Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 24
fjörugur eins og flestir fundir þá til dags. ViS Hafnfirðingarnir gátum ekki komið því við að sækja alla fundi hjá félaginu, en fórum þó nokkuð oft, bæði á almenna fundi og eins böllin, sem voru mjög vinsæl og menn sóttust mikið eftir að komast á. Ég hafði gaman af því að dansa og dansaði yfirleitt alla þá dansa, sem voru í móð. Fjör var þá mikið og skemmtu menn sér vel, jafnt á fundum sem böllum. Söngmenn góðir voru í félaginu, léttir og kátir, enda oft tekið lagið öllum til mikillar ánægju. Þá var líka mikið um dýrðir á frídegi verzlunarmanna, 2. ágúst. Það var venja framan af að safnast saman við Lækjar- torg og halda svo fylktu liði, bæði gangandi og ríð- andi, inn í Ártúnsbrekku með lúðraþeytara í farar- broddi. Þar skemmtu menn sér við ræðuhöld, leiki, söng og músik. Var jafnan mikil þátttaka í þessum hátíðarhöldum. Svo voru líka skemmtanir haldnar á Landakotstúninu. Þar var reistur stór danspallur, sem skreyttur var lyngi, og svo dönsuðu menn af miklu fjöri fram á morgun. Um helgar efndi Verzlunar- mannafélagið stundum til útreiðatúra, og var þá farið upp í Mosfellssveit, upp undir Esju og hér í nágrenn- ið. Ég hafði yndi af góðum hestum, átti sjálfur gæða hross og tók oft þátt í útreiðatúrum félagsins. L'hombre sem dœgrastytting. — Hvaö unnu8 þér annars lengi hjá P. C. Knudt- zon & Sön og hvaS gerSuö þiö ykkur aöallega lil af- þreyingar í frítímunum, „kollegarnir“ hjá fyrirta’k- inu? — Ég vann í 23 ár við Knudtzonsverzlun eða þar til hún var lögð niður árið 1897. Frítímar voru heldur af skornum skammti þessi árin, nema þá helzt á laug- ardagskvöldum. Spiluðum við þá stundum l’hombre saman Chr. Zimsen, þórður Jónsson, bókhaldari, H. Biering, pakkhúsmaður og ég — allir hjá P. C. Knudl- zon & Sön. Byrjuðum við að spila klukkan 5—6 á daginn og vorum að til miðnættis, en hiifðum þó stutt matarhlé. Hálfrar aldar borgari. — lívaö lók svo viö, þegar þér hœttuS lijá verzl. P. C. Knudtzon & Sön? —- Ég fluttist þá til Krísuvíkur, með konu minni, Ragnheiði Árnadóttur, en þar bjó tengdafaðir minn, Árni Gíslason, sýslumaÖur. Við hjónin bjuggum í Krísuvík um tveggja ára skeið, en fluttum því næst til Reykjavíkur. Hef ég búið þar síðan, eða í röska hálfa öld. Konu mína missti ég árið 1915. Um alda- mótin reisti ég húsið nr. 20 við Laugaveg og byrjaði að verzla þar sjálfur. Hafði ég á boðstólum bæði matvörur og smávörur ýmiskonar. Þá keypti ég fé á fæti á haustin, slátraði og seldi síðan. Einn daginn fékk ég t. d. 100 lömb að morgni, en um kvöldið hafði ég selt allt saman. Ég verzlaði þarna í 5 ár. og gekk verzlunin vel. Dag nokkurn kom Christian Zimsen að máli við mig og bað mig blessaðan um að koma í vinnu til sín. Hann var þá orðinn afgreiðslumaður Sameinaða gufu- skipafélagsins í Reykjavík. Ilafði maður nokkur, er hjá honum vann, látizt, og vantaði hann nú tilfinn- anlega mann í skarðið. Ég átti Christian Zimsen margs góðs að gjalda, og varð ég við ósk hans. Seldi ég Siggeir Torfasyni húsið, en hann seldi það síðan aftur Kristínu Sigurðardóttur, sem hóf þar verzlunar- rekstur. Það var árið 1905, sem ég hætti að verzla og fór þá þegar að vinna hjá Sameinaða. Mikið var að gera oft á tíðum hjá Sameinaða. Þá hafði félagið þrjú millilandaskip í ferðum, Lauru, Botníu og Zeres. Strandferðaskipin voru hinsvegar tvö, Skálholt og Hólar. Vann ég óslitið hjá Sameinaða til ársins 1932, eða í 27 ár. Það ár lézt Christen Zimsen, sonur Christian, en ég hafði unnið með honum í fjölda mörg ár. Vorum við Christen mjög nánir vinir. Sama er að segja um bræöur hans, Jes og Knud. Var. líkast því sem ég væri einn af bræðrunum. Um svijiað leyti og Christen féll frá var sjón mín orðin svo döpur, að ég varð að hætta vinnu. Hef ég nú haft langa hvíld síðan. Þannig fórust Pétri Jónssyni. eina eftirlifandi stofn- anda Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, orð um hinn langa starfsferil sinn í verzlunarstélt. Um leið og ritstjóri blaðsins kvaddi Pétur, hagræddi gamli maðurinn sér í stólnum, kveikti í vindli og bætti við að lokum: — Aklrei hafði ég látið mér detta í hug, að ég ætti eftir að verða eini stofnandi V. R., sem á lífi yrði, þegar félagið fyllti 60. árið. En svona er nú það; enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Frjáls verzlun óskar Pétri Jónssyni til hamingju með afmælið. Megi þessi aldni félagi lifa heill um ókomna ævidaga. N. S. Myndir á bls. 13, 14, 15, 16, 17, 19, 29, <>£ 30 eru teknar af S. Vignir. — Skop- myndaopnuna hefur Halldór Pétursson teiknað. 24 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.