Frjáls verslun - 01.12.1954, Qupperneq 9
legir og til einskis nýtir. Tjörnin var helzti — og
raunar eini leikvöllur Reykvíkinga, fyrst og
fremst barna og unglinga og því næst fjölda
margra fullorðinna, bæði karla og kvenna. Var
það framar öllu skautaíþróttin, sem dró menn
þangað, bæði unga og gamla. Skemmtanalíf var
þá ekki margbreytilegt og skautahlaup miklu
almennara en síðar var „miðað við fólksfjölda“.
Auk þess var það meir en ómaksins vert að
bregða sér niður á Tjörn til þess að sýna sig og
sjá aðra, því þar sem fjöldinn kernur í þeim er-
indum og allir þekkjast, fer ekki hjá því, að
margar verða ánægjustundirnar.
Pétur var snemma góður skautamaður og
skaraði jafnvel fram úr flestum eða öllum þegar
fram í sótti. Hann eignaðist líka „Hagan“-
skauta norska, kjörgripi mikla og dýra eftir því.
A þeim skautum lék 'hann fáséðar listir, „herre-
sving“, jafnt aftur á bak og áfram og annað
fleira, sem hann kann ekki að nefna nema með
útlenzkum orðum hásérfræðilegum. Hann var
líka fljótur á sprettinum og vann stundum verð-
laun í hraðhlaupakeppni við aðra stráka, fimm
aura og þaðan af meira. Eitt sinn var það, að
Pétur var svo heppinn, að skæðasti keppinaut-
ur hans missti af sér hattinn (harðan hatt), lilaut
að snúa aftur til að elta hattinn og tapaði auð-
vitað veðhlaupinu. Þá varð Friðrik Hallgríms-
son (síðar dómprófastur) fyrstur í hlaupi karla,
en Sigríður Björnsdóttir (ritstjóra) snjöllust í
keppni kvenna.
Fótboltafélag Reykjavíkur stofnað.
Síðustu árin fyrir aldamótin var hér maður
nokkur skozkur (prentari), sem Ferguson hét.
Hann kenndi ungum mönnum fótbolta og leik-
fimi. Var Pétur framarlega. í flokki lærisveina
Fergusons. Urðu þeir bræður, Þorsteinn og Pét-
ur, góðir fótboltamenn og stofnuðu með öðrum
hið fyrsta fótboltafélag í bænum „Fótboltafélag
Reykjavíkur“. Upp úr því varð síðan Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur, KR, sem lifir góðu
lífi fram á þennan dag, og er Pétur heiðursfé-
lagi þess.
Allt var harla ófullkomið í fyrstu. Völlurinn
á melunum — þar sem íþróttavöllurinn er nú —
var ógirtur, ósléttur, grýttur og holóttur og illa
strikaður. Var vegartroðningurinn suður á Skild-
Pctur scm Radames í ó'pcrunni „Aida“.
inganesið bezti hluti vallarins. Jafnvel stærð
hans var með öllu óákveðin, því takmörk voru
sett af handahófi, sín í hvert skipti. Flestir sém
íþróttina stunduðu voru krakkar og unglingar.
Enginn átti knattspyrnustígvél. Var fótabúnað-
ur með margvíslegu rnóti; sumir jafrivel á kú-
skinns- eða selskinnsskóm, og mun þá boltinn
ekki hafa. verið þægilegur viðureignar, einkum
þegar hann var rennblautur upp úr pollunum.
Knötturinn, sem þá hét fótbolti, var áreiðanlega
af ódýrustu gerð, oft linur og gúlóttur. Sá þótti
rnestur maðurinn, sem lengst gat sparkað, hvern-
ig sem á stóð, eða vaðið í gegnum fylkingu með
boltann og þjösnazt einhverri veginn áfram með
harin í „gu]lið“ hjá hinum. Lögin höfðu þeir
reyndustu í höfðinu, en fé var ekki fyrir hendi
til að kaupa þau prentuð á 5 aura. Unglingar
FR.TÁIS VEUZLUN
109