Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 3
r r_ ' ... ...................... ... ~ .......... ‘ -\ Avarp 1 sex áratugi hefur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur haldið uppi starfsemi við góðan orðstír, og er það með allra elztu félagssamtökum höfuðborgarinnar. Með- limir þess frá fyrstu tíð skipta nú orðið þúsundum og verða sjálfsgt aldrei nákvœm- lega með tölum taldir. Því síSur verður nokkurntíma auðið að geta sér til um öll þau margvíslegu hollustuáhrif, sem þessi fríða fylking verzlunarfólks hefur orðið fyr- ir í félagslífinu. Svo margt hefur borið á góma, — svo ótal, ótal margt. Svo geysi- miklu hefur verið áorkað til batnaðar og framfara. Verzlunarmannafélagið hefur ávallt verið mér einkar kœr félagsskapur, virðuleg- ur og viðfelldinn í senn, gagnlegur og skemmtilegur. Þegar ég tók fyrst við ábyrgðar- stöðu í félaginu fyrir rúmum 7 árum, þá er ég var kosinn í varastjórn, þótti mér sem allmikill vandi vœri lagður mér á herðar með því að eiga hlutdeild að sjálfri stjórn félagsins. Sá vandi átti þó enn eftir að aukast, er mér tveim árum seinna hlotnaðist sú fremd að vera valinn til formannsstöðunnar. Svo margir mœtir menn höfðu gengt því starfi á undan mér, að ég var nokkuð uggandi um minn hag í embcetti þessu, í samjöfnuði við þá. Og það er síður en svo að sá kvíði sé með öllu horfinn enn, eftir fimm ára formannstíð. En hinir góðu fyrirrennarar hafa varðað veginn svo vel víðast hvar, að mér hefur síður orðið villugjarnt en ella, og hinir góðu samherjar hafa stutt mig með ráðum og dáð. Ég hef af fremsta megni leitast við að rata meðalhófið, reynt að sýna frjálslyndi, án þess þó að raska viðurteknum meginreglum. „Það er vandrat- að meðalhófið," segir máltcekið, og ekki veit ég hversu mér hefur tekizt að halda í horfinu. En það get ég sagt, að starfið hefur verið mér ánœgjulegt og þroskandi á marga lund. Þegar þetta er ritað, er ég á förum til útlanda að leita lœkningar. Þótt óvíst sé, hversu til kann að takast fyrir mér í þeim efnum, er hitt öldungis víst, að ég óska Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur œvinlegs velfarnaðar í öllum greinum. Megi hið ágœta, fjölmenna, sterka og stórhuga félag bera giftu til að ráða ráðum sínum til heilla öllum sínum meðlimum, allri verzlunarstéttinni, allri Reykjavík, allri þjóðinni. Lengi lifi hið sextuga sœmdarfélag. — Guðjón Einarsson.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.