Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 9
Það er auðvitað talað ákaflega digurbarkalega á þingi um það, hver óhæfa slíkar kosninga- brellur væru en einhvern veginn finnst manni flokkunum ekki vera þar eins leitt og þeir láta. Um daginn flutti til dæmis eitt af blöðum þess stjórnmálaflokks, sem fyrir aðkastinu varð út úr þessu, samskonar sögur af þeim stjórnmála- flokki, sem slefsögurnar bar. Látum nú það gott heita, ef gott mætti kalla, en það fylgdi böggull skammrifi, — spánný saga. Hún var á þessa leið. Um kvöldið fyrir kosningarnar síð- ustu stóð svo á í einni kjördeild í kjördæmi einu, að tveir kjósendur, karlmaður og öldruð kona á sama bæ, áttu eftir að kjósa, en kosn- ingu var að öðru leyti lokið. Með því að ekki þótti vafi á að karlmaðurinn kysi Framsóknar- flokkinn, en kerlingin Sjálfstæðisflokkinn, og það voru þeir, sem kepptu um þingsætið, voru eins og blaðið orðar það, ,,þeir, sem þarna áttu hagsmuna aö gæta ásáttir um að báðir mættu sitja heima“. Það er fjarri því að það sé þetta, sem blaðið hneykslast á, heldur sú saga að Framsóknarsmalarnir hafi engu að síður sótt karlmanninn og látið hann kjósa, og þegar Sjálfstæðismenn, „þeir, sem þarna áttu hags- muna að gæta“, knúðu það fram, að bifreið, sem báðir notuðu til atkvæðafénaðarflutninga, væri send eftir kerlu, þá hafi einn heimamanna lokað hana inni, svo að hún komst hvergi. Þetta er auðvitað ákaflega ljótt, þó að það einna helzt minni á kosningabrellurnar í Eatensville — Át- ogsvöllum —, er Dickens lýsir svo skemmtilega í skáldsögunni „Skjöl Pickwick-klúbbsins". Hitt hneykslar aftur á móti alls ekki blaðið, að „þeir sem þarna áttu hagsmuna að gæta“, það er að segja umboðsmenn flokkanna, koma sér saman um að svipta tvo kjósendur kosningarrétti. — Kosningarétturinn er réttur, sem enginn getur svipt mann, nema dómstólarnir eða maður sjálf- ur með því að neyta hans ekki. Hér koma fram alveg óviðkomandi menn, sem „þarna áttu hagsmuna aö gæta“, sér saman um að „að báðir mættu sitja heima“. Svona eru flokkarnir orðn- ir ósvífnir í þrælahaldinu á kjósendum, að þeir, þegar þeim býður svo við að horfa, ofan í öll lög svipta kjósendur þessum rétti, sem þó stöð- ugt er verið að brýna fyrir mönnum, að þeir séu beinlínis skyldir til að nota. Þetta kalla ég óþolandi reginhneyksli, en frá þessu segir blað- ið án þess að blikna eða blána. Flokkarnir, sem upprunalega ekki eru annað en samtök frjálsra manna, eru nú orðnir að sjálfstæðum verum með sjálfstæðu lífi, og þeir eru dýrkaðir eins og skurðgoð og mikið, ef þeim er ekki gefið að éta, en frá því að vera sameiginlegt átak af hendi allra, eru flokkarnir orðnir þrælahaldar- PRJÁLS VERZLUN ar og jafnvel þrælasalar, og við kjósendanautin stöndum bundin á básana hjá þeim. Það hefur og margsinnis komið fram í flokksblöðunum, eftir kosningarnar, að flokkarnir væru leiðir á þessu amstri, sem þeir hafa af kjósendum, og það hefur verið þrábrýnnt fyrir þeim, að eftir kosningarnar væru þeir úr sögunni, og að þeir hefðu með kosningunum afsalað sér öllum rétti til að grípa fram í málin. Og þetta taka kjós- endur fyrir góða vöru, en það er rangt. Kjós- endur landsins, allur almenningur, eru alltaf herrar og húsbændur þessa lands og eiga aldrei eitt augnablik að sleppa höndinni af stjórnvel- inum. Þeir mega ekki láta flokkana leiða sig, heldur eiga þeir að stjórna flokkunum, og þeir eiga að láta umboðsmenn sína á þingi stöðugt hafa hitann í haldinu, því að þeir þurfa alltaf að vita kjósendurna yfir sér, og þeir eiga að óttast þá og virða. Til þess að það geti bless- ast, verður almenningur að halda járnklóm í rit- og talfrelsið, eða öllu heldur að ná því aftur. Það veit alþjóð, að flokkarnir loka blöðum sínum fyrir öðrum skoðunum, en þeim, sem þeir þykj- ast hafa, og það vita allir af sorglegri reynslu síðustu daga fyrir kosningar, ef þeir hafa ekki vitað það fyrr, að útvarpið er líka lokað fyrir frjálsu tali.Þá máttu kjósendur ekki fá að heyra áróðurs- og áreitnislaust erindi þekkts læknis um mataræði og dýrtíð, af því að þeim flokki, er hefur skipað formann útvarpsráðs, þótti það ekki henta hagsmunum sínum. Þarna kemur gamla sagan, að hagsmunir flokka eru látnir ganga fyrir hagsmunum almennings, en þetta verður almenningur að venja flokkana af. Fyr- ir útvarpsráð verður að skipa réttlátann, óhlut- drægan og menntaðan mann, og útvarpið ætti aldrei að mega nota til áróðurs beint eða óbeint. Úr því að minnst er á áróðurinn, þá er hann eitt hið háskalegasta, sem til er. Hann er vís- vitandi rangfærsla staðreynda til þess gerður að blekkja fáfróða menn, — hann er lygi. Hann er orðinn svo nærgöngull, að það er hvergi frið- ur fyrir honum, og ég hefi satt að segja oft verið að búast við því, að hann myndi þrengja sér inn í þau híbýli manna, þar sem þeir ann- ars eru taldir friðhelgir, svo að vænta mætti að áróður væri prentaður á hvern blaðsnepil á salernispappírsrúllunum. Almenningur verður að venja sig á að þjálfa flokkana og fulltrúa- efni sín til að leggja málin rétt fyrir sig, studd réttum rökum, og að þeir deili á andstæðingana með réttum rökum, en að útúrsnúningar og rangfærslur hverfi úr öllum málsundirbún- ingi. Allir verða að hætta, og vera óhætt að hætta trúnni á fúlmennskuna í stjórnmálun- um, nema þegar hún er auðsæ, sem því miður 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.