Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 23
Dines Petersen:
Endurminningar
„íslands-kaupmanns"
Eftirfarandi grein sendi höfundurinn kunningja sínum, Jolian
G. Hallberg, liótelstjóra á Hótel Islandi, en liann gaf hana aftur
Henrik Biering kaupmanni, sem gdðfúslega hefur leyft Frjálsri
Verzlun að birta greinina.
Venjulega er það svo, að áhuginn á gömlum
endurminningum nær ekki lengra en til þcss, sem
skrifar þær — eða, þegar bezt lætur, til lítils hóps
manna, sem á einn cða annan hátt er tengdur efni
því, sem um er rætt. Það, sem ég ætla að færa hér
í letur, vekur ekki áhuga nema örfárra manna,
jafnvel í litlu landi eins og Danmörku, og munu
því orð mín sannast hér. Aðeins örlítill hluti
dönsku þjóðarinnar hafði nokkurt samband við
verzlun og siglingar við ísland, beint eða óbeint.
Það er því nánast sjálfum mér til hugarhægðar, að
ég færi hér í letur nokkrar endurminningar uin þá
tíma, cr samband vort við ísland var nánast, en
þessa minnist ég sérstaklega á þessu ári, vegna þess
að nú er fjörutíu ára afmæli „Verzlunarfélags ís-
lands“, scm var upprunalega stofnað undir nafninu
„Verzlunarfélag íslenzkra káupmanna í Kaup-
mannahöfn“. En þegar ég geri þetta, þá cr það einn-
ig gert til þess að heiðra og endurvekja minninguna
um marga ágæta skörunga, íslendinga og Dani,
sem störfuðu á þeim tímum, cr Island og Danmörk
voru bundin nánari tengslum en nú er reyndin.
Eg vil þess vegna hefja mál mitt á að minnast
formanns félagsins um mörg ár, A. G. Ásgeirssonar
etatsráðs, er stjórnaði þá einhverju stærsta verzl-
unarfyrirtæki á íslandi og bar mikið vináttuþel til
Danmerkur, hinn ágætasti drcngur og dugmikill
maður, virtur af öllum, sem kynntust honum. Vera
má, að þeim sem þekktu hann ekki náið, hafi fund-
izt hann nokkuð hvatskeytlegur við fyrstu kynni,
en ekki leið á löngu áður en menn kornust að raun
um, hve hjartahlýr og tryggur hann var. Hann
átti mikinn þátt í að treysta vináttu beggja þjóða,
Dana og Islendinga.
Fyrstu kynni mín af íslandi urðu árið 1872, þegar
ég var ráðinn til skrifstofustarfa hjá vörumiðlunar-
félaginu Simmelhag & Holm. — Að því er ég bezt
man, mun það liafa greypzt fyrst í drengshuga
minn, að á sölunótu fyrirtækisins stóð, að lýsi skyldi
vera „laust við fót“ (þ. e. botnfall). Ilaunar var
undrun mín kannski ekki svo furðuleg, því ég minn-
ist þess, að sá sem tók við starfi mínu í skrifstof-
unni, maður kominn á efri ár, sagði við mig, að
þetta væri harla undarlegt: lýsi með fót eða fætur!
Um þetta leyti voru í Kaupmannahöfn margir
Danir, sem báru nafnið: „íslands-kaupmenn.“ Þcss-
ir voru þá helztir:
M. W. Sass & Söimer
Örum & Wulf
Chr. Tliaae & Sön
Carl Hoephner
Fr. Gudmann
N. N. og I. P. T. Bryde
Hans A. Clausen
Johnsen & Co.
W. Fischer
P. C. Knudtzon & Sön
II. Th. A. Thomsen
N. Chr. Ilavsteen
Fr. Hillebrandt
Wald. Bryde
I. It. B. Lefolii
N. Chr. Gram
Ludvig Popp
H. E. Thomsen
V. 'I'. Thostrup
Daniel Johnsen
Sass átti verzlun á ísafirði, Örum & Wulf ráku
mikið fyrirtæki og höfðu margar verzlanir á Norður-
og Austurlandi. Thaae átti verzlun á Norðurlandi
og Hoephner og Gudmann ráku margar og stórar
verzlanir í þeim landsfjórðungi. N. N. og I. P. T.
Bryde áttu tvær verzlanir í Vestmannaeyjum, kall-
aðar „Garðsverzlun“ og „Júlíusarvon“. Hans A.
Clausen átti nokkrar verzlanir á Vesturlandi, þar
á meðal á ísafirði, auk nokkurra á Norðurlandi,
m. a. á Borðeyri. — Johnsen & Co., kallaður „Flens-
borgar-Johnscn“, rak verzlun á Papós, W. Fischer
og P. C. Knudtzon í Reykjavík, Hafnarfirði og
Keflavík. II. Th. Thomsen og N. Chr. Havsteen
áttu verzlanir í Reykjavík. Fr. Hillebrandt og
Wakl. Bryde verzluðu m. a. á Borðeyri. I. R. B.
Lefolii átti niikla verzlun á Eyrarbakka. — N. Chr.
Grarn verzlaði á Vesturlandi, einkum á Dýrafirði.
Ludvig Popp verzlaði á Sauðárkróki, II. E. Thom-
sen i Vestmannaeyjum, V. T. Thostrup á Seyðis-
FRJALS VERZI.UN
23