Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 7
Skálholt í byrjun 19. aldar. fengust ljáir eða hestajárn smíðuð eftir þörf- um vegna járneklunnar, og þá fengu skógarn- ir að verða af með kvisti sína til kolagjörðar og eldsneytis. Trjáviðareklan var ekki síður til- finnanleg, ekki fékkst fjalarstúfur í líkkistu, þótt á lægi, og svo hvað ramt að, að ég sá eitt lík jarðað kistulaust, var það hreppslimur, og þótti mér — þá barni — heldur hryllilegt. í annað sinn sá ég að skíðagarmar voru notað- ir í líkkistu, og einn hreppstjóri tók það til ráðs, að hann lét slá rimla á gaflamyndir langs um og strengdi svo skinn um, en botnfjölin var heil, og þótti það gott ráð, eins og þá stóð á. Líkkistur voru þá með öðru lagi en nú er og allar kistur ólitaðar. Af þessu má nærri geta, hvernig gekk með húsabyggingar, enda voru bæir næsta ólíkir því sem nú er, þó ekki gott þyki. Nokkrir bæir voru eins og að koma að hesthúsdyrum. Á skárri bæjum var einhver þilmynd við bæjar- dyr og eitt skemmuhrof, og á beztu bæjum skálakofar, ekki að tala um að nokkurs staðar væri hús með lögðu gólfi að undanskildum klaustrunum og sýslumanna- og prófastssetr- um, og eftir þeim voru kirkjurnar að sínu leyti hrjálegar. Árið 1815 og þar eftir kom sigling, svo að helztu nauðsynjar fengust, þó var það mjög af skornum skammti, enda gat fólk lítið keypt með því óverði, sem þá var á öllu, t.a.m. 1 tunna af korni 14 rd., af byggi 10 rd. 1 kút- ur af salti 1 rd., 16 sk., 1 pd. tóbak 2 rd., 1 pd. kaffi 1 rd. 48 sk. o. s. frv. Þar á móti var 1 pd. hvít vorull á 24 sk., eitt pd. tólg 24 sk., 1 pr. smáband 24 sk. og hálf- sokkar 16 sk. Um þessar mundir eða litlu þar á eftir kom upp nafnverðið, sem svo var kall- að, var þá allt talið tvígilt við það, sem það í raun og veru var og skildu fáir í hvað það ætti að þýða og sumir spaugsamir kölluðu það hundatölureikning af því hundaárin eru talin tvöföld við almenn ár. Eftir þetta fór verðlag heldur batnandi og 1821 var 1 tunna af korni, baunum eða mjöli 8 rd. Fjártaka var þessu lík, 1 pd. af kjöti 36 sk. 1 pd. mör 16 sk., gæra 48 sk, var það þó enn verra. Þetta var um 1830 og þar eftir og þetta verðlag einkum á íslenzk- um vörum hélzt við, því að t. a. m. 1848 var hvít ull á 16 sk. pundið, og tólg var þá með sama verði, en matvara var 7—8 rd. tunnan, og var allt jafnt af korni, mjöli og baunum“. Þannig lýkur frásögn Stefáns Jónssonar. — Síðan ber hann nokkuð saman þessi vondu ár við það, sem orðið var, er greinin var rituð 1879 og kemst að þeirri niðurstöðu að miklar framfarir hafi orðið, og segir: Aðalorsök til þessara framfara og breytinga sem ég kalla, ætla ég vera verzlunarfrelsi og aflabrögð, sem hvort fyrir sig hefur aukið mönnum afl, hug og dug til framkvæmda og framfara. FRJÁLS VERZLUN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.