Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 27
uppistandandi lengur af hinum svokölluðu dönsku „íslandskaupmönnum“. Og þó fer því fjarri, að hór sé um að kenna dugleysi eða skorti á starfsvilja. En menn fá blátt áfram ekki ráðið við þau skilyrði, sem lífið setur. Fjarlægðin eða lega landanna getur um langa stund verið hagstæð samskiptum, en svo verða allt í einu breytingar á samgöngum, og hin gömlu samskipti detta niður að eðlilegum hætti. Það er ekki ýkjalangt síðan ísland hafði ekki síma- samband við umheiminn, en þegar síminn kom til sögunnar breyttust allar viðskiptaaðstæður, og Is- land gat verzlað fljótar og milliliðalaust við um- heiminn. — Samskipti þau, sem ríkt hafa með íslendingum og Dönum, hafa jafnan hlotið að vera mjög erfið. íslendingar hafa gjarnan talið, að hlutur þeirra hafi verið fyrir borð borinn og að danskir kaupmenn hafi riiið þá inn að skinninu. Þetta er ekki rétt, og reyndin sýnir líka, að flestum dönskum kaup- mönnum hefur farnazt illa að lokum. Menn hafa á íslandi ekki gert sér grein fyrir útgjöldum kau])- mannanna og ekki gætt þess, að kaupmenn á Norð- ur- og Austurlandi fundu til skyldu sinnar og sáu svo um, að aldrei skorti nauðsynjar þótt Græn- landsísinn legðist að landi og teppti flutninga með skipum að landinu allt fram í ágústmánuð. Ég hehl ekki að það verði fullyrt, að Dani hafi skort franr- tak og áræði. Það er staðreynd, að þeir hafa rnisst mikið fé í fiskveiðum og verzlun á þeim tímum, er ég hafði samband við ísland og einnig síðar. Ég skal nefna gufuskipaútgerðina til fiskveiða á Seyðis- firði og íslenzka hvalveiðifélagið, og |)etta eru bara tvö af mörgum fiskveiðafyrirtækjum, sem öll voru jafnóheppin. Meðal verzlunarfyrirtækjanna má nefna Milljónafélagið, sem varð fyrir miklu fjár- tjóni og fór á höfuðið, og sama máli gegndi um Sameinuðu verzlanirnar, sem stofnaðar voru úr fyr- irtækjum Gránufélagsins og verzlunum Tuliniusar og Ásgeirssons. Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum. Á þessu tímabili, sem hér urn ræðir, hafa ekki fáar tilraunir verið gerðar til þess að útvega nýja markaði fyrir íslenzkar afurðir, einkum fiskmark- aði í Suður-Ameríku, á Iíavanna, í Grikklandi, í Portúgal, á írlandi, o. s. frv. Það voru sérstaklega fyrirtækin P. C. Knudtzon & Sön og T. P. T. Bryde sem höfðu forgöngu í þessum efnum. Það var fyrst í lok hins níunda tugar aldarinnar, að hafinn var beinn útflutningur á smáfiski og ýsu á ítalska rnark- aðinn, og frá sama tíma má telja, að framleiðsla á Labradorfiski frá íslandi hefjist. Fiskútflutningur frá Norður- og Austurlandi hefst um sama leyti. Loks vil ég minnast þess, að í upphafi þessa tíma- bils höfðu menn ekki síma, en menn fóru í kaup- höllina á hverjum degi. Það var góður samkomu- staður og kom að góðu haldi á ýmsan hátt. íslenzka hornið var til vinstri handar við aðalinngöngu- dyrnar, í nánurn grannskap við skipamiðlarana og hina rnörgu skipstjóra, sem voru að leita að farmi í skip sín. Þetta var kallað „skipparahornið“. Ég vil enn geta þess, að í þann tíma er ég vann hjá Bryde og hafði farið til Vestmannaeyja í þrjú ár, þá fór ég fyrir verzlunina til Reykjavíkur, en þar hafði Bryde keypt verzlun Iíavsteens og bætti síðar við sig verzluninni í Borgarnesi. Eftir þetta var ég reglulega á íslandi frá vori og fram á haust í 12—13 ár. Til þess að ég gæti á vegum Brydes gefið út verzlunarskjöl, sem útheimtust vcgna fisksend- inga til Spánar, varð ég árið 1883 að leysa borgara- bréf til að reka verzlun í Reykjavíkurkaupstað. En borgarabréf mitt gildir sjálfsagt ckki lcngur, enda ekki líklegt, að ég muni úr þessu reyna að notfæra mér það. Ég ferðaðist venjulega með skipmn Sam- einaða gufuskipafélagsins og frá þessum dögum minnist ég margra ferðafélaga, sem maður hitti reglulega á ferðalagi, en einnig fjölda ókunnugra og útlendinga, og var það upphaf langs kunnings- skapar. Á þessum dögum var síminn ekki kominn til íslands, og engir voru þar bankar. Póstsam- göngur voru strjálar og seinfara, ekki sízt utan Reykjavíkur. Maður ætti víst bágt með að trúa því á vorum dögum, að slík tilkynning sem þessi yrði birt nú — í dagblaði 3. júlí 1887 mátti lesa þessi orð: Gujuslcipsjcröin til Fœreyja og íslands Þar sem engar fréttir eru komnar um það, hvort „Thyra“ sé komin til Granton mun annað gufuskip fara fyrstu póstferðina héðan, sem átti að vera farin á föstudaginn var, en brottförin verður ekki fyrr cn eftir viku. Þann 8/9 fer gufuskipið „Minsk“, skipstjóri Mechlenburg, frá Newcastle til Reykja- víkur og Sauðárkróks. „Minsk“ tekur með sér bréfa- póst, FRJÁLS VERZLUN 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.