Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 1
FRJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f Ritstjúri: Valdimar Krislinsson Ritnejnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunnar Magnússon í ÞESSU HEFTI: MAGNÚS Z. SIGURDSSON: Ný viðhorf í viSskiptamálum Vestur-Evrópu ★ SVERRIR SCH. THORSTEINSSON: Ofaníburðar- og steypuefnarannsóknir ★ HELGI S. JÓNSSON: Við afgreiðslustörf fyrir 30 árum ★ STEFÁN FRIDBJARNARSON: Siglufjörður ★ Austurbæjarútibú Landsbankans ★ DINES PETERSEN: Endurminningar „Islandskaupmanns" ★ o. m. fl. Stjóm útgájujélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Helgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrijstoja: Vonarstræti 4, 1. hæð Simi 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSFRENT HF PRENTMÓT HP FRJÁLS VERZLUN 20. ÁRGANGUR — 4. HEFTI — 1960 Um skattalagningu Varla mun nokkuð hafa verið meira rætt að undanförnu en skattarnir, sem nýlega liafa verið lagðir á. Tekjuskattur og útsvar, sem. lagt er á einstaklinga hefur lœkkað verulega. Hefur veríð tekin upp ný stefna í þessum málum, sem er eins konar opinber viðurkenning á því, hve skattlagningin var komin út á hættulega braut. Skattsvik þóttu allt að því sjálfsögð, margir kærðu sig ekki um að vinna allt áríð vegna hinna háu beinu skatta, og ýmis störf, lítt arðbær þjóðfélag- inu, þóttu eftirsóknarverð af sömu ástæðum. Það tekur skattþegnana eðlilega nokkurn tíma að laga sig eftir hinum nýju aðstæðum, en breytingarnar munu áreiðan- lega eiga sinn þátt í aukinni velmegun í framtiðinni. Hin hagstœðu áhríf á þjóðartekjurnar og almenn ánœgja með hina nýju skipan mála ætti að vera trygging fyrir því, að skatt- píning, eins og lengi hefir tíðkazt, verði ekki tekin upp aftur. Atvinnuvegirnir stynja enn undan þunga skattabyrðanna, og munar þar mest um hið illrœmda veltuútsvar, sem nauð- synlegt er að fella niður, enda samrýmist það ekki heilbrígðu skattakerfi. Nií stendur yfir heildarendurskoðun skattalag- anna varðandi atvinnufyrírtœki, og verður að treysta því, að svo verði um hnútana biíið, að í framtíðinni verði hœgt að relca öll þjóðþrífafyrirtœki á heilbrigðum grundvelli. Jafn- framt verði öll félög látin sitja við sama borð hvað skatt- iagningu snertir, hvort sem þau eru í einkaeign, í eigu lihis opinbera eða rekin á samvinnugrundvelli. Með þessu móti einu fæst raunhœfur grundvöllur á gildi fyrírtækjanna fyrír þjóðarbúskapinn. — Þeir eru því miður margir, sem ekki skilja, eða vilja ekki skilja, þá staðreynd, að atvinnuvegirnir þurfa stöðugt á miklu fjármagni að halda til uppbyggingar og að þetta fjármagn verður að myndast að verulegu leyti innan fyrírtækjanna sjálfra. Skilningur á þessu fer þó stöð- ugt vaxandi og er það ein helzta ástœðan fyrir því, að nú er mjög að rofa til í athafnalífi þjóðarínnar.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.