Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 18
sig hafa liimin höndum tekið, eða þar um hil. Síðan hafa fengizt fram nokkrar lagfæringar á samningn- um, og að því ber sífellt að keppa, að fá honum hnik- að ögn til betri vegar með ári hverju eða svo til. Á liðnum 10 árum hefur lokunartíma sölubúða að ég held þrívegis verið brevtt launþegum í vil, og má nú allvel við það una. Formann launakjaranefndar hafa þessir menn ver- ið: Elís Ó. Guðmundsson 1941—42 (síðan lá nefnd- in niðri 1943—44), Baldur Pálmason 1945, Adolf Björnsson 1946—49 og Þórir Hall 1950 og hingað til. Árið 1946 var í stjórn V. R. talað um, live æski- legt væri að verzlunarfólk stofnaði með sér bygginga- samvinnufélag og notfærði sér þann- Byggingasam- ig þá hjálp frá ríkissjóði, sem slík- vinnufélagið. um félögum hafði jiá ekki alls fyrir löngu verið heitið með lagasetningu. Eftir nokkra athugun á þessu málefni,’ var svo hafizt handa og Byggingasamvinnufélag Verzlunarmanua- félags Reykjavíkur stofnað 20. nóvember 1946. Voru stofnfélagar 102 að tölu en fjölgaði brátt nokkuð og er nú 110—120. Var mikill áhugi ríkjandi á verkefn- um félagsins og er raunar enn, jirált fyrir óteljandi erfiðleika á þessu sviði, s. s. úlvegun fjárfestingar- leyfa, peningalána, hyggingarefnis o.s.frv. Svo hastar- leg voru þessi vandkvæði, að fyrst nær þremur árum eftir stofnun félagsins var hægt að hyrja á verklegum framkvæmdum. Hafa hingað til fengizt nauðsynleg leyfi og lán fyrir byggingu tvístæðuhúss með 6 íbúð- um. Var byrjað að grafa fyrir grunni þéss I. nóv. 1949, varð fokhelt í júní árið eftir, síðan kom hálfs árs kyrrstaða á verkinu, en nú er farið að vinna jiað á ný í krafti laganna. Húsið stendur við Melliaga nr. 16—18. Áætlað er að húsið kosti fullbúið um 1 millj. kr., og mun ríkisábyrgðarlán nema 70%. Enn er engu hægt að spá um, hvenær framhald verður á byggingum á vegum félagsins, en að öllu skaplegu verður það gert svo fljótt sem eitthvað rýmkast um á þessu sviði. Formaður Byggingasamvinnufélags V. R. hefur frá upphafi verið Carl Hemming Sveins, sem einnig var helzti hvatamaður að stofnun þess. Nokkur tengsl hafa sem fyrrum verið milli V. R. og Verzlunarskóla íslands. Sú stórfellda breyting var gerð á námshag skólans árið 1942, Verzlunar- að hann öðlaðisl réttindi til að skólinn. útskrifa stúdenta. Magnús Jónsson prófessor, þáverandi kennslumála- ráðherra, kvað u])]i úr um þetta stóra metnaðarmál skólans og staðfesti reglugerð þar að lútandi. Voru hinir fyrstu stúdentar útskrifaðir jiaðan vorið 1945, 7 að tölu. Síðan hefur þeim farið fjölgandi ár hvert. Stjórn Verzlunarm.f. Reykjavíkur tók sig til og sæmdi þessa sjö forvígisstúdenta gullmerki félagsins. Þá var upp tekinn sá ágæti siður vorið 1941, að stjórn V. R. bauð 4.-bekkingum skólans til kaffikvölds í félags- heimilinu, í hléinu milli náms og prófs, skýrði þeim frá starfsemi V. R, og öðru þvílíku. Þetta mun síðan liafa haldizt Jiannig á hverju vori. Þá hefur V. R. jafnan á hverju vori varið nokkurri fjárha’ð lil verö- Iaunagjafa við burtfararpróf skólans. Voru þetta framan af fimmtíu krónur en síðari árin sú u])])hæð tífölduð. Nokkrar aðrar nefndir hafa starfað í félagsins þágu en þær, sem áður greinir. Ber þar fyrst að telja heið- ursfélaganefnd, sem Guðmundur J. Breiðfjörð hefur staðið fyrir all- Aðrar nefndir. an þennan tíu ára tíma og lengur. Þá er það fulltrúanefnd Verzlunarráðs Islands. Hún hefur verið þannig ski]>uð: Ásgeir Ásgeirsson frá Fróðá og Frímann Ólafsson 1941, Ásgeir Ásgeirsson og Egill Guttormsson 1942, Frímann Ólafsson og Stefán G. Björnsson 1943—44, Hjörtur Hansson og Oddur Helgason 1945, Guðjón Einarsson og Hjörtur Hansson 1946, Baldur Pálmason og Guðjón Einarsson 1947, Guðjón Einarsson og Gunnar Magnússon 1948, Guðjón Einarsson, Sigurður Egilsson og Sveinbjörn Árnason 1949 (fjölgað í j>rjá) og Guðjón Einarsson. Gunnar Magnússon og Sveinbjörn Árnason 1950. Aðalendurskoðendur félagsins eru hinir sömu og forðum: Einar Björnsson og Þorsteinn Bjarnason. Þar eru nú ekki slegin vindhöggin! Innan félagsins vinna fáeinar fleiri nefndir, svo sem Skúla-nefnd (til að reisa minnisvarða um Skúla fógeta) og minjasafnsnefnd. Hvorug nefndin hefur gert nokkuð fastráðið, utan hin fyrrnefnda hefur að einhverju leyti leitað hófanna hjá listamönnum bæj- arins um fyrirmyndir. Ymislegt fleira mætti til tína, ef út í smáatriði færi. Fátt eitt til viðbótar verður að nægja. Á árshátíð félagsins árið 1947 var vígður nýr fé- lagsfáni, sem hin nafnkunna hannyrðakona Unnur Ól- afsdóttir hafði séð um saum á. Er fáninn gríðar vandaður og eftir því Ymis mál. fallegur og því hin dýrasta eign. Nokkrum sinnum á þessum árum hafa félaginu ver- ið færðar góðar gjafir, auk stórgjafar Thors Jensen. Slepjii ég jió að nefna þær, sem bárust á sjálfu fimm- tugsafmælinu. Árið 1945 færði dr. Guðbrandur Jóns- son félaginu að gjöf forna verzlunarhöfuðbók, trú- 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.