Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 13
Núverandi stjórn V.K., starfandi nefndir Sitjandi í. v. Þórir Hall, Einar Elíasson, Sveinbjörn Árnason, arson, Gunnar Magnússon og Ólafur Steíánsson. Miðröð: Jón Eiríksson, Egill Guttormsson, Björgúlfur Sigurðs Helgason og Sigurður Árnason. Efsta röð: Hjörtur Hansson, Erl. Ó. Pétursson, Fríðþjófur Ó. marsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson og Bjarni Halldórsson 011 árin hefur félagið gengizt fyrir jólatrésskemmt- unum fyrir börn félagsmanna, svo sem orðin er rót- gróin venja. Framan af voru þær haldnar í félags- heimilinu 6 daga í röð, en síðan var farið að leigja stærri hús til þess arna, og er þá hægt að koma þeim fyrir á 2 dögum. Árið 1944 voru þessar skemmtanir haldnar í Listamannaskálanum en síðan 1947 í Sjálf- stæðishúsinu. Árlega sækja skemmtanirnar 600-—700 börn. Auk þess, sem hér að ofan getur, hafa stjórnir og skemmtinefndir félagsins beitt sér fyrir nokkrum skemmtunum fyrir félagsmenn ár livert. Hafa þær oft- ast verið vel undirbúnar og framkvæmdar, og þess- vegna vel sóttar. í tíð núverandi formanns haí'a verið haldnar í Sjálfstæðishúsinu allmargar kvöldvökur með fjölbreytilegum skemmtiefnum og dansi á eftir, og hafa þangað komizt færri en vildu. Nokkurt lát hef- ur orðið á þessu nú upp á síðkastið. Formenn skemmtinefnda hafa verið þessir: Hjörtur Hansson árin 1941—42, Guðmundur Bl. Guðmundsson og fyrrvcrandi formcnn, scm á lífi eru: Guðjón Einarsson, Indriði Bogason, skrifst.stj., Njáil Símon- son, Geir Fenger, Haíliði Andrésson, Ólafur Finsen, Oddur Johnson, Pétur Nikulásson, Daníel Gíslason, Magnús Valde- Á myndina vantar nokkra menn. 1943, Jóhann Möller 1944, Ólafur Sveinsson 1945, Hjalti Geir Kristjánsson 1946—47, Hafliði Andrésson 1948—49 og Kristinn Þórarinsson 1950. Núverandi formaður er Pétur Ó. Nikulásson. Allan tímann hefur félagið starfrækt sérstaka skrif- stofu í húsi sínu, Vonarstræti 4, og eru þar innt af hendi margvísleg störf í félagsins þágu, s. s. bókhald félagsins og sér- Skrifstofa sjóða, innheimta árgjalda og áskrift- félagsins. argjalda „Frjálsrar verzlunar“, af- greiðsla tímaritsins og öflun auglýsinga í það, fyrir- greiðsla félagsheimilisins, gefnar upplýsingar um framkvæmd kjarasamningsins, séð um félagsauglýs- ingar, fundarboðun og aðrar bréfaskriftir o.m.fl., sem of langt yrði upp að telja. llekstur félagsins, eins og umstang þess er nú orðið mikið, væri óhugsandi án slíkrar skrifstofu, og á þangað erindi fjöldi manns á degi hverjum. Njóta félagsmenn þar ágætrar fyrir- greiðslu Indriða Bogasonar, sem verið hefur skrif- stofustjóri félagsins síðan 1939. Honum til aðstoðar FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.