Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 5
Ferdamenn á Snœfellsjökli. Þessi mynd og þær aðrar, sem þessari grein fylgja, eru teknar úr ferðabók Mackenzies, sem ferðaðist hér á landi um 1810 og reit bók um ferð sína. ið sem fæst að mögulegt var vegna bjargræðis- skorts, og man ég að fullgilt fólk var að bjóða vist sína, bæði karlar og konur, og jafnvel biðja að taka sig til vistar á þeim bæjum, sem helzt var bjargræðisvon. Kúabúið var það eina, sem hélt fólki við lífið, því að sauðfé var fátt og afnot þess hrukku ekkert. Selafli á vetrum, hrognkelsi og sílcl á vorum, þegar sá afli heppn- aðist, voru þau einu átföng á þeim árum, sem menn höfðu við að styðjast, en helzt samt þeir, sem næstir voru aflanum, hinir áttu erfiðara tildráttar og urðu því oft á hakanum. Fiskafli var enginn að kalla, nema helzt í Grímsey. — Viðurværi fólks á þeim tímum var næsta ólíkt því sem nú tíðkast, víðast hvar ekki nema nær- ing tvisvar á dag, að morgni dags og í rökkri eða fyrir dagsetrið, voru þær máltíðir, eins og að föng voru til, flautir að moi’gni, með grasa- graut eða hræring ofan í, einkum handa karl- mönnum, sem féð hirtu. Flautir voru almennt málamatur frá hausti til vors, súrmatur var lít- ill, því að mest var lifað á málnytunni á sumrin| af þvi að engin voru átföng, eða sárlítil. Allij var þá notað sem mögulegt var, svo sem sjáv- arþang, holtarætur, skinn og bruðningur og allt það sem hægt var. Þessar daufu máltíðir þakk- aði fólk samt guði og mönnum miklu rækilegar en nú virðist að vera venja til. En þó svona væri hart um bjargræði manna á milli voru það þó sárafáir, sem borðuðu hrossakjöt, það FRJÁLS VERZLUN var eins og fólk áliti það synd eða boðorðabrot, að borða það á þeim árum og þessir fáu, sem neyttu þess, lifðu því góðu lífi hjá þvi sem margir aðrir, sem þó voru betur að efnum bún- ir; ég heyrði sumt fólk segja, að það vildi held- ur deyja í drottins nafni en að borða hrossa- kjöt. Einstöku maður reyndi lítið eitt að rækta kál, en það var bæði að fræið fékkst ekki, þeg- ar ekki kom siglingin, og svo var sumu fólki mjög illa við kálmeti og sagði það vera að eta gras með villidýrum, en þó lagaðist það mikið eftir að siglingin fór að koma og kálið var not- að með mjöli. Kartöflur voru lítt þekktar, en þær voru jafnan vel þegnar, þegar þær fóru að ræktast, er mjög var óvíða, því að útsæði fékkst ekki að neinum mun. Smjörekla var reynd- ar minst að sínu leyti, af því að ekki voru át- föng til, enda dróg og þá ekki kaffið rjómann til sín, og lítið var sumstaðar átt við að strokka mjólk á vetrurn. Smjör var þá ekki heldur verzl- Íunarvara eins og nú, og ekki líkt því að vera álitið jafngijdi við tólg, nema í skyldugjöld nanna á milli, en í kaupstaðarreikninga eða skuldir gekk það ekki jafnt við tólg. Nokkrir gjörðu út kvenfólk til grasa norður á Mývátnsfjöll og heiðar þar í grennd, var það á tímabilinu frá fráfærum til sláttar og tóku sumar stúlkur grasahest, þ. e. 8 tunnur, þótti það góður fengur sem von var eins og þá stóð á högum manna. þá var sláttur ekki byrjaður fyr 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.