Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 32
Gestur: „Nei, lieyrið þér mig nú! Hve lengi á ég að bíða eftir hálfu öndinni, sem ég pantaði?“ Þjónninn: „Þangað til einhver pantar hinn hehn- inginn. Við getum ekki farið út í garð og drepið hálfa önd.“ 1 „Þjónn, það er engin kló á þessunr humar, scm ég hefi fengið. Hvernig stendur á því?“ „Við höfurn svo nýja humra, að þeir berjast inn- byrðis í eldhúsinu.“ „Takið þá þennan í burtu og komið með einn af sigurvegurunum.“ k „Einn skammt af kjötkássu,“ sagði gesturinn. Þjónninn gekk að eldhúsdyrunum og kallaði: „Einn hér, sem vill taka áhættuna.“ „Ég ætla líka að fá kjötkássu,“ sagði næsti við- skiptavinur. Þjónninn fór aftur að dyrunum og kallaði: „Það er kominn annar „sportmaður.“ “ ★ „Þjónn, það er hár i súpunni minni.“ „Ljóst eða rautt? — ein þjónustustúlkan okkar er týnd.“ Jói (sem rakarinn er búinn að skera tvisvar): „Gefðu mér glas af vatni.“ Rakarinn: „Hvað er að, er hár uppi í þér?“ Jói: „Nei, en ég ætla að athuga, hvort hálsinn á mér lekur.“ * „Hvað hefur komið fyrir Stefán?“ „Það var kvenrakari, sem var að raka hann, þegar mús hljóp yfir gólfið.“ k Rakarinn (að skemmta viðskiptavininum eins og venjulega): „Hár þitt er farið að grána.“ Viðskiptavinurinn: „Ég er ekki hissa á því, reyndu nú að flýta þér.“ ■k Viðskiptavinur settist við borð í fínu veitingahúsi og batt þurrkuna um hálsinn á sér. Yfirþjónninn hneykslaðist mjög á þessu og bað þjón að sýna gestinum fram á, livað hann hefði brotið af sér, en þó á eins kurteislegan hátt og liægt væri. Hinn nærgætni þjónn sneri sér að viðskiptavinin- inum og sagði: „Fyrirgefið herra, en hvort viljið þér rakstur cða klippingu?“ „Ég trúi ekki á ást við iyrstu sýn, því raaður getur aldrei vitað hvað þeir hafa í laun." 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.