Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 54
Forsetinn krafðist þess af þinginu að lögin gegn dýrtíðinni yrðu afgreidd strax og þingið lét undan. Aðalatriðið í lögunum er að laun og verð landbúnaðarafurða sé fest eins og var hinn 15. sept. Allar breytingar frá þessu verð- ur að leggja fyrir sérstaka nefnd. Takmörkun var einnig sett á ráðstöfunarrétt manna yfir launum, sem fara yfir tiltekið hámark eða 5 þús. dali á ári. Maður nokkur, að nafni Byrnes, var settur yfir eftirlitið með launum og verðlagi. En Roosevelt átti við fleira andstreymi að etja um þessar mundir en tregleika þingsins og málæði embættismanna. Kosningar fóru í hönd og var mikil óvissa ríkjandi um úrslitin. Allmikil óánægja var ríkjandi um rekstur styrjaldarinnar allt frá því að Japönum tókst að koma Bandaríkjamönnum á óvart í Pearl Harbour og reka þá frá Filippseyjum. Svo var annað sem var ískyggilegra fyrir flokk Roose- velts. Verkamenn höfðu fylgt honum mjög að málum og New Deal pólitík forsetans var ekki sízt miðuð við það fylgi. Nú hafði, fyrir atburð- anna rás, vaknað meðal verkamanna ákveðin tilhneiging til að fylgja ekki demokrötum í blindni, en bjóða sjálfir fram. Kom þetta mjög ljóslega fram í New York, þar sem verkamenn buðu fram Alfange nokkurn, sem kallaði sig New Deal-frambjóðanda, en hins vegar var þar einnig framarlega demokrati að nafni Bennett. Republikanar tefldu fram Tom Dewey, sem kunnur er fyrir hreystilega framgöngu við rannsóknir hinna tíðu glæpamála í borginni og var honum mjög þakkað, að létt hefir nokkuð hinni óheyrilegu glæpaöld, sem í borginni hafði ríkt. Roosevelt var nú í nokkrum vanda. Átti hann að styðja Alfange, sem sérstaklega kenndi sig við óskabarn forsetans, New Deal-lögin eða átti hann að styðja Bennett, en hann var talin eiga ítök í ýmsum Republikönum, sem ekki fjell við Dewey. Hér var úr vöndu að ráða, því að fylgi forsetans gat miklu orkað. Þá var það ráð tekið að láta frú Eleanor, konu forsetans, þreyfa fyr- ir um „stemninguna“. Hún lýsti yfir því, að hún myndi kjósa Bennett hinn hreina Demo- krata og blöðin sögðu svo frá þessu og því með, að frúin hefði opinberlega tekið í hendina á Bennett. Undirtektirnar undir tiltæki frúarinnar hafa sennilega ekki þótt sem verstar, því að nokkru seinna lýsti forsetinn sjálfur því yfir, að hann mundi kjósa Bennett, „því að hann er bezt til starfsins hæfur“. Þetta var ákaflega litlaus yfirlýsing og til þess ætluð að draga verka- mannaatkvæðin frá Bennett, án þess að styggja republikana þá, sem honum voru hlynntir. Þetta tókst þó ekki, því að republik- aninn Dewey sigraði glæsilega, en demokratar hafa ráðið ríkisstjóranum í New York um tugi ára. Bæði frú Eleanor og forsetinn megnuðu því ekki að hefta sigurför republikananna, sem var alvarlegt stjórnmálaáfall fyrir Roosevelt. Ann- ars er frú Eleanor töluvert umtöluð í Banda- ríkjunum. Hún skrifar t. d. dagbók sína og birtir hana í ýmsum blöðum undir nafninu My Day og geta þegnarnir þar lesíð daglega um gerðir hinnar tignu frúar. — Sumir brosa að þessu. ★ Einstöku raddir komu fram í blöðunum um styrjaldarreksturinn, þar sem stjórninni var fundið til foráttu, að hún gengi ekki fram með nógu miklum skörungsskap. Sumir töldu, að Bandaríkjamönnum bæri fyrst og fremst að hugsa um að slá Japani niður og vinna Kyrra- hafið aftur úr höndum þeirra. Við verðum að ganga á land í Japan, sagði fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Tokio. Þeir sem þannig töluðu, vildu hins vegar að Bandaríkin legðu minni áherzlu á Evrópu-styrjöldina, því að Bretar gætu passað sig sjálfa gegn innrás og Þjóðverjar og Rússar mættu eigast við nokkuð enn, án þess að sakaði. Þeir sem ákveðnastir voru, sögðu að loftárásin á Tokio hefði ekki haft neina þýðingu nema til notkunar i áróðurs- skyni. Nokkuð bar á að menn væru orðnir ó- þolinmóðir eftir því að Bandaríkjamenn sigr- uðu á einhverjum vígstöðvum. Mjög sennilegt er, að ófarir Ásveldanna í Líbyu og Norður- Afríku í nóvember hafi nokkuð bætt úr skák. Bretar og Bandaríkjamenn skiptu sigrunum á milli sín, þannig að Bretar fengu heiðurinn af að reka Rommel út úr Egyptalandi, en Banda- ríkjamenn töldust fyrir innrásinni í lönd Frakka. ★ Lengi mætti skrifa á víð og dreif um ýmis- legt í sambandi við stjórnmálin í Bandaríkjun- um. Þau eru okkur íslendingum nauða ókunnug og gæti þó sá tími komið, að ekki væri verra fyrir okkur, að þekkja þau nokkuð og geta átt- að okkur á ýmsum straumum, sem þar bærast. Rétt eins og loftslagið í Washington, sem ég gat um í upphafi, er hið pólitíska andi'úmsloft vestra molluheitt og við ýmsu má búast. 58 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.