Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1954, Page 30

Frjáls verslun - 01.12.1954, Page 30
Gö mul verzhm arfyrirtœki: Tóbaksverzlun R. P. Leví, Reykjavík Tóbaksverzlun R. P. Leví hafði aðsetur að Austur- stræti 4 hér í bæ. Eigandi fyrirtækisins, R. P. Leví, var fæddur að Neðra-Núpi í Húnavatnssýslu 13. jan. 1882. Þriggja ára að aldri fluttist hann með foreldr- um sínum, Páli Leví og Ingibjörgu Halldórsdóttur, að Heggstöð'um í Miðfirði. Ólst hann upp í foreldra húsum til 18 ára aldurs. Réðst hann þá sem innan- búðarmaður hjá verzlun R. P. Riis á Hvammstanga. Þrem árum síðar var hann skipaður bókhaldari við sama verzlunarfyrirtæki á Hólmavík. Eftir tveggja ára dvöl þar, fluttist hann til Reykja- víkur árið 1906. Starfaði hann fyrst við leður- vöruverzlun Jóns Brynjólfssonar, þar til hann stofnsetti sitt eigið fyrirtæki, 26. október 1909, en það var sérverzlun með tóbaksvörur. Hann byrjaði verzlunarrekstur sinn með litlum fjár- ráðum, en fyrirtækið dafnaði vel og varð brátt arðsamt mjög. ★ Lausn á myndaþraut / a hls. 181 ★ 130 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.