Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Side 12
12
LANDSBÓKASAFNIÐ 1959—1961
tekur smámyndir á svokallaðar blaðfilmur (mikrofiches), en það eru gagnsæ spjöld á
stærð við venjuleg spil. Auðvelt er að koma fyrir á hverju spjaldi 60—80 blaðsíðum
bókar í átta blaða broti. Lítið og handhægt lestæki, sem staðið getur á skrifborði,
stækkar síðan letrið eftir þörfum. Þessar blaðfilmur eru miklu handhægari í notkun
en langfilmurnar. Þeim er raðað í skúffu eins og venjulegri spjaldskrá, og er með þess-
um hætti auðvelt að geyma allstórt bókasafn í einni skrifborðsskúffu. Það er ómetan-
legt fyrir söfn og einstaklinga að eiga þess kost að fá á þennan hátt myndir af ófáan-
legum bókum og handritum, og vafalaust verða blaðfilmurnar mjög mikið notaðar í
framtíðinni, bæði í bókasöfnum og heimahúsum. Hér er opnuð leið fyrir íslenzk bóka-
söfn úti á landi til þess að auka bókakost sinn, án þess að verja fé til geymslurúms og
bókbands. Flest hinna smærri safna munu veigra sér við vegna rúmleysis og kostnaðar
við band að varðveita dagblöð, en notkun þeirra í Landsbókasafninu bendir til þess, að
þau mundu vel þegin í fleiri bókasöfnum. Ef forráðamenn safna hefðu samvinnu um
að láta mynda dagblöðin í nokkrum eintökum, ætti kostnaðurinn að verða viðráðan-
legur. Hugsanlegt er, að fleiri aðilar vildu nota tækifærið, ef blöðin væru fáanleg á
filmum, jafnvel blaðaútgefendurnir sjálfir, sem fæstir munu eiga blöð sín frá byrjun,
enda þægilegt að geta geymt nokkra árganga í einu horninu í skrifborðsskúffunni.
Lestrarsalur A árinu 1960 voru gerðar ráðstafanir til að takmarka aðgang
og útlán ungra skólanemenda að lestrarsalnum, sem gjarna vildu sitja þar
með skólabækur sínar, en tóku þá of mörg sæti frá þeim gestum, sem koinu þeirra er-
inda að nota bækur safnsins eða handrit. Vegna þessara ráðstafana hefir gestum í lestr-
arsal fækkað að höfðatölu, en aðsókn er nú jafnari allt árið og starfsskilyrði fræði-
manna betri en áður. Ný lýsing hefir verið sett í salinn, og er þar nú góð birta bæði á
borðum og við hillur handbókasafnsins. — Útlán hafa verið með svipuðum hætti og
áður, en úr þeim dró allmikið þegar hætt var að lána bækur úr íslenzku deildinni út úr
safninu.
f , , , . Vegna anna aðalhöfundar íslenzku bókaskrárinnar hefir ekki enn
Islenzk bokaskra
verið unnt að hefja prentun hennar, en handrit að fyrri hlutanum
(til 1844) verður senn fullbúið. Unnið er að undirbúningi síðari hluta, og er miðað
við tímabilið 1844<—1944, en þá hefst ýtarleg íslenzk bókaskrá í Árbókinni.
Efnisskrá timarita Haldið hefir verið áfram að gera spjaldskrá urn efni tímarita og
og blaða blaða. Annast Haraldur Sigurðsson bókavörður það verk, og hef-
ir hann undanfarið einkum unnið að skrá um helzta efni stærstu dagblaðanna í Reykja-
vík. Er skrá þessi orðin mikil fyrirferðar og kemur mörgum að gagni.
Framtíð
saínahússins
Eins og frá var skýrt í Árbók 1955—56 hefir Alþingi samþykkt að
sameina Háskólabókasafn Landsbókasafni og reisa nýja bókhlöðu
fyrir söfnin bæði í grennd við Háskólann. Nefnd sú, sem skipuð
var af menntamálaráðherra til að athuga og undirbúa þetta mál, var sammála um, að
Þjóðskjalasafnið skyldi einnig fá rúm í þessari nýju byggingu. Væntanlega rís þetta