Frjáls verslun - 01.08.1955, Síða 1
A réttri leið
Kyrrstöðu fylgir hrörnun. Þetta á einnig við um
atvinnuvegi. Það eru dauðamörk á þeirri atvinnu-
stétt, sem ekki fylgir framvindu þróunarimiar, að-
hæfir sig nýjum aðstæðum og kappkostar að
þjálfa sig til lausnar stöðugt breytilegum viðfangs-
efnum.
Það hefur sem betur fer jafnan verið lífsmark en
ekki feigðar, á íslenzkri verzlunarstétt, svo er fyrir
að þakka þeirri bjartsýni, er hún hlaut í vöggu-
gjöf og veganesti.
Þau eru fjölmörg viðfangsefnin, sem bíða úr-
lausnar verzlunarstéttarinnar, en eitt hið bráðasta,
og það sem miklu kann að ráða um farsæld og
örlög hennar, er aukin menntun, vaxandi verkkunn-
átta, fullkomnari starfshæfni. Það er verzlunarfólk-
ið sjálft, frá sendisveini til forstjóra, jafnt í smá-
sölu sem heildsölu, kunnátta þess og hæfni, sem
er hymingarsteinninn undir hagkvæmum verzl-
unarháttum.
Nýlega hafa SAMTÖK VERZLUNARSTÉTTAR-
INNAR í samvinnu við aðrar stofnanir stigið spor
á réttri leið til aukinnar verzlunarmenningar. Er
hér átt við tvær heimsóknir erlendra viðskiptasér-
fræðinga á vegum Framleiðniráðs Evrópu og fyr-
ixlestur forstjóra Oslóarkauphallar. Heimsóknir
þessar eru árangur af aukinni þátttöku íslendinga
í alþjóðlegTÍ efnahagssamvinnu.
FRAMLEIÐNIRÁÐ EVRÓPU er önnur greinin af
tveim, er spruttu upp af MARSHALL-AÐSTOÐINNI
svonefndu. Tilgangur stofnunar þessarar er að
stuðla að aukinni framleiðslugetu og bættu dreif-
ingarkerfi aðildarþjóðanna. IÐNAÐARMÁLA-
STOFNUN ÍSLANDS er í beinu sambandi við
Framleiðniráðið og á vegum hennar hafa nýverið
tveir hópar sérfræðinga heimsótt ísland. Voru þeir
skipaðir hinum færustu mönnum í ýmsum sér-
greinum verzlunar og hafa þeir með fyrirlestrum.
heimsóknum x fyrirtælri og hverskonar leiðbein-
ingum og ábendingum frætt íslenzkt verzlunarfólk
um helztu nýjxmgar í verzlunarháttum. Margt hef-
ur borið á góma í erindum sérfræðinganna og
mun aðeins getið hér um nokur atriði.
SJÁLFSÖLUVERZLANIR voru eitt af aðalum-
ræðuefnum hinna sérfróðu um smásöluverzlun.
Er þess að vænta, að leiðbeiningar þeirra muni hér
bera sýnileg merki, því að talsverð hreyfing er á
meðal kaupmanna um að taka upp slíkt verzlvm-
arfyrirkomulag og hefur ein glæsileg verzlun þeirr-
ar tegundar nýlega verið opnuð í Reykjavík.
VÖRUÞEKKING hefur nokkuð verið tekin til
meðferðar, enda er hún brýn nauðsyn, jafnt þeim,
er við smásölu og heildsölu fást, og vantar tals-
vert á að við hana hafi verið lögð nægileg rækt
hér á landi.
SÖLUSTARFIÐ OG SAMSTARF MILLI HEILD-
SALA OG SMÁSALA eru á meðal verkefna síðari
hóps sérfræðinganna, er aðaUega hafa telrið við-
fangsefni heildverzlunar eða stórsöluimar til
meðferðar. Er engin vanþörf á að þessum þætti
viðskiptanna séu gerð betri skil en oft er raunin á.
VÖRUGEYMSLUR eru því miður tíðum í litlu
samræmi við hin glæsilegu verzlunarhúsakynni
hérlendis. Góð vörugeymsla er þó engu ónauðsyn-
legri en rúmgóð skrifstofa eða snotur verzlun. Af
lélegum vörugeymslum leiðir óhollustu, vörurým-
un, skemmdir og venjulega óhæfilegan vinnukostn-
að. Hömlur á fjárfestingarleyfum eiga líklega
einna mest sökina á hinum slæma húsakosd, sem
vörugeymslur verzlana yfirleitt eru í. Á þessu þarf
að verða breyting. Verzlanir, jafnt heildverzlanir
sem smásöluverzlanir, þurfa að fá til afnota eða
eignast nýtízku vörugeymslur, og ættu leiðbeining-
ar sérfræðinganna að koma í góðar þarfir, er ráð-
izt verður í þær framkvæmdir.
KAUPHALLIR eru lítið kunnar hér á landi, enda
hefur kauphallarstarfsemi ekki verið rekin hér á
Framh. á bls. 134.
FRJÁLS VERZLTJN
113