Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 14
lesa undir umsjón kennara að minnsta kosti eitt samfellt rit og gera skriflegar æfingar. Franska: Nemendur skulu læra góðan fram- burð á málinu og meginatriði franskrar mál- fræði. Þeir skulu lesa svo mikið í frönsku máli, að þeir verði sæmilega læsir á franskar bækur almenns efnis. Svo skal og hafa nokkrar æfing- ar í kennslustundum, munnlegar eða skriflegar, eftir því, sem tími vinnst til. Latína:Nemendur skulu læra vel beygingar- fræðina og kynnast helztu frumgreinum setn- mgarfræðinnar. Til styrktar málfræðináminu skulu þeir lesa eins mikið í óbundnu máli lat- nesku og tími vinnst til. Til stuðnings málfræði- náminu má hafa skriflegar æfingar öðru hvoru. Nemendum skal bent á latneska orðstofna í nýju málunum, einkum í fræðiorðum, eftir því sem tök eru á. Kennslunni má einnig haga aðal- lega á þann hátt — sérstaklega eða í sambandi við kennslu nýju málanna —, að kenna notkun og uppruna alþjóðlegra orða og fræðiheita þeirra greina, sem helzt heyra til almennri menntun og undirbúningi undir háskólanám. Ef þessum skilyrðum er fullnægt er skólanum heimilt að taka upp að öðru leyti í stað latínu spænskukennslu, eins og hann hefur haft, eða aukna frönskukennslu. Danska: Nemendur skulu lesa texta úr dönsku nútímamáli, eftir föngum rit eða rit- gerðir um viðskiptamál og hagfræði. Saga: Nemendur skulu hafa á valdi sínu greinilegt yfirlit um almenna sögu, helztu at- burði hennar og menn og kunna skil á sam- bandi þeirra. Þeir skulu einnig kynnast frum- atriðum sögufræðinnar um söguheimildir og söguskilning. Leggja skal eftir föngum áherzlu á sögu seinustu tíma og stjórnarfars- og hag- sögu. Framleiðslu- og vörufræði (náttúrufræði, efnafræði og eðlisfræði) : Nemendur skulu hafa lært ágrip dýrafræði og grasafræði og nokkur höfuðatriði eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði. Kennslunni skal eftir föngum hagað með tilliti til þess, að nemendur kynnist íslenzkum nátt- úru- og framleiðsluskilyrðum og vörum. Þegar kennsla í þessum greinum fer fram til verzlun- arprófs skal skólastjóri samræma kennslu og kennslustundafjölda í báðum deildum. Stærðfræði: N'emendur skulu læra notkun stærðfræði og æfast í exakt hugsun. Þeir skulu læra algebru og geometríu og allýtarlegt ágrip af hornafræði. Bókfærsla og endurskoðun: Nemendur skulu læra og æfast eftir föngum í helztu atriðum sem snerta endurskoðun, gagnrýningu reikn- 14 inga og status og helztu viðskiptavenjur í sam- bandi við þetta. Hagfræði og stjórnfræði: Nemendur skulu læra almenna og hagnýta hagfræði og yfirlit um stjórnarfar og félagsmál með sérstöku til- liti til Islands. 4. gr. — Til þess að stunda nám í lærdóms- deildinni þarf nemandi að hafa hlotið við verzl- unarpróf lágmarkseinkunnina 5,67, nema sér- stök heimild skólastjóra komi til, og getur hann þá krafizt þess að nemandi taki upp eitthvað af burtfararprófinu. Nemandi, sem lokið hefur bæði gagnfræðaprófi og verzlunarskólaprófi getur fengið að sleppa til stúdentsprófs þeirri náttúrufræði, sem hann, að mati skólastjóra, hefur tekið gagnfræðapróf í. Utanskólanem- andi, sem ætlar að ganga undir stúdentspróf, skal senda skólastjóra umsókn um það og skal fylgja henni greinileg skýrsla um, hvað nem- andinn hafi lesið, í hvaða skóla eða hjá hvaða kennara hann hafi stundað nám og vottorð um þessi og önnur efni, sem nauðsynleg teijast. 5. gr. — Próf milli bekkja og stúdentspróf fara að jafnaði fram í lok skólaárs. Ef sérstak- lega stendur á, getur skólastjórinn fært próf- tímann að einhverju eða öllu leyti. Undir stú- dentspróf getur nemandi ekki gengið fyrr en liðið er eitt ár frá því að hann lauk verzlunar- prófi. Ef lengri tími líður milli prófanna en fimm ár, getur skólastjóri ákveðið, ef honum þykir ástæða til, að nemandinn taki upp aftur verzlunarprófið eða eitthvað af því. Til þess að flytjast á milli bekkja þarf nemandinn lág- markseinkunnina 4,25. Til þess að standast stú- dentspróf má aðaleinkunn hans ekki vera lægri en 4,25. Rita skal einkunnir allar í lögilta eink- unnabók. Á sama hátt skal rita einkunnir á prófskírteini þau, sem nemendur fá að prófi loknu. Einkunnir skal miða við Örstedskerfi. 6. gr. — Stúdentsprófið skal sýna, hvort nem- andi hafi öðlazt þá þekkingu, er reglugerð skól- ans gerir ráð fyrir, og hlotið þann þroska, sem útheimtist til þess, að stunda nám við háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir. Stúdentspróf er munnlegt og skriflegt (verk- legt). Prófa skal bæði munnlega og skriflega (verk- lega) í íslenzku, dönsku, ensku og þýzku. Skriflega prófið skal vera: í íslenzku: ritgerð, nemendur skulu fá að velja á milli eigi færri en þriggja verkefna. í dönsku: þýðing úr íslenzku á dönsku eða (og) ritgerð á dönsku. í ensku: stíll eða (og) ritgerð, í þýsku: stíll eða (og) ritgerð. FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.