Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 18

Frjáls verslun - 01.09.1960, Page 18
Siglufjörður í dag: íbúðarhús, verksmiðjur og síldarbryggjur. Syðsti og nyrzti hluti bæjarins sjóst ekki á þessari mynd; aðeins byggðin á Þormóðseyri, sem ber nafn hins fyrsta Siglfirðings eins einn hinna fyrstu bæjarfulltrúa á lífi, Sig- urður Kristjánsson. heiðursborgari Siglufjarðar- kaupstaðar. Guðmundur Hannesson, bæjar- fógeti, gegndi bæjarstjórastörfum jafnframt um allmörg ár, en fyrsti bæjarstjórinn, sem bæjar- stjórn kaus, var Aki Jakobsson, síðar alþingis- maður og ráðherra. Fyi-sti hreppsreikningur, sem til er, er frá 18G5. Þá var upphæð útsvara í hreppnum 1094 fiskar, 1895 voru þau 3000 fiskar. Nú greiða Siglfirðingar tæpar 6 milljónir kr. í útsvör. Barnafræðsla komst hér á fastan fót 1883 og hefur haldizt óslitið síðan. Hinn fyrsti barna- skóli var á svonefndum Búðarhól, norðan íbúð- arhúss Hafliða Helgasonar, bankastjóra. Nú er nýlega endurbyggður og stækkaður barnaskóli á Þormóðseyrinni, austan Norðurgötu, og nýr, glæsilegur gagnfi'æðaskóli við HHðarveg. I þeirri byggingu er Iðnskóli Siglufjarðar eínnig til húsa. Þá starfrækir Siglufjarðarkirkja, eða Æskulýðs- félag Siglufjarðarkirkju, undir forystu sr. Ragn- ars Fjalars Lárussonar, nokkurs konar föndur- heimili á kirkjuloftinu, þar sem frímerkjaklúbb- ar, Ijósmyndaklúbbar o. þ. h. hafa starfsemi sína. Héraðslæknir var hér fyrst skipaður 1879. Var það Helgi Guðmundsson frá IIól í Reykjavík. Arið 1915 byggðu Norðmenn hér samkomuhús, sem jafnframt var og er notað sem sjúkraskýli fyrir norska síldveiðisjómenn. Hér er nú starf- andi lítið sjúkrahús í eigu bæjarins, og hafin var bygging stórs, nútíma-sjúkrahúss á þessu vori. Hafnar- og samgöngumál Siglfirðinga eru þeirra líftaugar. Samgöngur við Siglufjörð hafa alla tíð verið mjög erfiðar á landi. Vegurinn yfir Siglufjarðarskarð var að kalla illfær hestum fram um 1880. Nú er sæmilegur akvegur um Siglu- fjarðarskarð blásumarið, en aðra árstíma er ekki vegasamband við kaupstaðinn. Fyrirhugaður þjóðvegur norður fyrir fjallið Stráka og 900 m jarðgöng gegnum það, svo og flugbraut, sem meðalstórar landflugvélar gætu sezt á, er að- 18 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.