Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Page 16
16
ÞORKELL JÓHANNESSON
að vorið 1944 var hann skipaður prófessor í íslandssögu við háskólann. Hann var kjör-
inn rektor háskólans árið 1954 og síðan endurkjörinn 1957 og 1960. Doktorsprófi við
Kaupmannahafnarháskóla lauk hann árið 1933. Hann kvæntist árið 1935 Hrefnu
Bergsdóttur frá Okrum í Mýrasýslu, góðri konu, sem bjó honum friðsælt og ánægju-
legt heimili.
Dr. Þorkell Jóhannesson var athafnamaður í fræðistörfum og félagsmálum og liggja
eftir hann mikil og merk rit og útgáfur. Helztu frumsamin rit hans eru þessi: Die Stel-
lung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts (doktorsritgerð
1933); Búnaðarsamtök á íslandi 1837—1937 (1937); Ömefni í Vestmannaeyjum
(1938); Saga Islendinga VI (1934); Forvígismenn frjálsrar verzlunar og verzlunar-
samvinnu á íslandi 1795—1945 (1944); Sjálfstæðisbarátta íslendinga, endurreisn Al-
þingis 1831—1845 (1945); Alþingi og atvinnumálin (1948); Saga fslendinga VII
(1950); Ævisaga Tryggva Gunnarssonar I (1955). Auk þessara rita skrifaði Þorkell
fjölda greina, einkum um sagnfræðileg efni, sem birzt hafa í tímaritum. Af útgáfum
hans má einkum nefna: Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir, I—IV (1938—48);
Merkir íslendingar I—VI (1947—57); Stephan G. Stephansson: Andvökur I—IV
(1953—58). Þá annaðist hann ritstjórn blaða og tímarita: Samvinnunnar (1927—30),
Nýja; dagblaðsins (1933—34), Andvara og Almanaks þjóðvinafélagsins (frá 1936).
Fyllri greinargerð um ritstörf Dr. Þorkels er skráð í Kennaratal á íslandi, Rvík 1960,
og Skrá um rit háskólakennara (fylgirit Árbókar Háskólans).
Dr. Þorkell Jóhannesson var virkur starfsmaður ýmissa menningarfélaga og ósjald-
an í broddi fylkingar. Hann var í stjórn Þjóðvinafélagsins frá 1935 og forseti þess frá
1958. Félagi í Vísindafélagi íslendinga var hann frá 1936 og forseti Sögufélagsins frá
1955. Hann tók oft þátt í nefndarstörfum, var jafnan öruggur og raunsær, fastur í
skoðunum, en þó samvinnugóður og vinsæll í starfi.
Kynni okkar Þorkels Jóhannessonar hófust fyrir 40 árum, er við lásum undir stúd-
entspróf utanskóla og báðir orðnir allmiklu eldri en títt var um stúdentsefni. Síðan
áttum við samleið í mörg ár, fyrst í norrænudeild háskólans, síðar sem samstarfsmenn
í Landsbókasafninu. A langri leið reyndi eg hann aldrei að öðru en drengskap og
góðvild.
F. S.