Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 17
II.
Fátt er til heimilda um byggð í Siglufirði frá
landnámstíð fram á seinni aldir. Veldur því
efalaust afskekkt lega og einangrun byggðarinn-
ar, strjálar og erfiðar samgöngur.
Sennilegt þykir að Asatrú hafi varðveitzt hér
öllu lengur en í nágrannabyggðum; bendir til
þess þáttur af Þórhalli knapp, sem hér verður
ekki l'rekar rakinn. Snennna á öldum eignaðist
Hóladómkirkja þó ítök hér. Árið 1352 kaupir
Ormur biskup Hvanneyri (síðar prestssetur), og
samkvæmt rekaskrá Hólastaðar frá 1374 á Hóla-
dómkirkja rekann á Siglunesi.
Ilin fyrsta kirkja í Siglufirði var reist á Siglu-
nesi, og 1422 er þar kirkja með vissu og hefur
þar þá sennilega lengi verið. Á Siglunesi var
aðalkirkja fram eftir öldum en hálfkirkja að
Hvanneyri. Árið 1014 er kirkjan flutt frá Siglu-
nesi að Hvanneyri. Kirkja er reist á Þormóðs-
eyri árið 1890 og stóð sunnan núverandi barna-
skóla og vestan Friðbjarnarhúss. Árið 1932 er
svo núverandi sóknarkirkja vígð, og stendur
lnin ofan eyrarinnar og gnæfir yfir byggingar
á henni.
Fyrsti prestur í Siglufirði, sem skráðar heim-
ildir eru til um, var Grettir Þorvarðarson, er
þjónaði í kaþólskum sið á Siglunesi, á öndverðri
10. öld og fram til 1551 a. m. k. Hann átti ríkan
þátt í biskupskjöri Jóns biskups Arasonar, 1522.
Hann var einn þeirra klerka er viðstaddir voru
heima að Hólum, er Jón biskup bannfærði Daða
í Snóksdal. Og hann var einn þeirra, sem sóttu
lík Jóns biskups Arasonar og sona hans suður.
Sr. Grettir fórst í snjóflóði 1500, norðan við
Nesskriður. Ilafði hann sagt fyrir um dauða
sinn, að sögn, og beiðzt þess að verða grafinn
að Hvanneyri, því að þangað myndi kirkjan
flutt. Sr. Grettir sleppti prestsskap, er hinn nýi
siður festist í sessi. Næsti prestur eftir liann,
sem heimildir greina frá, var sr. Jón Jónsson
prinni, 1582—1609. Virðist því vera um 30 ára
eyða í prestsskap Siglfirðinga. Hinn nýi siður
mun því hafa átt erfitt uppdráttar hér í fyrstu.
III.
Saga kirkju og Siglufjarðarpresta er til næsta
samfelld. En byggðarsaga Siglfirðinga að öðru
leyti er gleymsku hulin og týnd. Lifibrauð þeirra,
sem hér bjuggu á liðnum öldum, hefur verið
sjósókn og búskapur og líf þeirra hliðstætt ann-
arra landsins barna.
Árið 1788 var hér stofnuð fyrsta verzlunin,
og 20. maí 1818 löggilti konungur Siglufjörð
sem verzlunarstað. Löggildingin hljóðaði svo:
„Vi tillade allernaadigst at Siglejjorden i
Oejjordssyssel i Nord- og Oster-Amtet i Tsland
maa betragtes som authoriseret TJdliggersted,
uagted det ekke er anjöret som saadant i For-
ordn. aj 11. Septbr. 1816.
Kjöbenhavn den 20. Maji 1818.“
Með þessu var grundvöllurinn lagður að fram-
tíð Siglufjarðar. í kjölfar siglfirzkrar verzlunar
komu margs konar hræringar í atvinnu- og
menningarlífi þessa litla, einangraða sveitarfé-
lags; sem varð vísir þess, er síðar kom, og enn
þróast fram á við.
Fram til 1900 var hér aðeins ein verzlun, en
1918 eru hér 20 verzlanir og eru þær nú nokkru
fleiri.
Hreppsnefnd var hér kjörin fyrst 1874. Fyrsti
oddviti hreppsnefndarinnar var Jóhann Jónsson,
bóndi, Höfn. Fyrsti hreppstjóri liér var Jóhann
Casper Kröyer 1818. Ilinn 20. maí 1918, á 100
ára afmæli siglfirzkra verzlunarréttinda, fær
Siglufjörður kaupstaðarréttindi, og það ár er hin
fyrsta bæjarstjórn kjörin, 7 fulltrúar. Nú er að-
Siglufjarðarkirkja, byggð 1932. Myndin er tekin úr garði Kjart-
ans Bjarnasonar, sparisjóðsgjaldkera, óhugamanns um garð-
og skógrækt
FKJALS VERZLUN
17