Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 24
„íslands-kaupmenn" og nokkrir að'rir farþegar um borð í S.S. Lauru ó leið til íslands, í júní 1891. Standandi frá vinstri:
Olafur Olafsson, Jón Magnússon, Dines Petersen, höfundur greinarinnar, Tang, S. Chr. Knudtzon, Fr. Fischer, Gustav Hansen,
August Thomsen, Jensen hjá F. Holme, Tryggvi Gunnarsson, Riperda, Andersen, hljómlistarmaður, „sænskur timburkaupmaður".
Nicolai Thomsen. Sitjandi: „sonur Gustavs Hansens", „færeysk stúlka", Funk, prins af Hessen, og fylgdarmenn hans. Neðst:
Arthur Sörensen, „ungur, færeyskur drengur", Elías Olsen, Lefolii
firði og Daniel Johnsen á Eskifirði. Sá síðastnefndi
var einn fæddur á Islandi fyrrnefndra kaupmanna.
A hinum næstu árum eftir þetta liættu eftirfar-
andi kaupmenn verzlun: M. W. Sass & Sönner,
Chr. Thaae & Sön og Hans A. Clausen. Sassverzlun
á ísafriði keypti Á. Ásgeirsson, sem áður hafði sett
þar upp verzlun og átti nú tvær, og var önnur
kölluð „Neðstakaupstaður“ og hin „Miðkaupstað-
ur“. — Leonh. Tang keypti í félagi við tengdason
Clauscns, Zöylner, verzlun hans á ísafirði og í
Stykkishólmi. R. P. Riis keypti verzlun Clausens
á Borðeyri. — Verzlun N. Chr. Havsteens keypti
I. P. T. Bryde árið 1881. Verzlun Fr. Gudmanns
komst síðar á hendur Arthur Sörensen, en hann
hafði verið verzlunarfélagi Gudmanns um margra
ára skeið.
Auk þessara fyrirtækja, sem áttu verzlanir á Is-
landi, voru allmargir íslenzkir kaupmenn heimilis-
fastir á íslandi, en höfðu sakir viðskipta sinna bú-
setu mestan hluta vetrarins í Kaupmannahöfn.
Verzlunarfélagið Simmelhag & Holm annaðist um-
boðssölu fyrir þessa kaupmenn og var í miklum
metum hjá þeim. Meðal annarra eru þessir kaup-
menn mér minnisstæðir: Á. Ásgeirsson, sem and-
aðist 1877. Sonur hans, A. G. Ásgeirsson, rak verzl-
unina í félagi við ekkjuna og settist að í Kaup-
mannahöfn. Aðalverzlun þeirra var, sem áður er
sagt, á ísafirði og Önundarfirði ásamt útibúum.
Ennfremur Hjálmar Jónsson á Önundarfirði, Jón
Guðmundsson í Flatey, Hákon Bjarnason í Bíldu-
dal (hann og sonur hans drukknuðu siðar, er skip
þeirra fórst við suðurströnd íslands á Ieið frá Kaup-
mannahöfn snemma vors), Markús Snæbjarnarson
á Patreksfirði, Jón Þórarinsson á Reykjafirði og
ýmsir aðrir, sem ég kann ekki að nefna og veit
ekki, hvort ég skal heldur staðsetja í Kaupinanna-
höfn eða á íslandi, svo sem Falk á ísafirði og
Richard Jacobsen, o. fl.
Ennfremur voru allmörg verzlunarfyrirtæki í
Kaupmannahöfn, sem ráku umboðsverzlun fyrir
kaupmenn, sem búsettir voru á íslandi og fóru
sjaldan eða aldrei Lil Kaupmannahafnar; má þar
nefna Georg Petersen etatsráð í verzlunarfyrirtæk-
inu Fried E. Petersen, sem hafði umboð fyrir C.
24
FRJÁLS VERZLUN