Vísbending - 20.12.2002, Page 14
VÍSBENDING
Vísbending ársins
Nú er botninn sleginn í 20. árgang Vísbendingar. Árið var
um margt athyglivert þar sem efnahagskrísur og spilling
settu mark sitt á það og óvissan um efnahagssveifluna
gerði menn tvístígandi. Slíkur línudans einkenndi einnig íslenska
viðskipta- og efnahagsumræðu þar sem ísland er að mörgu leyti
á krossgötum um þessar mundir.
Vísbending hefur eins og endranær leitað fanga víða og notið
aðstoðar helstu sérfræðinga landsins í viðskipta- og efnahags-
málum. Margir þeirra skrifuðu athygliverðar greinar, eins og Sig-
urður Jóhannesson, Ólafur Klemensson, Þórður Friðjónsson,
Bjami Bragi Jónsson, Guðmundur Magnússon og Gylfi Zoéga
svo að einungis fáeinir séu nefndir. Við þökkum öllum þeim sem
skrifað hafa í Vísbendingu fyrir framlag þeirra. Hér á eftir má sjá
glefsur úr því sem skrifað var á árinu.
Frjálst ísland
f. yrir Islendingum hefur farist eins og mörgum fyrrverandi nýlendu-
-/ þjóðum: Þeir kenna fyrrverandi nýlenduherrum um allt, sem miður
hefur farið, í stað þess að líta í eigin barm. Getur ekki verið, að fátœkt
okkar hafi að mestu leyti verið okkur sjálfum að kenna? Hefur hún ekki
átt rœtur sínar í skipulagi, sem lamaði allt framtak?
13. tbl. - 29. mars (Hvers vegna var Island fátækt? - Hannes H. Gissurarson).
Y'firleitt má gera ráð fyrir að stjórnirnar hafi hag sjóðfélaga að leið-
arljósi, en hœtta er á að kappsfullir stjórnarmenn [lífeyrissjóðannaj
láti atvinnusköpun eða önnur pólitísk sjónarmið villa sér sýn, eða beygi
sig fyrir þrýstingi stjórnvalda, fremur en að hœtta á að missa völdin. I
valfrjálsu kerfi er þessi hœtta lítil, samkeppnin gerir það að verkum að
sjóðirnir reyna hvað þeir geta til þess að þóknast sparendum.
14. tbl. - 5. apríl (Frjáls verslun með lífeyrisréttindi? - Sigurður Jóhannesson).
Almennt hafi því stóru ríkin varast þá skattasamkeppni, sem Irland er
þekktast fyrir síðari árin og Island hefur nú byrjað á. Samsetning
skattanna hafi heldur ekki borið Ijós merki slíkrar samkeppni, sem helst
mundi létta sköttum af rekstri og flytjanlegu fjármagni, en koma að sama
skapi þyngra niður á vinnutekjum, sem eru staðbundnari.
5. tbl. - 1. febrúar (Hnattvæðing og hagsæld - Bjarni Bragi Jónsson).
Einkavæðing ríkisins
TT’f við viljum af stjórnmálaástœðum takmarka hlutdeild ríkisins i
1—/ þjóðartekjum þá er ljóst að slíkt fer ekki saman við aukna eftir-
spurn eftir menntun, samgöngum og heilsugœshi nema að slík þjónusta
verði að miklu leyti einkavædd. I öðru lagi virðist svo vera sem ríkis-
útgjöldin ráðist að nokkru af breytingum skatttekna: Skalttekjur orsaka
ríkisútgjöldin en ríkisútgjöldin orsaka ekki skatttekjurnar.
18. tbl. - 3. maí (Wagner og ríkisútgjöldin - Gylfi Zoega).
x
/litlu landi sem bæði hefur búið við takmarkanir á fjárfestingum út-
lendinga og skort hefur erlendar fjárfestingar um langt skeið kann
að vera að haíli nokkuð á ríkisvaldið í samskiptum við stórufjárfestana
og vel má vera að samskipti ríkisvaldsins við m.a. erlend álfyrirtœki og
DeCode beri nokkur merki þess.
17. tbl. - 26. apnl (Breytir einhv. hvaðan peningamir koma? - Þór Sigfússon).
