Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 1
13. ARG. 1—2. HEFTI 1951. eru liðin frá stoinun Verzlunarmcmnafélags Reykjavikur. ís-: lenzk verzlunarstétt er eilítið eldri. Verzlunarstéttin er þvi meðal yngri stétta í landinu, en Verzlunarmannafélagið þó eitt elzta stéttarfélagið. Það er gamall siður á áratugaáföngum að gera upp reikningana. lita yfir far- inn veg og meta gildi stétta og félagasamtaka í ljósi liðinna starfa. Illar tungur hafa fyrr og síðar viljað ófrœgja verzlunarstéttina og gera hlut hennar lítinn í augum annarra stétta. En sem betur fer verða hvorki einstaklingar né heilar stétt- ir knésettar með ómaklegum sleggjudómum. Sú mun og raunin verða hér, að starfsferill verzlunarstéttarinnar sjólfrar mun reynast ólygnastur mœlikvarði á þjóðfélagslegt gildi hennar. Við skulum þvi á þessum tímamótum svipast um öxl og láta staðreyndimar tala sinu máli. Framleiðsla íslendinga hefur löngum verið nœsta fábreytt og er svo enn. Landsmenn verða að flytja verulegan hluta af afurðum sínum út til þess að afla sér nauðsynja fyrir andvirði þeirra. Utanríkisverzlun er íslendingum því lífsnauðsyn. Öldum saman var þessi lif- taug landsins í erlendum höndum. En einmitt á liðnum sextíu árum hefur vaxið upp íslenzk verzlunarstétt, landsmenn hafa tekið verzlunina í sínar eigin hendur; verzlunin varð al-ís- lenzk. Menn eru furðu gleymnir ó þetta mikla ótak og þá björg, sem það hefur fœrt í þjóð- arbúið, því að hin íslenzka verzlunarstétt hefur gert sér far um að útvega betri og ódýrari vörur en áður voru fluttar til landsins og kappkostað að hafa sem fjölbreyttast vöruval á boð- stólum. — Margur kann að segja, að þessa sjóist nú lítil merki. — En þvi er til að svara, að núverandi verzlunarólag á ekki rœtur sinar að rekja til verzlunarstéttarinnar, heldur hefur hún öðrum fremur háð þrotlausa baráttu gegn þeirri verzlunarstefnu, sem ósköpun- um veldur. Og því má hiklaust bœta við, að sennilega vœri vöruþurrðin tilfinnanlegri, ef verzlunarstéttin hefði ekki haft til að bera lipurð til þess að aðhœfa sig stöðugt breytileg- um kringumstœðum og verið viðbragsskjót við að afla vara frct nýjum viðskiptalöndum. — Nú, þegar vonir standa til, að senn taki að rofa til i verzlunarmálunum, viðskipti verði frjálsari og verzlunarhœttir heilbrigðari, œttu menn að vera þess minnugir, að þá tœpa tvo óratugi, sem þjóðin hefur búið við verzlunarhöft, hefur verzlunarstéttin látið hvert tœkifœri notað til þess að vara við skaðlegum afleiðingum haftastefnunnar og jafnan bent ó frjólsa verzlun sem einu skynsamlegu lausnina á vandamálum viðskiptanna. Að öllu athuguðu mun það ekld ofmœlt, að íslenzk verzlunarstétt hafi unnið þjóðnýt störf og gegnt hlutverki sínu af dugnaði og kostgœfni. Gjaman má þess og getið, að þrátt

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.