Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 14
við og vart tekið neitt úr glugganum nema það seljist upp. — Á Alþingishótíðinni Það var rétt fyrir daga Alþingishátíðarinnar, sem þeir ágætu og stjórnsömu húsbændur í Geysi voru kvaddir og kjallarinn hjá Tómasi var framundan — en á milli vertíðaskipta var Alþingishátíðin sjálf og meira en það — því að fyrir kunningsskap og meðmæli góðra manna var þar fengin vinna og fríar ferðir og ekkert smáræðiskaup í aðra hönd — 25 krónur á dag eða 125 krónur yfir hátíðina. — Það, sem frá var farið, var 150 krónur, en fram- undan var hjá Tómasi, 175 krónur, mikið kaup, sem mikið mátti vinna fyrir. Verzlunin Liverpool hafði allflesta söluturnana á hátíðasvæðinu og var starfið í því fólgið að gæta birgða í stóru tjaldi og flytja vörur í turnana — en sá var Ijóður á, að ekki mátti, eða var unnt að flytja neitt, sem nokkru nam, nema á næturnar á milli klukkan 4 og G. Á dag- inn og kvöldin varð að safna vitneskju um, hvern- ig salan gengi á hverjum stað og hvers mundi verða vant til næsta dags. Yfirferð var talsverð, því að turnar voru um alla velli — inni á Leirum og uppi á gjárbarmi — ekki gat nema annar okkar farið þessa rannsóknarleiðangra, því að hinn varð að gæta birgðatjaldsins. Þá munu einna fyrst hafa verið seldar hér heitar pylsur; var þeim lialdið heitum í turnunum með sprittlömpum, þar til gerðum, og voru þar af leið- andi nokkrar birgðir af brennsluspritti í stóra tjald- inu. Ekki var örgrannt um, að ýmsir litu hýru auga til þeirra sprittbrúsa, því að vínleysi var og reglusemi mikil á völlunum í þann t.íð. Eirm var sá hlutur, sem lítið seldist, en nokkuð mikið var til af, það voru fallegar flöskur með ávaxtasafa — líklega það, sem nú er kallað Grape juice, þótti nokkuð dýr — kostaði eitthvað yfir 5 krónur — en margir buðust til að kaupa nokkrar flöskur, ef þeir fengju hæfilega blöndu með úr stóru brús- unum — en léleg verzlunarmcnnska eða eitthvað annað kom í veg fyrir viðskipti á þeim grundvelli. Verðlag í turnunum kom birgðatjaldinu lítið við, en það mun ekki hafa þótt neitt hátt úr hófi fram. Hátíðin sjálf fór fyrir ofan garð og neðan — drukknaði í verzlunarstörfunum — og svo fór um svefntíma líka. — Þó skyldi litið á sögulegu sýn- inguna, þegar hinir vísu fornkappar gengu til lög- réttu, og var sezt milli þúfna skammt þar frá sem goðar mundu ganga frá búðum — og að sjálf- sögðu sofnað nær samstundis. — Ég var þó vak- inn aftur allhryssingslega, því ég hafði sofnað í götu þeirri, sem kóngurinn átti að ganga! — Al- þingishátíðin var ekki nærri því eins mikil verzl- unarhátíð eins og hún mundi verða nú — bæði voru þá peningaráð naum og fólk yfirleitt vel nestað, dagskrá var fjölbreytt, og fólk tók mikinn þátt í öllu, sem fram fór. Að Iokinni hátíð, og hæfilegum svefni á eftir, bcið kjallarinn hjá Tómasi. Þar var nýr heimur — engir klossar eða kuldahúfur — heldur kjötlæri og kál- hausar og allt það, sem leiðandi matarbúð hafði upp á að bjóða. Þegar gruggað er upp um vörurnar í búðinni, þá verður kjötið sjálft aðalþátturinn, í hinum ýmsu myndum sínum og tegundum, nýtt, saltað og reykt, og allt, sem úr því var búið til. — Það var hakkað og barið, því var breytt í Medister- og Vínarpylsur, fars og fleira og fleira. — Allar tegundir kjöts voru þar, allt frá rjúpum upp í marg-vetra bolakálfa úr Þykkvabænum. — Á þessu hefur, að því er virðist, lítil breyting orð- ið, nema hvað svínakjötið skipar nú almennari sess en þá var — nýtt svínakjöt var hátíðamatur og kostaði mikið. — Reykt og saltað danskt flesk þótti afbragðgott og seldist talsvert, þótt dýrt væri. Áleggspylsurnar — spægipylsurnar og öll sú ætt var dönsk. Þó var lítillega hafin framleiðsla á því- líku hérlendis, en það erlenda naut meiri hylli. Ostarnir voru aðallega danskir og svissneskir. Minnisstæðir eru stóru Svæserostarnir, þeir voru rneira en metri í þvermál og þykktin 20 til 25 sentímetrar. Ostur þessi var hvítur og alsettur stór- um loftbólum hið innra, þótti hann sérlega fínn og góður enda var hann það. Aðrir ostar tóku ekkert fram þeim íslenzku, sem við höfum nú. Danska smjörið kom i tunnum, og var vont að af- greiða það. íslenzka sveitasmjörið þótti ekki ör- uggt, enda var það ákaflega misjafnt. En rjóma- bússmjörið frá Baugsstöðum stóð því danska fylli- lega á sporði, og voru engin vandkvæði á að mæla með því og selja það. — Óma-margarine, var nær alveg horfið — fyrir því íslenzka smjörlíki, sem þá háði ákaft kapphlaup sín á milli um það, í hvcrju af því væri mest vitamínið. Síðan sömdu smjörlíkisgerðirnar frið sín á milli, og nú er víst jafnmikið vitamín í öllu saman. Niðursuðuviir- urnar voru aðallega danskar, en þó nokkuð frá öðrum löndum, Þýzkalandi, Noregi og Frakklandi. Franska niðursuðan undir vörumerkinu Olita, þótti sérlega fín — þar var gæsa-leverpostei, grísatær, kálfatungur, margs konar krabbar og gorkúlur. — Dönsku og þýzku vörurnar voru venjulegri, sömu vörutegundir og það, sem innlendi niðursuðuiðn- aðurinn leggur nú til. Sardínur, síld og fiskniður- suða hvers konar var frá Bjelland hinum norska. Lyra kom annan hvern Jiriðjudag og danska skipið einhvern annan dag hálfsmánaðarlega — með þessuin skipum komu ávexlir og grænmeti, alls konar kál, tómatar, agúrkur, asíur, græskar og margt annað, miklu fjölbreyttara en nú fæst á 14 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.