Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 3
ið hefir hið opinbera í hendi sér. Öllu þessu er hægt að ráðstafa með skipulegum aðgerðum. En ríkisverzlun er pólitískt stefnumál, þess vegna er ekki hlustað á nein rök. III. Islendingar eru ekki ókunnir ríkisrekstri á ýmsum sviðum. Reynslan af þeim rekstri yfir- leitt hefir ekki verið örfandi. En þó er allra lökust reynsla af verzlunarrekstri ríkisins. Raf- tækjaeinkasalan var sett á stofn á því tímabili er „vinstri“ flokkarnir ætluðu að bjarga öllu með ríkisrekstri, eins og hugmyndin er nú. — Þessi einkasala var rekin þann veg að hún var flestum til skapraunar, sem við hana þurftu að skipta og öllum landsmönnum til skaða, sem vörur hennar þurftu að nota. Vörurnar voru hvort tveggja óhentugar og dýrar. Að lokum varð ekki hjá því komizt að afnema hana, því svo var óánægjan með hana mikil. Nú eru raf- tækin keypt til landsins af ýmsum fagmönnum, sem ná beztum samböndum og lægsta verði á heimsmarkaðinum án tilstyrks ríkisins. Verðið lækkaði stórum strax og einkasalan hætti að hafa afskipti af innflutningnum. Bifreiðaeinkasalan er annað verzlunarfyrir- tæki ríkisins, sem rekið hefir verið með þeim endemum að furðu sætir. Deilt hefir verið á starfsemi þessa fyrirtækis meira en dæmi eru til um opinberar stofnanir. Því hefir verið hald- ið fram að þessu fyrirtæki væri illa stjórnað, sleifarlag væri á rekstrinum og framkoman gagnvart viðskiptamönnunum væri óviðeigandi og því allt önnur en menn eiga að venjast hjá öðruni verzlunarfyrirtækjum. Yfirleitt virðist lítil kurteisi eða nærgætni sýnd viðskiptamönn- um af opinberum fyrirtækjum. Það eitt gerir al- menning lítið hlynntan ríkisrekstri. Hitt er þyngra á metunum að ríkisrekstur gerir vör- urnar dýrari og oft lakari en þær eru hjá ein- staklingum. Lítt hæfir menn veljast oft til að veita þess- um fyrirtækjum forstöðu. Hið alþekkta sleifar- lag hins opinbera heldur skjótlega innreið sína í þessar stofnanir. Fyriiditningin á viðskipta- mönnunum verður fastur liður í rekstrinum og einokunaraðstaðan setur svefnþorn öllum góð- um ásetningi, hafi hann einhver verið í byrjun. IV. Landsverzlun var sett á stofn í síðustu styrj- öld. Var það gert með þeim forsendum að nauð- syn bæri til fyrir ríkið að hlutast til að næg- ar byrgðir nauðsynja væri til í landinu, þeg- ar styrjöldinni var lokið, vildu flestir, að lands- verzlunin væri lögð niður. En það gekk afar erfiðlega, því að sumir áhrifamenn, sem að henni stóðu vildu láta hana starfa til frambúð- ar. Með harðfylgi tókst þó að losna við lands- verzlunina, en þá kom í ljós það, sem margir höfðu haldið fram, að ríkið mundi tapa stórfé á útistandandi skuldum. AIdarfjórðungur er nú liöinn síðan landsverzlunin hætti að starfa, en þrotahú hennar hefir elcki að fullu verið upp- gert enn. Ennþá er gamla landsverzlunin í rík- isreikningunum og skuldar þar á fjórða hundr- að þúsund krónur, sem ónýtar útistandandi skuldir standa fyrir. Auk þess mun ríkissjóð- ur hafa þurft að afskrifa stórfé af landsverzl- uninni á því fjórðungsaldar tímabili, sem upp- gjör þrotabúsins hefir staðið yfir. Það hlýtur því mörgum að finnast æði kyn- legt, að þrem stjórnmálaflokkum þyki nauðsyn til bera, að koma nýrri landsverzlun á laggirn- ar, þjóðinni til framdráttar, áður en gert hefir verið upp þrotabú þeirrar landsverzlunar sem sett var á stofn í síðustu heimsstyrjöld. Reynsl- an af þeirri verzlun var ekki góð. Á henni komu fram hinir sömu annmarkar, sem gert hafa Bifreiðaeinkasöluna að lýsandi dæmi um það, hvernig eigi ekki að reka verzlunarfyrirtæki. Innflutningur á kornvörum og sykri er nú í höndum tveggja aðila, Innflytjendasambands- ins og Sambands ísl. samvinnufélaga. Þessir að- ilar hafa undanfarið ár séð fyrir því að nægar birgðir séu fluttar til landsins af þessum vör- um og hafa þeir haft nána samvinnu við við- skiptaráðuneytið um þennan innflutning. Eng- in ríkisverzlun mundi gera hagkvæmari inn- kaup á vörum, en þessir aðilar gera og ekki mundi ríkisverzlun heldur dreifa þeim með minni kostnaði en nú er leyft að leggja á vör- urnar í heildsölu. Verður því engin skynsam- leg ástæða séð fyrir því að ríkið taki þessar eða aðrar vörur í sínar hendur í því skyni að annast innflutninginn. En það er annað, sem liggur á bak við þess- ar ráðagerðir. Hér er tækifæri að nota styrj- aldarástandið sem skálkaskjól til þess að ná sér niðri á verzlunarstéttinni, sem er þyrnir í aug- um konnnúnista og annara er aðhyllast stefnu þeirra. Hér er stefnt að því að útrýma frjálsri verzlun í landinu til þess að geta um leið út- rýmt verzlunarstéttinni, þótt þjóðin verði að greiða fyrir það með óhagkvæmu verðlagi og' ó- hæfum verzlunarháttum. FRJÁLS VERZLUN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.