Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 15
okkar innlenda markaði og verðið lágt og lækkandi eftir því sem á sumarið leið — blómkálið um og innan við eina krónu og annað eftir því. — Af ávöxtum var meir fjölbreytni, bananar, jarðarber, og ýmiss konar önnur ber, ferskjur og plómur, fyrir utan hin „klassísku“ epli og appelsínur. Bananar kostuðu um 25 aura stykkið, en ekki þótti öllum þeir góðir fyrst í stað. Norska hnausþykka berja- saftin seldist ekki mikið, hún þótti nokkuð dýr, kostaði 4,25 pottflaskan — en það var ekki „litað sykurvatn með kjörnum“, frekar mátti segja að það væru rennandi, hýðislaus ber. Hörð sctmkeppni Lífið í kjallaranum hjá Tómasi var talsvert um- svifamikið, og lítill tími til að horfa á alla þá fallegu fætur, sem fóru um götuna. Þar voru marg- ir fastir viðskiptavinir, sem hver hafði sínar venjur og varð að afgreiða á sérstakan liátt — sumir voru nokkuð sérvitrir, en aðrir vissu, hvað þeir vildu, og þýddi ekki að viðhafa ncitt kæruleysi í afgreiðslu til þeirra, hvort sem þeir komu sjálfir eða pöntuðu í síma. Skemmda eða slæma vöru var ekki hægt að fá hjá Tómasi — það var öllum starfsmönnum gert ljóst, því að samkeppni var hörð um viðskiptin — ef til vill harðari en nii — og vöruvöndun var öruggasta leiðin til að halda við- skiptum og auka þau — því að þá var fólki talsvert sýnna um, hvað það fékk fyrir aura sína, heldur en nú gerist. Dómur viðskiptamannanna var ekki allt- af öruggur, og er minnisstætt um það eitt atvik, sem nú er óhætt að segja frá, því að bæði hús- bóndi minn og sú ágæta frú, er um ræðir, eru farin á fund feðra sinna. Frúin hafði fengið heimsend þessi indælis-hænsni á miðvikudagskvöldi, en ein- hvern veginn fór svo, að þau voru ekki notuð þá — heldur á laugardegi. Hringdi frúin þá með þjósti nokkrum og sagði, að þessi hænsni, sem hún hefði verið að fá, væru bókstaflega úldin og lyktandi, og krafðist hún þess að fá nýar „púddur“ þegar í stað. — Stráknum var þegar kennt um mistökin, og til að fullkomna krossfestinguna varð ég að fara með ný hænsni til frúarinnar og sækja þau úldnu — og var mér stranglega bannað að leið- rétta misskilninginn, en heimilt að biðja afsökunar á mistökunum! Aftur á móti voru aðrar frúr, ungar þá, og byrjendur í búskap, sem gjarnan nutu ráða afgreiðslumannanna um, hvað skyldi hafa til matar, °g ósjaldan fylgdi þá með, hvernig skyldi matbúa og hvað þyrfti mikið handa tveimur. Afgreiðsla í kjötbúð er ekki langt frá því, sem nú er kallað »fag“ — nokkra þekkingu og athygli þarf til að leysa það starf vel af hendi; það er ckki gott fyrir afgreiðslumann að vita ekki, hvað er bógur, huppur eða lundir — eða hvernig rétt teknar kótilettur eru. — Kann að vera, að kjörbúðirnar séu að leysa afgreiðslumennina af hólmi — nú eru menn á bak við, sem skera, saga og pakka, svo er það fólksins að þekkja, hvað það vill. Á þessum árum, hjá Tómasi, gerðist margt skcmmtilegt bæði innan búðar og utan. Það voru dökkar hliðar á tilverunni, engu síður þá en nú — menn þurftu að velta hverjum eyri í hendi sér til að láta endana ná saman, engu síður búðar- maðurinn en hinn, scm í búðina kom, þó að búðar- maðurinn hefði fasta og örugga greiðslu á sínu 175 til 200 króna mánaðarkaupi, ef ekki var búið að höggva freklega í það áður en mánaðamótin komu. Veran hjá Tómasi fékk svo snöggan endi — mér var einn morgun bent á það, að réttara væri fyrir mig að gefa mig einvörðungu að því að frelsa þjóðina og hætta að höggva kjöt í hjáverkum —■ en það er önnur saga. ★ — Það kann að vera, að einhverjum þyki fá- fengilegt að vera að rifja upp nokkur brot úr starfi afgreiðslumanns í búð um það bil, scm Alþingis- hátíðin var haldin, og gera það í þeim tón eins og um fornsögulegar heimildir væri að ræða — en þó ekki séu liðin nema 30 ár síðan, eru breytingarn- ar orðnar svo miklar og margvíslegar á kjörum, vörum og verzlunarháttum, að ekki er fjarri lagi að tala um það sem löngu liðna tíð. Enda þótt margt hafi breytzt, hefur afgreiðslumaður í búð sömu meginskyldum að gegna sem f.yrr, starf hans er í tveim höfuðþáttum, sem báðir eru saman- slungnir — annar snýr að verzlun hans og hús- bændum, og er trúmennska, lipurð og lifandi áhugi á starfinu, hinn snýr að þjónustunni við kaupendur — skilningur á þörfum þeirra, öryggi og sannar upplýsingar um vörugæði og verð. Verzlun öll, dreifing framleiðslu- og nauðsynja- vara, er það snar þáttur í öllu lífi fólks, að fátt eitt stendur þar fyrir utan. — Allt okkar daglega strit er á einhvern hátt tengt verzlun — allt, sem við vinnum fyrir, fcr á einhvern hátt um greipar verzlunar, og allt, sem við höfum umleikis, er á einn eða annan luítt tengt verzlun. — í þessari hringrás er afgreiðslumaðurinn í búðinni mikilvæg- ur í starfi — það hefur ekkert breytzt á þeim 30 árum, sem liðin eru frá hinni sælu Alþingishátíð. Það eru aðeins starfshættir, sem hafa breytzt, bún- aður sölubúða og vöruvalið talsvert. Þegar árin líða lengra fram, verður ef til vill hægt að minnast verzlunarháttanna í dag á allt að því fornfræði- legan hátt. En þó að líði að árinu 2000, hygg ég að búðarmaðurinn — sölumaðurinn — afgreiðslu- maðurinn — firmist einhvers staðar, fyrir innan eitthvert búðarborð. FRJALS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.