Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 26
EDISON
Mesti velgjörðarmaður mannkynsins
' ■-i'.
Þegar Thomas Alva. Edison fæddist í þennan
heim, átti læknirinn að hafa hvíslað að föðnr
hans: „Það er allt :;of stórt höfuðið á drengnum.
Allt of stórt! Það er hætt við, að heilinn sé eklci
rétt skapaður. Mér lízt ekki á það.“ Og læknir-
inn kvaddi og fór. Hann hafði gert skyldu sína.
Þessi orð læknisins bárust út smátt og smátt.
Og þegar drengurinn stálpaðist, virtist mörgum
sem spáin ætlaði að rætast. Þetta fór þó á annan
veg, og allar hrakspár bernskuáranna voru
gleymdar og grafnar með framtaki og hugvits-
semi þess manns, sem allt mannkynið átti eftir
að standa í ómetanlegri þakkarskuld við.
Edison var uppfinningamaður í orðsins fyllstu
merkingu; sennilega sá lang afkastamesti, sem
nokkurntíma hefur uppi verið. A þeim 84 árum,
sem hann lifði, voru honum veitt hvorki meira
né minna en 1097 einkaleyfi af Einkaleyfisskrif-
stofu Bandaríkjanna, allt frá grammófóninum
til litla vartappans, sem vakir yfir rafstraumi
heimila okkar.
Á hátindi sköpunarferils síns lét Thomas
Edison þessi orð falla: „Heitasta ósk mín er að
gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að
losa fólk undan þrældómi og skapa því eins
mikla hamingju og velmegun og föng eru á.
Á þessu ári, 1954, höldum við hátíðlegt
„demantsafmæli rafljóssins“, en nú eru liðin
75 ár frá því Edison fann upp glóðarlampann.
Þessi lampi, sem fullgerður var 21. október 1879,
varð brautryðjandi rafljóssins og orkuiðnaðar
nútímans. Hann skapaði bjartari heimili, verk-
smiðjur, skóla og sjúkrahús; gerði götur og þjóð-
vegi öruggari og skapaði aukna möguleika til
lesturs og náms.
Á þeim tímum, þegar gas, olía og kerti voru
það helzta, sem notað var til lýsinga, má segja,
að glóðarlampi Edisons hafi hleypt sólskini inn
í húsin.
Tveimur árum áður, 1877, hafði hann fundið
upp grammófóninn, en einkaleyíi á honum var
veitt 19. febrúar 1878, aðeins átta dögum eftir að
Edison varð 31 árs. Þegar hann var spurður að
því á fullorðinsárum sínum, hver uppáhalds upp-
fyndning hans væri, nefndi hann ávallt grammó-
fóninn. Á meðan Edison vann að uppfinning-
um sínum, skrifaði hann í dagbók sína: „Það
leikur enginn efi á því, að ég mun geta tekið
upp rödd manna og endurvarpað henni sjálf-
krafa á hinn fullkomnasta hátt, hvenær sem er.“
I dag getum við keypt hljómplötur, er endur-
varpa röddum manna, sem eru löngu dánir.
Árið 1889 fann Thomas Edison upp kvik-
myndatöku- og sýningarvélina.. Mönnum. kann
að þykja það harla ótrúlegt, að fyrsta kvikmynd-
in, sem Edison framleiddi, var talmynd, þar sem
þöglu myndirnar voru yfirleitt sýndar um langt
árabil áður en tal og tónn var upp tekinn. I
þessari fyrstu kvikmynd lians var aðalhlutverk-
ið tónlistarmaður, sem lék á fiðlu, og var tónlistin
jafnframt tekinn upp á Edison-grammófón. Um
leið og kvikmyndin var sýnd, var tónupptakan
samræmd við allar hreyfingar eins og þær birt-
ust á léreftinu.
Samfara þróun glóðarlampans urðu margs-
konar vandamál á vegi hins unga uppfinninga-
manns. Hann sá fram á það, að fáir menn höfðu
efni á því að hafa einkarafstöðvar fyrir heimili
sín; vinsældir og framfarir raflýsingarinnar
bygggðust á rafmagnsmiðstöð fyrir lampana.
Bogaljósin, sem fundin höfðu verið upp áður,
126
FRJALS VERZLUN