Frjáls verslun - 01.08.1955, Qupperneq 4
Þetta má laga með verð’lækkurmm — og það
strax.
Ekki má líta á verðlækkanir sem slæmt fyrir-
brigði, því þær má nota með árangri til að
lagfæra mistök (og öllum getur yfirsézt). Það er
hægt að nota þær til að losa verzlunina við
óæskilegan varning og koma peningunum, sem
bundnir hafa verið í honum, aftur í reksturinn.
Raunverulegur tiigangur verðlækkana er fyrst
og fremst að selja vörumar og þess vegna er
ekki rétt að vera hræddur við þær. Ef vörurnar
seljast ekki, fást ekki peningarnir í ný vörukaup.
Ef verðlækkunum er réttilega beitt, munu þær
auka viðskiptin og stuðla að heppilegri fjárfest-
ingu.
Aætluðum vörukaupum þarf að skipta niður
á eftirfarandi vörur:
1. Venjulegan birgðavarning.
2. Sérstakar vörur.
3. Aðrar vörur.
Venjulegur birgðavamingur er daglegur nauð-
synjavarningur, hlutir, sem aldrei ætti að vanta
í búðina, brauðið, smjörið og sykurinn. — Það
em einlitar og mynztraðar baðmullarvörur, hvít-
ar skyrtur, karlmannasokkar, og hinar sígildu,
svörtu handtöskur í töskudeildinni.
Birgðavarning pöntum við jafnan á ný og
kaupum, þótt við eigum of miklar birgðir af
öðmm vörum.
Einnig munum við kaupa aðrar og sérstakar
vörur, sem við gerum mikið fyrir til þess að
selja, og sem. seljast vel vegna tízku eða. árstíða,
en ekki jafnt og þétt eins og birgðavarningur.
Sem dæmi má taka kvenpeysur, basttöskur og
og nælonskyrtur. Þessar vörur verðum við að
auglýsa og koma á framfæri í blöðunum, glugg-
unum, 'búðunum og með sölumannakeppni. Við
leggjum áherzlu á litina, hugmyndirnar og áhrif-
in, og með því að við vitum, að vörurnar geta
ekki talað, útbúum við spjöld fyrir allar vörur,
sem sýndar eru með verði og öllum nauðsynleg-
um upplýsingum. Fólk fer oft framhjá gluggum,
ef vörurnar eru ekki verðmerktar, með því að
það ætlar, að vörumar séu of dýrar. Ef vörur
ykkar eru mikils virði og þið eruð stolt af að
bjóða þær, ættuð' þið að láta alla vita söluverð-
ið. Verðmiðalausar vörur fá fólk oft til að halda,
að of mikið hafi verið lagt á þær.
Innanbúðarsýningar ættu að vera bergmál af
sýningargluggunum. Þær gera mikið til að selja
vömmar og ættu að vera eins einfaldar, hávaða-
lausar og áhrifamiklar og unnt er. Þetta auð-
veldar sölustarfið og sparar peninga um leið og
það bjargar við verðlækkunum á skemmdum
vömm.
Nauðsynlegt er að sölumenn og afgreiðslufólk
fái allar hugsaniegar upplýsingar um vörur, sem
það á að seija, og að það fylgist vel með því,
á hvað aðaláherzian er lögð. Það ætti að hvetja
starfsfólk þetta til að afla sér persónulegs fylgis
viðskiptavinanna. Slíkt er gott fyrir verzlunina
og kemur bæði söluma.nninum og viðskiptavin-
inum til góða.
Samkvæmt minni reynslu er engin söluaðferð
áhrifaríkari en persónulegt samband, og í því
sambandi vildi ég ræða notkun „viðskipta-
mannaspjaldsins“. Það ætti að hafa spjald með
eftirfarandi áletrun
1. Nafn viðskiptavinar.
2. Heimilisfang.
3. Símanúmer.
4. Greiðsluskilmálar, þ. e.: staðgreiðsla, reikn-
ingsviðskipti eða greiðsla við heimsendingu.
5. Stærð’ir á fatnaði.
Hinu megin á spjaldinu er rúm fyrir lýsingu
og verðlag á varningi, sem viðskiptavinurinn
hefur keypt, ásamt dagsetningu. Þið getið gert
ykkur í hugarlund, hve vel góður sölumaður get-
ur notfært sér slík spjöld. Við skulum taka
dæmi: Eg minnist þess, að viðskiptavinur hrós-
aði mér fyrir, hve vel ein afgreiðslustúlkan okk-
ar afgreiddi. Mér var sýnt stutt, handskrifað
bréf, sem afgreiðslustúlkan hafði sent til þess að
segja frá sérstakri kjólategund, sem borizt hafði.
Vegna upplýsinganna á viðskiptamannaspjald-
inu gat afgreiðslustúlkan greint innkaupavenjur
viðskiptavinarins og gert ráð fyrir þörfunum.
Ekki þarf að geta þess, að þetta varð einn af
okkar albeztu viðskiptavinum.
Eg get ekki lagt nógu mikla áherzlu á það, hve
mikils vir'ði þetta er og 'það sérstaklega í fatnað-
arverzlun, hvort heldur er fyrir karla, konur eða
börn, og einnig hef ég beitt aðferð þessari með
góðum árangri í metravöruverzlun. Á þetta sér-
staklega vel við, þegar nýjar árstíðabundnar
vörur berast og þegar 'þarf að láta viðskiptavin-
ina vita um sérstaka viðburði.
Vefnaðarvöru þarf að stilla út á áhrifaríkan
hátt með vel gerðum spjöldum, sem lýsa henni.
Einnig er gott að hafa tízkudömur til að halda
sýningu á tízkuvarningi.
Þið kynnuð að spyrja, hvernig ákvarða eigi,
116
FHJÁLS VERZLUN