Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 1

Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 1
Krislindómur og frelsi Um grýtta lei3 aldagamallar harðstjórnar, kúgunar og áþjónar heíir mann- kynið' gengið, unz vestrænn heimur hefir náð þeim áfanga, sem náðst hefir. Eg er ekki að halda því fram, að hið fulla lýðfrelsi sé fengið á Vesturlöndum, vér þurfum lengi að berjast enn. En mikill meiri hluti æskulýðsins á Vesturlöndum byggir framtíðarvonir sínar á því, að lýðræði og lýðfrelsi fái að halda áfram að þróast og að menn fái að njóta þess frelsis, sem það veitir. Hvaðan eru hugmyndir vorar um lýðfrelsi og lýðræði fengnar? Það er vert að spyrja þess. ÞÆR ERU KRISTINN ARFUR. Þær hafa fæðst og þróast með kristnum þjóðum. Raunar varð kristin trú snemma fyrir miklum áhrifum frá forngrískri menningu, og um þjóðskipulag höfum vér tekið margt í arf frá grísk- rómverska heiminum. En trú vor á frelsið og krafa vor um frelsi er eigi að síður fyTst og fremst kristinn arfur. Rök þess eru þau, að kenning Jesú Krists um manninn, manneðlið, gildi mannsins eru önnur en annarra trúarbragða. Einn af öllum trúarbragðahöfundum mannkynsins kenndi Jesú frá Nasaret, að svo væri mannsálin dýrmæt, að ekkert gjald yrði gefið fyrir hana, svo dýrmæt, að það stoðaði manninn ekkert að eignast allan heiminn, ef hann biði tjón á sálu sinni. Og þessi kenning hans átti rætur sínar í þeirri trú meistarans, að maðurinn væri Guðs barn, barn hins eilífa, almáttuga Guðs. ★ Áhrif þessarar kristilegu manngildishugsjónar hafa orðið geysileg. Þau hafa orðið aflvaki margra þeirra verðmæta, sem vestræn menning er byggð á, og undan rótum hennar er runnið vestrænt lýðræði, sem hvergi hefði getað fæðst, nema í kristnum heimi. ★ Hin kristilega lotning fyrir lífinu, virðingin fyrir mannhelginni, kenning Jesú frá Nasaret um ómetanlegt gildi einstaklingsins er móðir lýðræðisins. Valdbeiting harðstjóranna, kúgun einræðisherranna er ósamrýmanleg þessari meginkenningu Jesús. Þessi verðmæti eru í hættu, og sú er hættan ískyggileg- ust, sem stafar af afkristnun vestrænna þjóða. Ef einstaklingar eða þjóðir hverfa frá kirkju og kristni, glatast sú hollusta við æðri hugsjónir, sem verður að hafa taumhaldið á glæstum fáki frelsisins, ef vel á að fara. Einræðisríkið getur staðizt án Guðs, hve lengi veit raunar enginn af oss, en guðlaust lýðræði, sem orðið er viðskila trú og siðgæðishugmyndum Jesú Krists, er ofurselt dauðanum. Það tortímir sjálfu sér. Séra Jón Auðuns.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.