Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.12.1942, Blaðsíða 12
ekki legið Ameríkumönnum á hálsi fyrir, að samning- urinn var gerður, heldur megum við sjáifum oss um kenna. En það er víst, að til frambúðar hefði oss verið betra að taka þann kostinn að hafna slíku, enda var fullt tilefni, þar sem á öðru stigi ófriðarins hafði verið leitað hófanna í Washington um þetta, en því verið svar- að til þar, að Bandaríkin mættu ekki vera að að sinna slíku. Hitt er rétt, að úr því okkur var innan handar að gera ekki samninginn, en við gerðum hann samt, þá ber oss að virða hann og halda, meðan hann er hald- inn við oss, og að hafa eins vinsamlega sambúð við Ameríkumenn og frekast er unnt. En því þurfti að segja rangt frá þessu? Smáþjóðirnar eru varnarlausar á hernaðarvísu, en þeirra traustasta vörn og ígildi bæði hers og flota er það, að halda vel alla samninga og bregðast aldrei í neinu, við hvern sem er að eiga, ekki sízt, ef skipt er við þá, sem nákomnastir eru. En þótt við viljum halda orð og eiða við Bandaríkjmenn, megum við ekki láta glepjast af auði þeirra og valdi og gerast Vestur- íslendingar í okkar eigin landi, heldur muna, að við erum fyrst og fremst Evrópumenn, og að við viljum vera það, og að við erum Norðurlandabúar. Það var réttmæt og góð ósk hjá umboðsmanni konungs, að við vildum halda áfram samneyti voru við hinar Norð- urlandaþjóðirnar og auka það á sviðum menningar og öðrum sviðum. Við verðum því að sýna þeim fulla hreinskilni og orðheldni, svo að hvorki þær, né aðrar þjóðir geti efast um heiðarleika vorn og samnings- hæfi. Það er eðli barnanna, að þau getur dreymt mikið yfir litlu eða engu, og þeim nægir ytra formið eitt í veru- leikans stað. Ég man eftir því, þegar ég var strákur, að ég og frændi minn einn áttum fiskiskútu vestur í bæ. Hún var kassi, ekki stærri en það, að við gátum naumast staðið samsíða í honum, spýtugarmur var mastur, en kolapoki segl, og á þessari fleytu sigldum við háan sjó og vorum aflakongar. Einn leikurinn var sá, að við bjuggum til úr götuleðjunni svokallaðar ,drullukökur‘, sem ég býst við að flestir þekki fi á æsku- árunum. Við þóttumst vera að matselda með þetta og fórum að öllu leyti með þær eins og hvern annan mat, nema hvað við borðuðum þær ekki. Ég get ekki neitað því, að mér hefur stundum flogið í hug, að það væri engu Iíkara en að bæði landsmenn hér, flokkar, þing og stjórn sætu við að búa til ,drullukökur‘, en væru þeim mun einfaldari en við börnin, að þeir neyttu þess- ara matvæla, ef svo mætti kalla þau. Landsmenn hafa vaðið í peningum, sem engir pen- ingar eru, en íslenzku flokkarnir, þingið og stjórnin, hafa haldið sig vera að reka pólitík með því að halda upp hinu ytra formi hennar, deilunum. En það hefur farið fyrir öllum eins og börnunum með ,drullukökurn- ar‘, að kjarna málanna hefur ekki verið sinnt, enginn hefur hugsað um að handleika raunverulega peninga, enginn hefur hugsað um að koma nauðsynlegum málum fram. Þetta verður allt að hætta; þingið verður að gera eitt af tvennu, að mynda nú stjórn og afgreiða dýrtíðar- málin fljótt og skynsamlega, eða að hafa manndóm í sér til þess að gera sama og stjórnarbyltingarþingið franska þignið gerði 1791. Það lét senda sig heim, en ákvað áður, að enginn þeirra, sem á þinginu hefði setið væri kjörgengur aftur. Verði þingið hér ekki við, þá fer manni að detta í hug vísupartur eftir Einar Bene- dktsson: Sé forustan ónýt til boðs eða banns skal byggja á sjálfsdáð hins einstaka manns. Að því ætti þó helzt ekki að þurfa að koma hér á landi. Nú ættu landsmenn og þingið að taka sig á, núna á elleftu stundu hins ellefta dags, og ef það er gert, þá er vandalaust að spá því, að vegur íslands geti legið bjartur og breiður fram undan, og þá er farið að rofa svo til, að hafa má yfir vísu Jónasar Guðlaugssonar: „Ég veit hvert vegurinn liggur, mitt vonaland er nær, því sólin hefur sagt mér það, hún sagði mér það í gær“. En sé þetta ekki gert, þá er jafn auðvelt að segja hvert vegurinn muni liggja; hann liggur norður og niður. 12 PRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.