Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 28

Frjáls verslun - 01.12.1954, Síða 28
Mynd af búÖ í Reykjavík frá 1850 hönd, þá væri ekki úr vegi, að við minntumst orða Hoovers Bandaríkjaforseta, þegar hann flutti þjóð sinni boðskap, er frétzt hafði andlát Thomas Alva Edison: „Hann var sannleiksleit- andi og umskapaði menningu vorra tíma; hetja, sem barðist, undir merki Ijóssins gegn myrkrinu, fágætur snillingur; dýrmætur fjársjóður öllu mannkyni. Allir stöndum vér í þakkarskuld við hann — fyrir velgjörðir hans við oss, fyrir þá sæmd, sem hann vann ættjörðu vorri, en þó allra mest fyrir það fordæmi, sem hann gaf oss með lífi sínu og starfi. Dauði hans hefur svipt þúsundir manna góð- um vini, þjóðina einhverjum göfugasta borgar- anum og heiminn hinum mesta velgjörð’armanni mannkynsins. Og þá er víst ævintýrið á enda. Nei! Ævintýrið endar aldrei. I öllum löndum eru til ungir menn, þúsundum saman, viljasterk- ir hæfileikamenn, sem brenna af óþreyju að halda ævintýrinu áfram. Heill her, sem þráir af alhug að komast fremst í fylkingu og berjast áfram inn í óþekkta landið. Fara eldi um ónum- in lönd! Sjá það, sem mannlegt auga hefur ekki áður séð! Taka herskildi það, sem engan hefur dreyint um að eiga! Kveðja Edisons hljómar til hvers einasta brautryðjanda: „Vertu hugrakkur! Haltu fram á við!“ Gyðingur nokkur lét aka sér heim í leigubíl. Er á áfangastað kom, opnaði bílstjórinn fyrir hann hurðina og gaf upp gjaldið fyrir aksturinn. Gyðingurinn borgaði umyrðalaust, það sem upp var sett. „Sonur yðar er nú vanur að greiða mér þjór- fé, þegar ég ek honum heim“, sagð'i bílstjórinn. „Eg á engan ríkan föður eins og hann“, svar- aði Gyðingurinn. ★ Eftirfarandi auglýsingaspjald gaf að líta í glugga skozkrar bókaverzlunar: „Kaupið jóla- bækurnar strax, svo að þér getið lesið þær áður en þér sendið þær frá yður“. VARIETY. 128 FRJÁLS VEIÍZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.