6
6
LANDSBÓKASAFNItí 1959—1961
um handritin og lýsa efni þeirra, enda eru sum þeirra ekki til afnota fyrst um sinn, svo
sem ung bréfasöfn og fleira. Verður hér aðeins drepið á fátt eitt.
Soffanías Þorkelsson verksmiðjueigandi í Winnipeg, sem mörgum er að góðu kunn-
ur hér á landi, færði safninu aS gjöf sumarið 1960 mikið safn sendibréfa, sem honum
hafa borizt á langri æfi. Fyrir tuttugu árum sendi hann safninu nokkurn hluta bréfa
sinna, og hafa þau verið geymd óskrásett í lokuðum kassa. VerSa söfn þessi nú samein-
uð, en ekki höfð til afnota fyrst um sinn. —
Theodóra Hermann, hjúkrunarkona í Winnipeg, hefir á síðustu árum gefið safninu
allmargt merkilegra bréfa til fósturforeldra sinna, sr. Jóns Bjarnasonar og frú Láru
konu hans. Hún hefir einnig gefið stóra möppu með innfestum fjölda Ijósmynda úr fór-
um þeirra, skrifað sjálf nöfn við myndirnar og nokkrar skýringar. Er þetta hinn bezti
gripur.
Á öSrum stað er getið handritagjafar DavíSs Björnssonar. En fleira hefir borizt vest-
an um haf. Systurdóttir Valtýs Guðmundssonar háskólakennara hefir gefið merk hréf
frá honum, er hann um langt árabil, allt frá fyrstu skólaárum, hefir skrifað móSur
sinni, stjúpa og systrum, til Winnipeg. Stefán Einarsson, prófessor í Baltimore. hefir
sent dagbækur Ingihjargar Hóseasdóttur, mörg bindi, ásamt nokkrum hréfum til henn-
ar. Frú Rannveig K. G. Sigbjörnsson, Sask.. Kanada, hefir gefið endurminningar, rit-
gerðir og fleira. Þá hafa safninu horizt allmörg handrit vestan um haf að lilhlutun sr.
Benjamíns Kristjánssonar, þar á meðal ýms plögg úr fórum sr. Adams Þorgrímssonar.
Dr. Alexander Jóhannesson prófessor og kona hans, frú Heba Geirsdóttir, hafa gefið
og afhent safninu ýms merk handrit, þar á meðal bréf og skiöl úr búi Jóns Magnússonar
forsætisráðherra og konu hans, frú Þóru Magnússon.
Einar GuSmundsson frá Hraunum hefir gefið allmikið safn handrita úr fórum föðu"
síns, Guðmundar Davíðssonar bónda á Hraunum. Kennir þar margra grasa, því að
GuSmundur var fróSIeiksmaður eins og ættmenn hans fleiri. Eru þarna dagbækur hans
frá unglingsárum til æfiloka, víða ýtarlegar um daglega viðburði og samtímamálefni,
talsvert safn sendibréfa, kveðlingar frá ýmsum tímum, auk margs annars.
Þorfinnur Kristjánsson, ritstjóri í Kaupmannahöfn* sem nú er látinn, hafði gefið
safninu bréf sín, en hann átti bréfaskipti við fjölda manna, einkum eftir að hann fluttist
lil Kaupmannahafnar.
Margt fleira mætti nefna, sem handritasafnið telur sér feng í að hafa eignazt. Hér
fara á eftir nöfn þeirra, sem gefið hafa eða afhent handrit á árunum 1957—1961:
Agnar Þórðarson bókavörður, Rvík. — Alexander Jóhannesson prófessor, Rvík. —
Andrés Johnson rakari, HafnarfirSi. — Anna Marteinsson bókavörður, Ottawa. -—
Anna SigurSardóttir frú, Rvík. -— Árni Bjarnarson bóksali, Akureyri. — Arnljótur
Jónsson lögfræðingur, Rvík. •— Ásmundur GuSmundsson biskup, Rvík. — Axel Thor-
steinsson rithöfundur, Rvík. -— Benjamín Kristjánsson prestur, Syðra-Laugalandi,
Eyjafirði. —Brynjólfur Magnússon fulltrúi, Rvík. — S. O’Duiliarga, dr. phil., Dublin.
— Einar Guðmundsson frá Hraunum, Rvík. — Einar Þórðarson frá Skeljabrekku,