Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1962, Síða 221
SIGFÚS BLÖNDAL
221
lega lokið, voru árin orðin tuttugu og eitt og höfundurinn stóð á fimmtugu. Á titilblaði
standa nöfn þriggja aðalsamverkamanna: Björg Þorláksdóttir Blöndal, Jón Ófeigsson,
Holger Wiehe.
Gagnsemi þessa verks verður vart orðum lýst, hún verður því ljósari setn menn nota
bókina lengur. Höfundinum sjálfum var þó manna bezt ljóst, að öll frumsmíð stendur
til bóta, og gerir hann í formála sínum grein fyrir því, hvernig hann hugsar sér, að
orðabókin verði endurskoðuð og endurnýjuð eftir því sem tímar líða. Heimspekideild
Háskóla íslands sæmdi Sigfús Blöndal doktorsnafnbót í heimspeki fyrir þetta verk á
fimmtugsafmæli hans.
Auk námsgreina þeirra sem Sigfús valdi til háskólanáms lagði hann talsverða stund á
íslenzk fræði. En hann lét ekki við þetta sitja. Hann unni mjög fögrum listum, einkum
skáldskap, enda sjálfur skáld gott og gaf út tvö ljóðasöfn frumsamin. Bókasafn átti
hann forkunnargott og mikið. Mikla stund lagði hann á þjóðvísur og þjóðlög frá ýms-
um löndum og skemmti gjarnan gestum sínum með vísnasöng og lék undir á gítar.
Hann var félagslyndur og mannblendinn, Ijúfur og kátur og tíðum hrókur alls fagnaðar
á mannfundum. Gestrisni var löngum mikil á heimili hans. Um eitt skeið tók hann
mikinn þátt í félagslífi íslenzkra Hafnarstúdenta; kunni hann vel við sig í hópi ungra
manna og gerði sér far um að greiða götu þeirra. Má sá, er þetta ritar, minnast þess
með þakklæti.
Dr. Sigfús var tvíkvæntur. Fyrri konu hans hefur áður verið getið. Þau skildu sam-
vistir. Tók frú Björg þá að leggja stund á heimspekileg efni og hlaut doktorsnafnbót i
heimspeki við Parísarháskóla. Seinni kona hans var Hildur Arpi, sænsk menntakona,
merk og mikilhæf. Þau giftust 1925.
Sigfús Blöndal andaðist 19. marz 1950. Frú Hildur er enn á lífi, og má að lokum
geta þess, að eftir lát manns síns gaf hún Háskóla íslands allar erlendar bækur hans,
hátt á sjötta þúsund bindi, að miklum hluta skáldrit. Er það ein bezta gjöf sem bóka-
safni háskólans hefur hlotnazt.
Pétur Sigurðsson.
RADDIR FRÁ DANMÖRKU
Að ósk Lárusar Blöndals bókavarðar skrifuðu þrír danskir bókasafnsmenn minningar sínar
um Sigfús Blöndal og eru þœr birtar hér á eftir.
Da jeg d. 1. April 1907 soin nybagt Student traadte i Det kongelige Biblioteks
Tjeneste, blev jeg straks overgivet i Bibliotekar Sigfús Blöndals Varetægt, for at han
kunde lære mig, hvorledes den udenlandske Afdeling, som jeg skulde arbejde i, var
opstillet. I Löbet af et Par Timer förte han mig rundt i de hundrede Magasinrum, hvori
Afdelingens Bogbestand fandtes, og forklarede, hvilket Fag hvert Rum omfattede. Jeg
kan ikke nægte, at jeg efter denne Rundtur var mere fortumlet end orienteret, og först
i den nærmest fölgende Tid klaredes Begreberne lidt efter lidt.