Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 5
Tli. Thorfiteinsson, fyrsti form. V.R. Thorsteinsson, Ditlev Thonisen, Matthias Johanneson, Þorlákur 0. Johnson og Johannes Hansen verzlnn- arstjóri. Undirbúningsnefndin kallaði siðan saman fund á veitingastað Þorláks 27. janúar lil þess að ganga frá lögum félagsins og endanlegri stofnun j>ess. Á fundi þessum var lagafrumvar]) nefndarinnar í öllu veru- Iegu samj>ykkt óhreytt og félagið þar með stofnað. Stofnendur félagsins voru 33 að tölu. Voru 22 þeirra verzlunarmenn, 5 kaupmenn, 3 verzlunarstjórar, 1 veilingamaður, I kennari og 1 póstritari. Af stofn- endum félagsins er nú aðeins einn á lífi, Pétur Jóns- son, lil heimilis hér í Reykjavík. Á næsta fundi í félaginu, er haldinn var 4. febrú- ar, var kosin stjórn fyrir félagið. Hlutu kosningu Th. Thorsteinsson formaður, Ólafur Rósenkranz skrifari, Matthias Johanneson féhirðir, Ditlev Thom- sen og Ludvig Hansen meðstjórnendur. Á þessum sama fundi gengu þrír nýir menn í félagið. I árslok 1891 voru meðlimir félagsins orðnir 42 að tölu. VöXlurinn var ekki ör fyrslu 28 árin. Hæst komsl félagatalan upp í 124, en lægst 26 árið 1918. Fyrstu starfsárin. Félagið fór í mörgu vel al ,-tað. Fyrirlestrar voru haldnir, fyrsta árið reglulega og margir, en brátt fór að draga úr þeim. unz jieir hættu með öllu. Tilraunir voru gerðar til að halda uppi íjn'óttastarfsemi innan félagsins fyrstu árin, en Jjað blessaðist ekki. Aftur á móti var bókasafn félagsins strax mikið notað, og var töluverðu fé árlega varið til kaupa á blöðum og hókum. Helzt sú starfsemi um fjölda ára, og kom félagsmönnum að miklu gagni. Bókavörzlunni var svo varið, að bókavörður var við á hverjum fundi. sem haldinn var, og þeir voru margir,. meðan ^pila- rnennskan var við líði, og afgreiddi hann j)á og hafði skipti á bókum félagsmanna. Skemmtanastarfsemin varð strax mikil og lengi vel voru haldnir fundir 14. hvern dag, og var jrá spilað og teflt á ýmis konar töfl. Þessir fundir voru að jafn- aði fámennir. Félagið gekkst einnig fyrir kvöldskemmtunum, sem voru mjög fjölbreyttar, enda jróttu þær bera langt af öðrum slikum samkomum hér. Jólatrésskemmtanir fyrir félagsmenn og börn voru strax í upphafi teknar upp, og árið 1896 var sá sið- ur tekinn upp að halda jólatré fyrir fátæk börn og gefa þeim gjafir, og hélzt Jjað um l’jölda ára. Þá voru á hver.ju áfi haldnir nokkrir dansleikir fyrir félagsmenn og gesti, venjulega í sambandi við almenna skemmtun, Verzlunarmannafélagið tók þátt í hinum svonefndu þjóðhátíðahöldum, sem tíðkuðust nokkur ár um og eft- ir aldamótin. Fyrsti frídagur verzlunarmanna var haldinn hátíðlegur í Ártúnum 14. ágúst 1895. V.R. átti mikla hlutdeild í að koma Verzlunarskól- anum á fót árið 1905, ásamt Kaupmannafélaginu. ---- ------------------:----—— ----------:----—-X VEBZLUNABMANNAFJKLAG KEYKJAVÍKUB. Fundur var haldinn 4. 1». ni. í hótel Reykjavík til að. kjósa stjórn. I»essir hlutu kosnin«;u: formaður Tli. Tlior- steinsson, skrifari Ólafur Rósinkranz, gjaldkeri Matth. Johannesson, meðstjórnendur Ditl. Tliomsen og Rudvift' Hansen. Fjelagsstofnun þessi er eitt af því, sem hað á heima um, að furða sje að hún skuli ekki hafa verið byrjuð löngu fyr; ]>örfin ojí nytsemin er svo áþreifanleK. Fkki sízt hlýtur það að lijíjíja liverjum manni 1 aujíum uppi, hve mikilsvert gctur verið fyrir verzlunarstjettarinenn að eiga þar athvarf, sem fjelají þetta er ojí st.jórn ]>ess, til að komast að atvinnu, eptir því sem hver hefir verðleika til ojí honuin er hentast. Má og ftjöra ráð fyrir liins vesar, að verzlunaratvinnuveitendum, kaupinönnum, ]»yki sjer haffræði í því, að «;eta leitað til fjelajísstjórnarinnar, ef þeir þarfnast manns, með vissri von um áreiðanlega loið- beiniiifíu o/í milligöngu. Samkomur fjelagrsmanna. ættu ojí að geta orðið þeim til mikils góðs á ýmsan liátt samkvæmt tilgangi laganna (sjá Isaf. 28. f. m.), og má þar til nefna fyrst og; freinst fræðandi og; örvandi fyrirlestra; er von- andi, að þeir, sem til þess eru færir, liggi eig;i á liði sínu ineð þann mikilsverða stuðning- við fjelagið, einkanlega meðan það er í bernsku og þarfnast mest alle þess, er orðið getur til að veita þvf vöxt og viðgang. ÍSAFOLD — 7. febrúar 1891. ______________________________________________J FRJÁLSverzlun '5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.