Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 20

Frjáls verslun - 01.09.1960, Side 20
Austurbæjarúfibú Landsbankans Landsbankinn stofnaði fyrsta útibú sitt í Reykja- vík 20. júní 1931, og fékk það inni í tvcim herbergj- um á Klapparstíg 29. Þetta útibú, sem nefnt var Austurbœjarútibú, starfaði i sömu húsakynnum þar til 28. maí sl., að það fluttist í ný húsakynni, að Laugavegi 77. í janúar 1949 opnaði bankinn ann- að útibú á Langholtsvegi 43, Langholtsútibú. Bæði þessi útibú voru rekin sem svokölluð sparisjóðs- útibú. — Þau hafa annazt innlánsviðskipti í spari- sjóði og hlaupareikningi, innleyst ávísanir við- skiptamanna á Landsbankann og aðra banka, og Langholtsútibú hefir auk ]>ess lcigt út geymslu- hólf og annazt innheimtuþjónustu fyrir nokkrar opinberar stofnanir. Þegar aðalbankinn stækkaði afgreiðslusalinn í Austurstræti 11, árið 1940, með viðbyggingu með- fram Pósthússtræti, var litið svo á af stjórnendum bajikans, að nú væri séð fyrir þörfum hans, hvað afgreiðslu snerti, um langa framtíð. En heimsstyrj- öldin síðari og peningaflóðið, sem fylgdi í kjölfar gönguleysi á landi og í lofti og skortur vetrar- atvinnu. Strákavegur og lítill flugvöllur eru verkefni, sem viðkomandi landsyfirvöld geta ekki lengur óunnin látið. Og fólkið, sem þjóð- hagsleg nauðsyn heimtar, að hér sé til staðar vor, sumar og haust, vegna síldarvertíðar og síldarvinnslu, þarf frekari verkefni en nú eru til staðar vetrarmánuðina, til að vel sé um hag þess og afkomu. Þýðing þessa síldarbæjar og innlegg í þjóðarbúið hljóta að knýja fram vinnu og verkefni til handa þeim, sem hér búa nú við at- vinnuleysi í skammdegi vetrarins. VI. Þegar þessi orð eru rituð, er sól yfir Ilólshyrnu. Fjöllin speglast í sléttum sjávarfleti. E. t. v. lief- ur það verið á slíkum sólbjörtum júnídegi, er Þormóður rammi, hinn fyrsti Siglfirðingur, sigldi inn fjörðinn, að eyri þeirri sem við hann er kennd, og kaupstaðurinn stendur nú á. í slóð Þormóðs ramma sigla í dag skip eítir skip, drekk- hlaðin síld. Þau mynda þéttan skóg siglutrjáa á firðinum og undirstrika nafngift landnáms- mannsins: Siglufjörður. Þegar saltað er á hverju „plani“, reykháfar spúa þétturn mekki til himins og Siglfirðingar leggja nótt við dag í starfi, er enn að verki atorka og baráttugleði hins fyrsta Siglfirðings, sem ekki vildi láta hlut sinn fyrir neinum. Siglufirði 2G. júní 19G0 Stefán Friðbjarnarson (lleimildir: Aldarminning Siglufjarðar, Siglufjarðarprestar og Landnámabók.) (Olafur Ragnarsson tók myndirnar, sem fylgja greininni.) 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.