Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 31
r Athafnamenn og frjálst framtak Sigurður Sveinsson kaupma'dur gerðist verzlunarmaður við verzl- un Chr. Popp. Árið 1912 hóf Sigurður nám í Verzlunarskóla Islands og út.skrif- aðist úr honum eftir tvö ár. Strax að námi loknu fékk Sigurður vinnu hjá R. P. Levi kaupmanni, en réð- ist nokkrum mánuðum síðar, eða seint á árinu 1914, sem verzlunar- stjóri til verzlunar B. H. Bjarna- sonar og hefur síðan starfað við það fyrirtæki. Sigurður Sveinsson er fæddur á IIóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 10. janúar 1889. Foreldrar hans voru Sveinn Jónsson bóndi þar og Hallfríður Sigurðardóttir frá Vatnsskarði í sömu sveit. Sigurður ólst upp til átta ára aldurs hjá afa sínum og ömmu, Jóni Jónssyni og Sigríði Magnúsdóttur, sem voru búendur á Bessastöðum, en það er næsti bær við Hól. Þá flutt- ist Sigurður til foreldra sinna og vandist allri algengri sveitavinnu. Árið 1907 fór Sigurður á bún- aðarskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Síðan fór hann til Reykjavíkur og var eitt ár starf- andi við verzlun „Milljónafélags- ins“, en fór þá til Sauðárkróks og Sigurður Sveinsson Árið 1935 dó B. H. Bjarnason kaupmaður og varð þá sonur hans, Ilákon Bjarnason, sem búsettur er í Ameríku, eigandi verzlunar- innar. En nokkrum mánuðum eft- ir dauða föður síns seldi Hákon Bjarnason Sigurði verzlunina, sem hefur rekið hana síðan sem einka- fyrirtæki, þar til fyrir nokkrum árum, að hún var gerð að hluta- félagi undir stjórn Sigurðar. — Húseignina Aðalstræti 7 keypti Sigurður með öðrum árið 1938, og hefur verzlunin verið rekin í því liúsi frá því hún var stofnsett árið 1886. Sigurður er kvæntur Guðrúnu Helgadóttur og eiga þau eina dótt- ur, Evu, sem er gift Vilhjálmi Ríkhardssyni verzlunarmanni. Vér ætlum það enganveginn lít- ilsvert, að á þessu yrði breytíng, svo það væri aðalregla, að hver búi að sínu, og hver borgi öðrum það, sem hann þarf til hans að sækja og verður að biðja um, ef honum er eigi boðið ókeypis. Þó aldrei væri litið á hinar skaðvænu afleið- íngar, sem hinn gamli siður hefir, þá er það í sjálfu sér ótilhlýðilegt, að ferðamenn, sem hafa góð ráð til að borga fyrir sig, fari frá ein- um til annars, og biði í hverjum stað að gefa sér mat o. s. frv. Það er fullillt, að fátæklingar flækist um manna í milli og lifi á bón- björg; en hitt er með öllu óviður- kvæmilegt, að hinir efnuðu gjör- ist eins ölmusumenn og biði aðra, sem opt og tíðum eru margfalt fá- tækari, um það, sem þeir þarfn- ast, án þess að grciða, eða í hið minnsta að bjóða, verð fyrir það. Menn eru nú annars víða farnir að finna til þess, það sýna auglýs- ingar, sem við og við koma í blöð- unum frá einstökum mönnum hér og hvar, um það, að þeir afsegi að liýsa ferðamenn nema fyrir fulla borgun. En þesskonar auglýsingar eru til lítils sóma, og þeirra ætti ckki að þurfa; þiggjendum ætti eigi síður en veitendum að vcra umhugað um, að sanngjarnt verð kæmi fyrir gistíngar og annan greiða, eins og fyrir hvað annað, sem einn beiðist eptir og fær úr annars eigu. Það liggur beinast við, að bændur, sem bezt rnega finna hvað hagar í þessu efni, liafi almenn samtök að því, að koma á betri reglu í þessu tilliti. FIiJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.