Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 17
grímur Benediktsson gjaldkeri sjóðsins, tilnefndur af Verzlunarráði Islands. HaustiS 1945 gerðust all mikil tíðindi í sögu félags- ins, er stofnaður voru innan vébanda þess þrjár laun- þegadeildir, er hafa skyldu með Launþega- höndum málefni launþega, einkum deildimar. kjaramálin. Hafði verið skipuð 7 manna nefnd til að undirbúa stofn- un deildanna og gera drög að reglugerðum, er þær skyldu starfa eftir. Að því búnu var boðað til stofn- funda og þeir haldnir þrjá daga í röð: Skrijstojumannadeild V. R. var stofnsett 23. okt. 1945, og voru stofnendur hennar 69 að tölu. Formað- ur var kjörinn Baldur Pálmason, og var hann það fyrstu tvö árin, 1946—47, Pétur Ó. Nikulásson 1948 —49 og Njáll Símonarson 1950. Ajgreiðslumannadeild V. R. var stofnuð 24. okt. s. á. með 96 félagsmönnum á fundi. Formaður var kjör- inn Björgúlfur Sigurðsson (1946), Jón Ólafsson 1947 og Björgúlfur Sigurðsson aftur 1948—50. Sölumannadeild V. R. var sett á slofn 25. okt. s. á., og voru stofnendur 15 talsins. Formaður var kjörinn Carl Hemming Sveins og endurkosinn næsta ár (1946 —-47), Jón Guðbjartsson 1949 og Bjarni Halldórsson 1950. Stofnun þessarra deilda er ofur eðlilegt spor, sem hlaut að verða tekið fyrr en síðar í slíku félagi sem V. R., þar sem verzlunareigendur og launþegar eiga jafnan aðgang. Hitt er aftur á móti efamál, hvort rétt hefur verið að kljúfa launþega þannig í þrjár deildir. Hygg ég að reynslan hafi fremur sýnt að það hafi verið misráðið, a. m. k. hafa allar helztu um- ræður um kjaramálin farið fram á sameiginlegum fundi allra launþega í félaginu. Nú eru uppi raddir um að gera annað af tvennu lil breytinga á J>essu: 1) Sameina deildirnar í eitt, eða 2) Kljúfa deildirn- ar frá félaginu og stofna nýtt félag (hreint launþega- félag) eða eitthvað í ])á átt. Er Jjegar búið að kjósa nefnd til athugunar á þessu, og er ekki enn séð, hverju muni fram vinda. Aðalfundir deildanna voru ekki haldnir í haust eins og til stóð, þar eð Jietta var ])á komið á döfina. — Annars hafa deildirnar sér í lagi og sameiginlega oft og tíðum verið hinar })örfuslu, og hefur kjaramálabaráttan eðlilega talsvert reynt á þær. Um launamálin skrifar núverandi form. launakjara- nefndar V. R. sérstaka grein í þetta Launamálin. hefti, svo að þar )>arf óefað engu við að bæta. Aðeins vil ég undirstrika það, að á síðasta áratug náðist langsamlega merkasti rélaKsheimilisncfnd V.U. Frá vlnstri: Geir Fenger, Sveinbjörn Árnason formaður og Hafliði Andrésson. áfanginn til J)essa á Jmóunarbraul kjaramála verzlun- arfólks, er undirritaður var heildarsamningur um lág- markskaup og kjör meðlima í V. R., J)ann hinn 18. janúar 1946, og gilti samningurinn frá 1. jan. J)að sama ár. Þar með var í fyrsta sinni ákveðinn fastur grundvallar-„skali“ sem lágmark, og þá var einnig í fyrsta skipti viðurkenndur samningsréttur V. R. Af öllum stjórnarstörfum mínum í V. R. þykir mér vænst um að hafa á stjórnarfundum í okt. og nóv. 1944, fyrstur vakið máls á nauðsyn slíkra samningaumleit- ana og eiga síðan sæti í þeirri nefnd, er leiddi málið fram til sigurs. Það var sannarlega mikill fagnaðar- dagur ]). 18. jan. 1946, er gengið var til undirskrifta })essa samnings, eftir langvarandi umræðufundi og argaþras vikum og mánuðum saman. Og þetta verður ávallt talinn einn hinna helztu merkisdaga í sögu V. R. Fkki voru allir hæstánægðir með launakjarasanni- inginn en miklu voru J)eir færri en hinir. sem töldu FRJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.