Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 8
Bandaríkjunum eyðir meðalverzlun um 3% aí nettósölu í alls konar auglýsingastarfsemi í blöð- um, á spjöldum, með upphringingum, bréfum og bíóauglýsingum. Auk þess er um 1%% sett í sýningarglugga, útbúnað inni í verzlununum og aðra söluaðlöðun. Samanlagður auglýsinga- kostnaður verður þannig um 4%%. Þetta er meðaltalið fyrir litla verzlun í Bandaríkjunum, en hér er kostnaðurinn annar og talan kann að breytast, en þegar sérstök vandamál ykkar eru tekin til greina, kemur út sú tala, sem bezt hent- ar ykkur. Aðalatriðið er að skipuleggja auglýs- ingastarfsemina fyrirfram. 3) Utbúið vörulista. Skrifið iista yfir vörur, sem keyptar eru og sem mest áhrif munu hafa á viðskiptavini. Hér er mikið atriði að vera á réttum tíma. Nauð- synlegt er að bjóða það, sem viðskiptavinir ihelzt þarfnast, þegar þeim Hggur mest á því. Ef það er ekki gert, er illa farið með auglýsingakerfið og peningana. Athugið magnið til að ganga. úr skugga um, að það sé nægilegt fyrir söluna. 4) Nú verður að gera áætlun fyrir hvem dag mánaðarins alveg eins og dagatal. Fjöldi fram- sækinna fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkjunum nota þannig áætlanir. Hafa þau komizt að raun um, að auglýsingafénu verður mun betur varið þannig. Við þann dag, sem nota á vissa upphæð í auglýsingaskyni, ber að slcrifa, hvað gera skal svo og upphæðina. Slíka áætlun ber að gera frá degi til dags allan mánuðinn. Það sýnir ekki ein- göngu, hvað gert hefur verið í mánuðinum, held- ur einnig, hvernig grundvalia ber áætlun fyrir sama mánuð á næsta ári. Að kvöldi hvers dags ber að skrá eftirfarandi 4 atriði í reit dagsins: a) Hve verzlunin var mikil þann dag. bi Veðurfar — það getur verið mikið atriði á næsta ári. c) Hvað keppinautarnir gerðu til að tryggja viðskipti og hvaða sérstök tækifæri þeir notuðu sér o. s. frv. d) Alla meiri háttar viðburði í eigin verzlun — birgðir seljast upp, — hópgöngur á göt- um úti o. s. frv. Eftir því sem áætlunin vex frá mánuði til mán- aðar og ári til árs, getið þið borið saman við alls kyns viðburði á tryggum grundvelli. Nýlega sagði einn af happasælustu kaupmönnum vestan hafs í ræðu: „Stöðugleiki sölu árstíðabundins vamings frá ári til árs í meira en áratug (breyt- ingin nam ekki nema 2%) sýnir enn, að fátt er eins auðvelt og að spá um innkaup viðskipta- vinanna á árstíðabundnum vörum.“ Skýrsla sérhvers dags, sem bætt er við áætlun þessa, gerir hana meira virði, þar til hún verður grundvöllur alls rekstursins. Við skulum athuga nokkur leyndarmál, sem áætlun þessi ljóstrar upp um: 1. Tafarlaust er hægt að segja til um hlut- fallstölu viðskipta hvers mánaðar ársins um sig. Þetta gefur nákvæma vísbendingu um innkaup og auglýsingastarfsemi. 2. Finna má réttan tíma fyrir alla starfsemi, enda sézt hvenær beztur árangur hefur náðst. 3. Fyrirfram vitneskja fæst um, hvaða að- ferðir keppinautar kunna að endurtaka — í fjölda tilfella má vita daginn niikvæm- lega. 4. Ef þið viljið hafa skrá yfir daglega sölu í sérhverri deild, er enginn bezti grundvöll- urinn undir úthlutun auglýsingafjár. Allt- af er gott að veðja á þann hestinn, sem vinnur. Setjið peningana í það, sem bezt- an arð gefur. 5. Að lokum, og þetta er mjög áríðandi, mun skrá þessi sýna ykkur, hvaða daga við- skiptin voru mest. Ég hef vitað um verzl- anir, sem auglýst hafa árum saman á lé- legustu dögum vikunnar vegna þess, að forstöðumennimir vissu ekki, hvaða daga seldist bezt. Þess vegna þýðir ekki að reyna að breyta lífsvenjum fólksins í bænum. Onnur algeng mistök, sem þið getið komizt hjá með því að fylgjast með viðbrögðum fólks- ins við því, sem á boðstólum kann að vera, er að bjóða hinar ýmsu vörur á röngum dögum, þ. e. þá daga, sem viðskiptavinir ykkar em vanir að nota til að kaupa aðra hluti. Þannig segir reynslan mér, að í Bandaríkjunum er heimilis- varningur mest keyptur snemma í vikunni og klæðnaður seinni hluta viku. I öðrum löndum eru eflaust aðrar venjur, og rétt er, að bjóða fólkinu það, sem óskað er eftir á hverjum tíma. Athugið söluskrámar, því að þar er svarið að finna. Sagt var, að með því að athuga árangurinn af söluframboðinu gætuð þið sagt um, hve vel vörur yðar seldust og hvort auglýsingastarfsemin hafi verið ómaksins verð. Enginn kaupmaður getur grætt á sérhverri auglýsingu, en gera þarf ráðstafanir til að tryggja sig gegn því að vissar 120 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.