Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 25
ákveðínn skírleika og ber merki ríkisstjórnar- innar eða einhvers yfirvalds því til staðfestu. Fram til þess tíma, er myntin var fundin upp, þurfti að fara fram nákvæm rannsókn á málm- inum auk þess, sem auðvitað þurfti að vega hann í hvert skipti sem kaup og sala áttu sér stað, og var þetta auðvitað til trafala í öllum viðskiptum. En þegar myntin var fundin upp, gerðist þetta óþarft, og hefir þessi uppfinning haft geysilega þýðingu fyrir framþróun verzl- unar og viðskipta. Það er talið, að fyrsta myntin hafi verið sleg- in um 700 fyrir Krist í Lydíu, auðugu verzlun- arríki í Litlu-Asíu suðvestlægri, þar sem nú er Tyrkland. Þessi mynt var að þrem fjórðu hlut- um úr gulli og einum fjórða hluta úr silfri, og hét blanda þessi „elektrum". Sumir telja, að Kínverjar hafi fyrstir slegið mynt um 1000 fyrir Krist, en það er ekki talið sannað. Frá Lydíu breiddist þessi uppfinning óðfluga út um nágrannaríkin, og á þriðju öld fyrir Krist var svo komið, að mynt var komin í urnferð í öll- um menningarlöndum heims. Grikkir voru á hátindi veldis síns, þegar al- mennt var farið að nota mynt í heiminum, og menn vita um yfir 120 þúsund myntartegundir, sem grískar borgir og borgríki hafa gefið út, og var drachman þekktust þeirra. Rómverjar hófu ekki myntsláttu fyrr en tveim öldum síðar en Grikkir. Ein þekktasta mynt Rómverja var hinn svonefndi denarius. Þegar Rómverjar lögðu undir sig Bretland, fluttu þeir þessa mynt með sér þangað, og d-ið, sem enska pencið er nú táknað með, er upphafsstafurinn á nafni þess- arar myntar, denarius. — Aðrar rómverskar myntir voru t. d. aureus, sem var gullmynt, — lepton, sem var lítil bronze-mynt, te- tradrachma, sem var silfurpeningur, og voru það þrjátíu slíkir silfurpeningar, sem Júdas fékk. Lengi greiddu Rómverjar hermönnum sínum laun með salti, sem heitir „salarium" á latínu, og er þaðan komið danska orðið „Salær“ og enska orðið „salary“, sem þýða laun eða kaup. Um 800 e. Krist innleiddi Karlamagnús Frakkakóngur fyrsta heilsteypta myntkerfið í Evrópu. Aðalverðeiningin var eitt pund silfurs. Því var skipt niður í 20 solidus, en í hverjum solidus voru 12 denarius. Enska myntkerfið nú á dögum á rót sína að rekja til þessa. Hið al- þekkta tákn sterl.pd., £, er skammstöfun á lat- neska orðinu „libra“, sem þýðir pund, — staf- urinn s, sem látinn er tákna shilling, er ekki skammstöfun á orðinu shillingur eins og ef til vill mætti búast við, heldur á orðinu solidus, FRJÁLS VERZLUN einnar af myntum Karlamagnúsar, og d, sem táknar pence, er skammstöfun á denarius, svo sem áður var getið. Eftir að Ameríka fannst og þar urðu stórar nýlendur, stóð skortur á mynt, sem hægt væri að nota í viðskiptum við Indíána og Evrópu- þjóðirnar, nýlendunum all-lengi fyrir þrifum í viðskiptum, því að Englendingar bönnuðu ný- lendunum að slá sína eigin mynt. Nýbyggjarnir notuðust þá við ýmislegt í stað peninga, loð- skinn, korn, hertan fisk og brennivín, en al- gengast var þó svonefnt vampum og tóbak. — Vampum voru hvítar og bláar perlur, sem Indí- ánarnir höfðu áður notað bæði sem skraut og sem gjaldmiðill. Tóbak var einkum notað sem gjaldmiðill í Suðurríkjunum. Fyrstu lögin, sem sett voru af þjóðþinginu í Virginía árið 1619, kváðu svo á, að verðmæti tóbaks skyldi vera 3 shllingar pundið, og skyldum hverjum, sem neit- aði að taka við tóbaki við þessu verði til greiðslu skuldar, refsað með þrigggja ára erfiðisvinnu. Síðar var tóbak gert að hinum eina löglega gjaldmiðli í Virginía. En þá fóru allir, ríkir og fátækir, að rækta peninga, þ. e. a. s. tóbak. Og nú leið ekki á löngu, þar til er mikil offram- leiðsla varð á tóbakinu, það féll mjög í verði og erfið kreppa heltók viðskiptalífið. Fyrstu pappírspeningarnir, sem gefnir voru út í Norður-Ameríku, voru svo kynlegir, að rétt er að minnast á þá. Þeir voru gefnir út í Kan- ada 1685 og voru, þótt undarlegt megi virðast, vanaleg spil. Nýlendustjórnin í Kanada var að bíða eftir peningasendingu frá Frakklandi til að greiða hernum laun. En samgöngurnar voru slæmar og hermennirnir óþolinmóðir og hótuðu uppreisn, ef þeir fengju ekki kaupið. En lands- stjórinn var snjall maður og datt ráð í hug. Hann lét safna öllum spilum í herbúðunum, skrifaði framan á þau ákveðna peningaupphæð og nafn sitt undir og greiddi síðan hermönnun- um með þeim. Þeir tóku við þeim og keyptu fyrir þau hjá nýlendubúunum, sem tóku feg- ins hendi við þeim, því að áður höfðu engir peningar verið þar í umferð. Þessir spilapen- ingar náðu miklum vinsældum, og stjórnin var neydd til að gefa þá út í stórum stíl. Eintök, sem til eru enn þann dag í dag, bera það með sér, hvers vegna þeir náðu þessuni vinsældum. Þeir voru hæfilega stórir, haldgóðir og erfitt að falsa þá. Meðal frumbyggjanna í Afríku eru hinir ó- líklegustu hlutir enn þann dag í dag notaðir sem peningar, svo sem t. d. vopn, skartgripir, skeljar, salt, málmstykki og málmhringir. — Meira að segja taglið á zebx-ahestinum og í’ófan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.