Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 7
Óvenjuleg hengibrú
Hengibrýr hanga að jafnaði í vírum,
sem strengdir eru milli tveggja tuma. En
nýlega hefur verið opnuð til umferðar
nýstárleg hengibrú yfir Rínarfljót, við
Köln, sem hangir í strengjum frá einum
turni. Turninn er nær 77 metra hár, og
frá honum ganga jafnlangir strengir í
báðar áttir, sem halda uppi mislöngum
köflum brúarinnar, eða 304 m og 152 m.
Lengra hafið nær yfir aðalsiglingaleið-
ina. Samtals er brúin 692 m á lengd og
eru steyptir brúarbogar á landi við hvorn
enda þess hluta brúarinnar, sem turninn
heldur uppi. Brúin er 24,5 m á breidd og
eru á henni bílabraut, tvær línur fyrir
&porvagna. hiólreiðabraut og gangstétt.
Stórar brýr eru meðal mikilfenglegustu
mannvirkja, sem byggð eru. Og flestar
hinna stærstu eru hengibrýr, þó að marg-
ar bogabrýr séu lengri. Brúin yfir Gullna
hliðið hjá San Fransiskó, hefur lengi ver-
ið frægust allra hengibrúa. Nú hefur verið
byggð enn stærri hengibrú í Bandaríkj-
unum, og er sú yfir Mackinac-sund, milli
Michigan- og Huron-vatns. Stærst verður
þó brúin yfir „The Narrows", sem á að
tengja saman Staten Island og Long Is-
land við New York, en þar er aðalsigl-
íngaleiðin til borgarinnar. — Danir. sem
hafa byggt tvær miklar brýr, Litlabeltis-
brúna og Stórstraumsbrúna, hafa lengi
haft hug á að byggja tvær aðrar stórar,
sem sennilega yrðu langmestu brýr í
heimi, þ. e. yfir Eyrarsund og Stórabelti.
Myndin til vinstri sýnir hinn óvenjulega,
þríhyrnda turn. Neðri myndin sýnir brúna
í heild, en í baksýn er dómkirkjan í
Köln.
FRJALS VERZLUN
7