Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 37
allir sammála hvaða leið skyldi valin. Var rætt um nýbyggingu í samfélagi með öðrum félögum verzlun- arstéttarinnar, eða kaup á húseign með sömu aðilum ella félagið sjálft byggði eða keypti húseign. Þegar tilboðið í Vonarstræti 4 kom fyrst til félags- stjórnarinnar voru aðeins fjórir af sjö stjórnarmeð- limum meðmæltir kaupunum, en síðar allir. Á tveim félagsfundum var málið rætt af ákafa og hita miklum. Að lokum fór svo að kaupin á Vonarstræti 4 voru samþykkt með fjögurra atkvæða meiri hluta. Einn ræðumanna, sem mælti mjög á móti kaupunum ósk- aði nafnakalls við atkvæðagreiðslu með þeim ummæl- um að þeir, sem væru andvígir kaupunum yrðu ekki síðar dregnir fyrir lög og dóm almenningsálitsins fyr- ir að fleygja fé félagsins á glæ. Sá hinn sami kom síð- ar á félagsheimili V.R. og lét í ljós ánægju yfir sigrin- um, sem unnizt hafði yfir honum og öðrum andstæð- ingum félagsheimilisins. Tveir ágætir félagsmenn skildu við félagið þegar þetta spor var stigið og komu aldrei í félagsheimilið. Nú mun enginn sá félagsmaður, sem ekki fagnar þeim áfanga, sem náðist með kaupunum á Vonarstræti 4 fyrir 146 þús. kr. og stofnun félagsheimilis verzl- unarmanna þar í hjarta horgarinnar. í öðru lagi minn- ist ég baráttunnar fyrir bættum launakjörum verzl- unarmanna. Sú barátta hófst með skipun fyrstu launakjaranefndar félagsins 1937 og hefur haldið áfram síðan. En markverðasti áfanginn á þeirri leið náðist þegar fyrsti launakjarasamningur félagsins var undirritaður 1946. Ilafði stjórn og launakjaranefnd unnið að samningagerð þessari árum saman og ávallt í góðu samkomulagi við Verzlunarráð íslands. En ))essi starfsemi V.R. hefur án efa átt einna mestan þátt í eflingu félagsins og meðlimafjölgun. Með virkri þátttöku að bættum kjörum verzlunarfólksxns vann félagið hug og trú hins unga verzlunarfólks. Og með- an verzlunarstéttin i einu félagi tekst að miðla mál- um, er V. R. í forystu íslenzkra stéttarfélaga og til fyrirmyndar. í þriðja lagi vil ég nefna hér liina stórhöfðinglegu gjöf Thor Jensen til félagsins í sej)t. 1943, að upp- hæð kr. 50 þús. til stofnunar sjóðs, er á að verða ung- um og efnilegum verzlunarmönnum til námsstyrktar. Síðar bætti Thor Jensen við sjóðinn kr. 30. þús. Þessi gjöf, sem var mikil að fjárhæð og meiri að drengskaj), varð okkur stjórnarmönnum til óblandinnar gleði og uj>pörfunar í starfi okkar fyrir verzlunarstéttina. Verzlunarmennt er verzlunarmáttur. Með hinum nýja sjóði var hafinn nýr þáttur í menntunarsókn verzlunar- stéttarinnar að frumkvæði þess manns, sem hæst hef- ur borið í atvinnusögu þjóðarinnar. Þess vegna var þessum sjóði vel fagnað, en fleiri eiga hér að leggja árar í bát til eflingar Námssjóði Thors Jensen. Hann j>arf að eflast svo, að hann verði jafn athafnasamur og stofnandi hans, og verða mörgum að liði og öllum að verulegu gagni. Ég hef minnst hér nokkurra atriða úr sögu síðustu ára Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Margt fleira mætti nefna. En að lokum vil ég segja, að eins og ég hafði vantrú á V. R. í fyrstu hefur mér alltaf þótt vænt um félagið síðan ég gerðist félagi. Ég hef kynnzt þar góðum mönnum, sem vilja félaginu og verzlun- arstéttinni í heild frama og framtíðarheilla. Undir þá ósk tek ég af heilum hug og vona að Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur eigi ávallt fyrir stafni háleitt mark og mörg yerkefni að leysa til heilla og hamingju borg sinni og allri íslenzkri bvggð. Verzlunarskólinn og V.R. Framhnld aj bls. 27. Okkur, sem við skólann vinnum, er það ljóst, að enn eru ýmsir agnúar á framkvæmd þessara mála. Við vildum fegin hafa J)ar úr meiru að sj)ila, úr fleiru að velja og meira húsrými undir allt þetta starf. Húsnæðisskorturinn er nú versti hemillinn á starfi skólans og góð ár til úrbóta voru látin fara forgörð- um. Allt um það hefur starf skólans aukizt og aðsókn- in vaxið, og atvinna enn verið næg fyrir útskrifaða nemendur. Tilraunir hafa verið gerðar til þess nú seinustu árin, að safna aftur fé til skólabyggingar og J)ó að ýmsir hafi brugðizt þar ágætlega við, hefur þetta starf ekki borið þann árangur, sem til var stofnað og vonað var, enda breyzt nokkuð árferði og afkoma. Þörfin á úrbótum og framkvæmdum í húsnæðismálum skólans er samt aðkallandi. Þó að ég hafi verið beðinn að skrifa eitthvað um öll þessi mál, get ég ekki rak- ið þau nánar og skal að engu sakast um orðna hluti. Hitt er nú meira vert að horfa fram á leið og vona skal hins bezta. Jafnframt má J)akka marga vinsemd og margskonar liðveizlu, sem Verzlunarskólinn hef- ur notið, m. a. frá Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur. Fyrir það og fyrir margvísleg störf félagsins til nytsemdar og skemmtunar þakka ég og óska félaginu allra heilla og alls góðs til nýrra átaka og fram- kvæmda. FRJÁLS VER2LUN 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.