Frjáls verslun - 01.12.1954, Side 17
Prá liönum dögum-
Samaslaður
næturvarðanna
var undir
veggjum
Landsbankans
GuSm. Stefánsson, 1'órSur Geirsson, Kristján Jónasson og Utajur Magnússon.
Flestir Reykvíkingar og margir aðrir kannast
við' Þórð Geirsson, fyrrverandi lögregluþjón. —
FRJÁLS VERZLUN átti nýlega tal við liann
og bað hann segja lesendum blaðsins eitthvað
frá því, sem á daga hans hefur drifið.
Hvenær og livar ertu jæddur?
Ég er fæddur 4. ágúst 1877 að Bjarnastöðum
í Grímsnesi, að því er kirkjubækurnar segja
og verður maður víst að halda sig við það. Til
Reykjavíkur fluttist ég alkominn árið 1901.
Iívaða störf stundaðir þú?
Fyrst var ég til sjós á þilskipum, en síðan
vann ég í Slippnitm við hampþéttun skipa og
köfun. Starfaði lengi sem eini kafarinn hér, því
að Ársæll Sigurðsson var þá á björgunarskipinu
Geir. Ekki höfðum við kafararnir þá talsamband
við aðstoðarmenn okkar eins og nú tíðkast. Eina
samband okkar við þá var lína og kipptum v\ð
í hana eftir þar til gerðu merkjamáli.
Hvenœr gerðist þú svo lögregluþjónn?
Upphafið að löggæzlustöríum mínum var það,
að ég varð fyrsti næturvaktmaðurinn í Slippn-
um. Eg var við það frá því í byrjun september
til loka desembermánaðar 1907. Þá bauðst mér
gæzlustarf hjá kaupmönnum í Hafnarstræti og
var ég þar til aprílloka 1908. Starf þetta var
alltaf lagt niður að sumrinu.
Þegar ákveðið var að íjölga næturvörðunum
í lögreglunni um einn (í fjóra) frá og með 1.
janúar 1908, þá sótti ég um það starf, en fékk
ekki. Sá, er hlaut stöðuna, sagði henni svo upp
frá 1. júní sama ár. Þorvaldur Björnsson yfir-
lögregluþjónn lagði að mér að endurnýja um-
sókn mína, en þegar ég neitaði því, þá endur-
nýjaði hann hana sjálfur, og var ég ráðinn.
Næstu 13 ár gegndi ég svo lögreglustörfum á
næturnar. Þá voru vaktaskipti ekki byrjuð. Ef
ekkert sérstakt var um að vera, þá hófst starfið
kl. 10 á kvöldin og lauk kl. 7 að' morgninum.
Skeði nokkuð sérstakt mn jólin á meðan þú
varst á þessari vakt?
Nei, þá var allt með kyrrum kjörum eins og
vera ber á þessari hátíð friðarins.
Rabbað við Þórð Geirsson fyrrverandi lögregluþjón
FRJÁLS VERZLUN
117