Frjáls verslun - 01.12.1954, Blaðsíða 12
nokkuð víða, og léku stúlkurnar helzt á þá.
Langspilið var fyrir löngu lagt niður, enda mun
það aldrei hafa verið merkilegt hljóðfæri.
Nokkuð' var öðruvísi ástatt með sönginn. Is-
lendingar hafa alltaf haft góð sönghljóð, og gam-
an þótti þeim að taka lagið, og var það hin helzta
skemmtun í samkvæmum, ekki sízt í brúðkaups-
veizlum. I kirkjunum var sálmasöngur fastur
liður í guðsþjónustunni, og var sá söngur stund-
um nokkuð skrykkjóttur áður en orgelin komu
í kirkjumar. Þótti sá mestur listamaðurinn í
þeirri grein, sem mest hafði hljóð'in og beljaði
svo hátt að tók yfir allar aðrar raddir í kirkj-
unni.
Lærðir söngmenn voru þá svo fáir á landi
voru, að telja mátti þá á fingrum sér — og þurfti
víst ekki alla fingurna til. Og enginn hafði söng
að atvinnu, því enginn söngmaður myndi nú
kannast viðþá sem kollega, Einar söng og Gvend
dúllara, þó þeir skemmtu fólki með söng sínum
og héldu sér uppi á því á flakkaraferðum sínum
um landið.
Af öllum tónmermtum var kórsöngur lengst á
veg kominn, þótt sitthvað mætti að honum
finna, svo sem það, að allir söngtextar voru út-
lendir, einkum sænskir, en fæstir kunnu að fara
þolanlega með það mál og hver hafði sinn fram-
burð, jafnvel í sama söngflokknum. Lögin voru
langflest útlend sem eðlilegt var, því innlend
sönglög voru ekki til ,svo heitið gæti; lögin voru
flest hver sænsk, en önnur norræn lög innan um
og ef til vill einstaka þýzkt lag. Voru lög þessi
fengin úr prentuðum nótnabókum, raddsett og
tilbúin til söngs. Voru mörg þeirra mjög falleg
og vaíulegur ávinningur að fá þau inn í landið,
enda urðu fjöldamörg þeirra landsþekkt og á
allra vörum undir eins.
Ólafur Haukur Ólafsson, stud. med.:
I veiðikyrrð
Lognaldan breiðist hægt á hrjúfa ströndu.
Hringgárar inni á víkum lyfta öndu.
Nú mætti reyna að ná í eina bröndu.
Þarna er stöng, og hérna hjól og lína.
Hallast að steini gömul veiðiskrína.
Bíður í skugga og mosa maðkatína.
Öngull er beittur, agnið vatnið hittir.
Undir er kvikt, á sporð og ugga glyttir.
Allt er það gott, sem geyma mínir pyttir.
Snöggvast er nartað, svo er lagzt í línu.
Lítils má fiskur sín gegn taki mínu.
Vonlaust hann hamast fyrir fjöri sínu.
Urriði og bleikja, æsku minnar vinir.
Ykkur með táli veiða mannsins synir.
Svona er ég einnig, engu betri en hinir.
Umhverfið, veðrið, veiðin hrífa hjarta.
Hraunið og kjarrið öllum litum skarta.
Flýgur hver stund sem fugl við vatnið bjarta.
Slóða úr fjöru labba lúnir fætur.
Af lyngi og reyni stígur ilmur sætur.
Dreymir mig silung aliar næstu nætur.
m
FKJÁLS VEIIZLUN