Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 30
Var sérstaklega vel og rösklega unnið að samningun- um, því 18. janúar 1946 voru þeir undirritaðir, eða nokkrum dögum áður en félagsmenn héldu hátíðlegt 55 ára afmæli V.R. Þeir menn, sem hér lögðu hönd á plóginn unnu alveg sérstakt hrautryðjendastarf, sem vel er þess vert að haldið sé á lofti. Að vísu voru nokkrir gallar á samningnum, og það mun launakjaranefndinni hafa verið vel ljóst, en kostir lians voru veigameiri, því með samningi þessum fékkst full viðurkenning fyrir samningsrétti verzlunarfólks. Auk þess sem ska])aður var grundvöllur fyrir launagreiðslur hinna ýmsu starfsflokka, voru ýms ákvæði í samningnum sem vert er að geta hér. Má þar nefna ákvæði um greiðslu fyrir yfirvinnu, ákvæði um greiðslu launa fyrir vissan fjölda veikindadaga á ári, svo og rétt launþega til þess að fá fyrri atvinu sína aftur svo fremi að veik- indafjarvist hans næmi ekki lengri tíma en þrem mán- uðum. Þá var félagsmönnum V.R. tryggður forgangs- réttur til atvinnu hjá samningsaðilum og fleira mætti nefna þessu líkt. Nú skal farið fljótt yfir sögu næstu árin. Árið 1946 er unnið að því að fá breytingar á lokunartíma sölu- l)úða og ,-krifstofa, og var samkomidag þar að lútandi undirskrifað 24. okt. 1946. Sumartíminn í verzlunum, þ. e. lokun kl. 12 á hádegi á laugardögum og kl. 7 e. h. á föstudögum lengdist um einn mánuð. Á að- fangadag jóla og gamlársdag skyldi lokað kl. 1 e. h. í stað kl. 4 e. h. í stað þess að hafa opið til kl. 12 á miðnætti tvo daga fyrir jól, skyldi nú aðeins opið einn dag til kl. 12 og einn dag til kl. 10 e. h. Sumar- tími á skrifstofum lengdist einnig um einn mánuð. Um sumartímann skyldi skrifstofum lokað kl. 6 e. h. á föstudögum í stað kl. 7 e. h. og um vetrartímann kl. 5 e. h. í stað kl. 6 e. h. Á aðfangadag jóla og gamlársdag skyldi lokað kl. 12 á hádegi í stað kl. 3 e. h. Jafnframt því sem þessar breytingar voru sam- þykktar var einnig samþykkt að framlengja samn- ingana frá 1946 til 31. desember 1947. Það er rétt að geta þess hér, að talsvert þras varð um þetta mál innan bæjarstjórnarinnar, þegar það átti að fá stað- festingu þar. Málsvörum húsmæðranna þar þótti að þessi stytting vinnutímans hjá verzlunarfólki yrði þess valdandi að þær gætu ekki lokið innkaupum sínum áður en verzlunum yrði lokað. En sem betur fór fékk málið þá afgreiðslu sem til var ætlast, og má það eink- um þakka tveim forsvarsmönnum málsins á þeim vett- vangi, þeim Hallgrími Benediktssvni og Sigfúsi Sig- urhjartarsyni. í ársbyrjun 1948 voru á ný teknar uj)p samninga- Fulltrúar launþogadeildanna. Frá vinstri: lijarni Halldórsson, sölumannadcild, Björgúlfur Sigjiirðsson, af^reiðslumannadeild o« . Njáll Símonarson, skrifstofumannadeild. umleitanir við atvinnurekendur, og fór svo að nýir samningar voru undirritaðir hinn 3. marz 1948. Helztu hreytingar frá fyrri samningi voru þær, að grunn- laun lægstu launaflokkanna voru nokkuð hækkuð. Um sumarleyfi voru gerðar þær breytingar, að það starfsfólk, sem unnið hafði við verzlunarstörf hjá sama fyrirtæki 15 ár eða lengur, fékk nú auk hinna ákveðnu 12 daga, 6 virka daga í viðbót. Vinnutími í sölubúð- um var ákveðinn 48 stundir á viku í stað 52 áður, og auk þess ákvæði um útborgunardag launa og launa- tryggingu í veikindaforföllum. Þessi samningur gilti til 1. jan. 1949. Árið 1949 voru samningarnir framlengdir óbreytt- ir að öðru leyti en því, að samið var sérstaklega um uppbótargreiðslu á laun samkvæmt samningnum. Upp- bót þessi nam 8%%, eða sem svaraði einum mánað- arlaunum, og var hún miðuð við það, að opinberir 30 FRJÁiLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.