Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 22
Sigurbjörn Siglryggsson, útibússtjóri Til þess er æthizt, að viðskiptamenn bankans geti fengið þarna alla þá sömu almennu banka- þjónustu og aðalbankinn í Austurstræti veitir nú. Auk venjulegra sparisjóðs- og hlaupareikningsvið- skipta, getur viðskiptamaðurinn fengið afgreiðslu á öllum tegundum erlendra gjaldeyrisviðskipta, að sjálfsögðu samkvænit þeim reglum, sem uin þau viðskipti gilda á hverjum tíma. Þetta á jafnt við um kaup og sölu á erlendum tékkum, ferðatékkum og erlendri mynt, sem og yfirfærslur, bréflegar og símleiðis, innheimtu á erlendum kröfum og opnun erlendra ábyrgða. Ennfremur annast útibúið kaup og sölu á innlendum ávísunum, afgreiðslu á inn- lendum símgreiðslum, innlendum innheimtum svo og hvers konar fyrirgreiðslu innanlands- og utan, sem bankar annast að jafnaði. Útibúið hefir stórar og öruggar neðanjarðar- geymslur til varðveizlu á verðbréfum og öðrum verðmætum, sem viðskiptamenn óska að láta bank- ann geyma og annast um. Auk þess mun útibúið leigja út geymsluhólf og afnot næturhólfs. Má sér- staklega benda á það mikla hagræði, sem fyrirtæki, einkum verzlanir, geta liaft af notkun næturhólfs. En vægt gjald er tekið fyrir þá notkun. Eins og áður er sagt, var það hið gamla Austur- bæjarútibú bankans, sem flutti starfsemi sína í nýja húsið og jók hana samtímis svo, að nú tekur hún til allrar almennrar bankastarfsemi. Þegar bankastjórnin á sínum tírna ákvað, að þetta skyldi gert, var henni ljóst, að viðskipti, sem byggð höfðu verið upp á 30 árum á sama stað, hlutu að meira eða minna leyti að vera bundin næsta umhverfi staðarins. Þegar útibúið flyttist úr þessu umhverfi, yrði ekki hjá því komizt að opna annað útibú á svipuðum slóðum og lil að gegna svipuðu hlutverki. Þess vegna var þegar í upphafi ákveðið að sam- hliða flutningi Austurbæjarútibús skyldi annað lítið útibú, fyrir sparisjóðs- og hlaupareikningsafgreiðsl- ur, opnað sem næst þeim stað, er útibúið áður stóð. Þetta nýja útibú var opnað á Laugavegi 15 sam- tímis því sem hitt flutti, og var það nefnt Vega- mótaútibú, en Vegamótastígurinn opnast út á Lauga- veginn gegnt útibúinu. Viðskiptamönnum bank- ans, sem höfðu viðskipti við Klapparstígsútibúið var það auðvitað í sjálfsvald sett hvort þeir vildu flytja viðskipti sín í Vegamótaútibú eða halda áfram viðskiptum í hinum nýju húsakynnum Aust- urbæjarútibús. Ilinn öri vöxtur borgarinnar síðustu áratugina hefir fyrst og fremst beinzt í austurátt frá gamla miðbænum. í „Austurbænum“ eru nú að rísa upp ný iðnaðar- og verzlunarhverfi. Með byggingu hins nýja Austurbæjarútibús vill Landsbankinn auð- velda viðskiptamönnum sínum í þessum nýju hverfum aðgang að almennri bankaþjónustu. Sigurbjörn Sigtryggsson, sem undanfarin ár hefir starfað sem fulltrúi í gjaldcyrisdeild aðalbankans og fjöldi viðskiptamanna bankans þekkir af störfum hans að gjaldeyrismálum, var ráðinn útibússtjóri Austurbæjarútibús. Bókari útibúsins er Sveinn El- íasson og gjaldkeri Jón. Júl. Sigurðsson. — Hin nýja bygging Landsbankans er 4300 m3 að stærð og rúmir 2002, — 5 hæðir, auk kjallara. í kjallaranum eru peninga- og verðbréfagcymslur og geymsluhólf, sem leigð eru út til viðskiptamanna. Ennfremur er þar rúmgott geymslurými til annarra nota. Á fyrstu hæð er afgreiðslusalur útibúsins, og á annarri hæð skrifstofur fyrir starfsemi þess. Ekki er enn lokið við innréttingar á 3. og 4. hæð, en á 5. hæð er íbúð húsvarðar og kaffistofa starfsfólks. ★ Á þeim tíma sem liðinn er frá opnun útibúsins hefur starfsemin gengið mjög vcl. Tekin hefur verið upp sú skemmtilega nýbreytni að skreyta glugg- ana, sem fágætt er, ef ekki einsdæmi í íslcnzkum banka. Þar hafa verið sýndir gamlir íslenzkir pen- ingaseðlar og nú eru til sýnis seðlar frá öllum Norð- urlöndum. Mun ýmislegt fleira að sjá síðar í glugg- um þessum. 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.