Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 28
í fyrstu hafði skip Sameinaða, „Arcturus“ verið
í gufuskipafcrðum til íslands, síðar var það „Diana“,
skip dönsku stjórnarinnar og þvínæst „Phönix“,
eign Sameinaða gufuskipafélagsins. En „Phönix“
fórst rétt eftir 1880 (í janúarmánuði) undir Snæ-
fellsjökli. Eftir það leið svo nokkur tími, að ekkert
skip sigldi frá Kaupmannahöfn, frá því í nóvember
og fram til 1. marz næsta ár. Eftir „Phönix“ kom
„Waldemar“ og í lok ársins 1882 liið nýbyggða
skip „Lára“, síðar bættust við „Vesta“ „Ceres“ og
„Botnia“. Sjóliðsforingjar danska flotans stýrðu því
skipi, sem fór umhverfis landið, um þriggja ára bil
hver; meðal þeirra voru skipstjórarnir Schoustrup,
Hovgaard, Boldt, Hector Kiær og Gad. Af skip-
stjórum Sameinaða voru margir í íslandsferðum:
Christiansen, Aaberg, Godtfredsen. Það var jafnan
góður grannskapur með hinum reglubundnu far-
þegum á þessum skipum, og hinir nýju, sem bættust
í hópinn urðu brátt hagvanir. Maður gæti sagt um
vistina á þessum skipum þau orð, sem höfð eru
eftir kunnum hóteleiganda, að þar færu saman
hugnaður heimilisins og fágun samkvæmislífsins,
þó með þeim mismun, að rétlara hefði verið að
kalla vistina um borð skemmtilcga en fágaða.
Ég hef getið þess áður, að á þessum ferðum hafi
verið farþegar, sem sættu jafnan sömu skipsferð-
um. Eg hef hér fyrir framan mig Ijósmyndir, sem
teknar voru um borð við ýmis tækifæri. Þarna sé
ég Frederik Fiseher (frá W. Fischer), S. Chr.
Knudtzon (frá P. C. Knudtzon & Co., síðar banka-
stjóra danska Þjóðbankans), Leonli. Tang, Aug.
Thomsen og Ditlev Thomsen son hans (frá H. Th.
A. Thomsen), Olafsson (frá H. P. Duus), Jón Magn-
ússon, Arthur Sörensen (frá erfingjum Gudmanns),
Andreas Lefolii (frá I. R. B. Lefolii), Nic. Thomsen
(frá H. E. Thomsen), Tryggva Gunnarsson, Jensen
(frá F. Holme), Elias Olsen (frá W. Fischer),
Valdemar Christensen (frá B. Muus & Co.), Jón
O. V. Jonsson (frá erfingjum M. Smiths ræðis-
manns), J. M. Riis (frá Ásgeirssonsverzlun), Arni
Riis (frá Tang) og Herluf Bryde (frá I. P. T. Bryde).
Skipið, sem fór strandferðir umhverfis landið, hafði
aðra fasta gesti innan borðs, þeirra á meðal Wilh.
Bache frá Örum & Wulf og einstaka sinnum G.
Iwersen frá sama verzlunarfyrirtæki, N. Chr. Gram
o. fl. Þessum mönnum dvaldist oft á leiðinni, þegar
Grænlandsísinn lagðist að landi og lokaði fjörð-
unum.
í Reykjavík borðaði ég í matsölu frú Sivertsen,
og þaðan á ég margar góðar endurminningar um
hina mörgu menn, einnig útlcndinga, sem ég hitti
þar. Þar vistuðu sig einnig sjálfir kaupmennirnir,
þegar þeir komu í stutta viðdvöl til Reykjavíkur,
svo sem I. P. T. Bryde, Ilerluf Bryde, W. Fischer
og Frederik Fischer. Þeir komu venjulega með hinu
svokallaða heildsalaskipi, sem fór frá Kaupmanna-
höfn í júnímánuði. Thomsen kom þó venjulega
með fyrra skipi og fór aftur til Kaupmannahafnar
í ágústmánuði.
Þegar rætt er um viðleitnina til að útvega nýja
markaði, má ckki láta undir höfuð leggjast að minn-
ast á þau verzlunarfyrirtæki hér í Kaupmannahöfn,
sem á þessu tímabili voru kaupendur íslenzkra af-
urða. Þessi verzlunarfyrirtæki hafa gengið að því
af mikilli atorku að litvega nýja markaði erlendis,
og er hér bæði um vörur að ræða, sem fluttar voru
hingað til Kaupmannahafnar og síðan fluttar úr
landi, og einnig þær vörur, sem fermdar voru til
útlanda án þess að fara um Kaupmannahöfn. Eg
skal aðeins geta um þessi verzlunarfyrirtæki: Mohr
& Weien, A. T. Möller & Co., Bloch & Behrens,
G. Halkier & Co., Henriques & Zöylner, V. Gigas.
Árið 1805 hafði ég stofnað umboðssölufyrirtæki
mitt, en lét það af hendi árið 1910 við son hins
gamla húsbónda míns, F. Holms (frá Simmelhag
& Holm) og Halfdan Hendriksen. Þegar Ásgeirsson
andaðist, fór ég í stjórn fyrirtækis hans ásamt I. M.
lliis og gekk frá því, er það var selt Sameinuðu
verzlununum nokkru eftir lok heimsstyrjaldarinnar.
Og þá lýkur mínum endurminningum, eu eins
og ég sagði í upphafi — hefur nokkur maður áhuga
á þessu, sem ég hef skrifað? Þeir tímar, sem ég hef
sagt frá, eru löngu liðnir, og koma aldrei aftur.
Þegar maður er að segja frá þessu, þá er það sanm
og að reyna að vekja áhuga manna á gömlúm póst-
vögnum og hestakerrum eða gömlum skipum eins
og henni „Jóhönnu“, sem ég sigldi á til íslands
árið 1879 — og það á vorum tímum, dögum bif-
reiðarinnar og stórskipsins, sem fer 20 hnúta.
Ég vil ljúka máli mínu með því að óska þess og
vona, að íslenzkt verzlunarfélag megi eiga kos. á
að starfa enn um mörg ár. Vonandi verður hægt
að laga sig svo að breyttum aðstæðum, að unnt
verði með nýjum hætti að skapa örari viðskipti
við ísland en horfur eru á þessa stundina.
Kaupmannahöfn, hinn 8. febrúar 1932
Dines Petersen
28
FUJALS VERZLUN