T-'yrstu mœlingar lífsgœðastuðulsins sem gefnar eru upp í skýrslu Sam-
1 einuðu þjóðanna eru frá 1975. Þá var Island einnig meðal efstu
þjóða og reyndar ofar en í dag. ...Afyrri hluta tíunda áratugarins dróst
Island aftur úr efstu þjóum þar sem þjóðin var komin í þriðja sœtið árið
1990 með stuðulinn 0,913... en féll niður í það níunda með stuðulinn
0,918 árið 1995. lsland spretti þó úr spori í lífsgœðakapplilaupinu á seinni
liluta tíunda áratugarins, þó ekki nœgilega mikið til að ná bronsinu á ný.
30. tbl - 26. júlí (Lífsgæðingur - eíj).
CfkattlœMunin á þessu ári var þó stórt skref til aukins frjálsrœðis og
Ljhefur sennilega gert gœfumuninn að ísland telst nú „frjálst land"
[skv. mati The Heritage Foundation]. Enn er þó mikið svigrúm til aukins
frjálsræðis.
5. tbl. - 15. nóvember (Frjálst og samkeppnishæft ísland (V-ÍA) - eíj).
Krónan og gengismál
M’arkaðskerfið hefur sína galla sem oft koma í Ijós þegar grunn-
þætti, eins og traust og heiðarleika, þrýtur. Það vill hins vegar oft
gleymast að hið opinbera hefur einnig sína galla, það er einnig drifið
áfram af eiginhagsmunum sem oft þarf að hemja til þess að þeir geti
þjónað almannahagsmunum, rétt eins og í einkageiranum. Endalaus út-
þensla ríkisins er ein birtingarmyndin en það þarfað varpa kastljósinu
að þeirri staðreynd að óhófleg grœðgi og eiginhagsmunir eru enn al-
varlegri í innviðum ríkisins en þau geta nokkurn tímann orðið á mark-
aðinum.
29. tbl. - 19. júlí (Græðgi ríkisins - eíj).
Lagasetning um 20 milljarða ríkisábyrgð til DeCode hratt af stað
þörfum umrœðum um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu. Sértœkur
stuðningur hins opinbera við fyrirtœki nemur 20-30 milljörðum króna
á ári hér á landi.
22. tbl. - 31. maí (Uppbygging í skjóli ríkisstyrkja - Sigurður Jóhannesson).
Markaðsvirði Landsbanka, Búnaðarbanka og Landssímans er sam-
tals 80-85 milljarðar króna eða nærri fimmtungur af mark-
aðsvirði altra félaga á Verðbréfaþingi íslands. Ef þessi fyrirtœki yrðu
einkavœdd aðfullu gœti velta hlutabréfa á þinginu aukist um 15-30%
frá því sem nú er.
12. tbl. - 22. mars (Framhald einkavæðingar - Þórður Friðjónsson).
ltyjð er hins vegar Ijóst að peningamálastefna sem byggir á verðbólgu-
Jr markmiði getur valdið verulegu gengisflökti. Tiltölulega litlar vaxta-
lœkkanir valda miklu gengisfalli og vaxtahœkkanir samsvarandi gengis-
hœkkun. Peningamálastefna sem miðast við að halda verðbólgu stöðugri
getur þá aukið mjög við óvissu íþeim greinum sem framleiða vörur til út-
flutnings og/eða keppa við innflutning.
6. tbl.- 8. febrúar (Gengisflökt og inngrip á vinnumarkaði - Gylfi Zoéga).
Varasamt er að draga þá ályktun að myntráðsfyrirkomulag henti ekki
í litlum, opnum hagketfum þótt nokkur misbrestur hafi verið áfram-
kvœmd mála i Argentínu. Hér staðfestist að styrk fjármálastjórn og var-
færni í erlendum lántökum skiptir meira máli en fyrirkomulag gengis-
mála.
2. tbl. - 11. janúar (Argentína - Björn G. Ólafsson).
1 Telstu hœttumerkin yfir stöðugleik gengisins standa í samhengi við
J. Jannars vegar grundvallarkjör framleiðslu og viðskipta, sem raun-
gengið er fulltrúi fyrir, og hins vegar stöðugleik almenns verðlags, þar
sem opinber fjármál skipta miklu en vaxtastjórn er þrautalendingin. AII-
vel virðist horfa um þessa efnislegu þœtti, hvort sem litið er til íslands
eða vestrœnna landa almennt.
19. tbl. - 10. maí (Raungengi krónunnar... - Bjarni Bragi Jónsson).
Gleðileg jól og
farsœlt komandi ár!
NÓISÍRÍUS
14