Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 2
Dr. Magnús Z. Sigurðsson: Ný viðhorf í viðskiptamálum Yestur-Evrópu Dr. Magnús Z. Sigurðsson flutti hinn 20. og 27. júlí s!. mjög fróðleg útvarpserindi um hin nýju viðhorf, sem eru að skapast í viðskiptamálum Vestur-Evrópu. I'ar sem um mikilvægt mál- efni er að ræða, sem menn þurfa að kynna sér vel, fór Frjáls Verzlun þess á leit við höfundinn að fá að birta erindin. Fer hið fyrra hér á eftir, en liið síðara mun birtast í næsta hefti. Inngangur Ég hef nefnt þessi erindi „Ný viðhorf í viðskipta- málum Vestur-Evrópu“. Með því á ég við þau nýju viðhorf, sem nú eru að skapast með stofnun Sameiginlega markaðsins annars vegar og Fríverzl- unarsvæðisins hins vegar. Fyrst mun ég lýsa nokkuð aðdraganda þessara mála, en síðan skýra eðli og tilgang markaðssvæð- anna hvors um sig og þýðingu þeirra fyrir efna- hagslíf aðildarríkjanna. Þá ætla ég að fara nokkrum orðum um það, hvaða áhrif stofnun þessara markaðssvæða muni væntanlega hafa á viðskipti aðildarríkjanna við lönd, sem standa utan við bæði samböndin. Síðan mun ég minnast nokkuð á afstöðu þessara markaðssambanda hvors til annars. Þar sem hér er um mjög yfirgripsmikið og fjöl- þætt mál að ræða, verð ég að fara fljótt yfir sögu, þótt freistandi væri að ræða einstök atriði nánar en hægt er tímans vegna. A. SAMEIGINLEGI MARKAÐURINN I. Aðdragandi Þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, var atvinnulíf Evrópulandanna að verulegu leyti í rústum. Hvarvetna blöstu við hörmungar styrj- aldarinnar: hrundar borgir, verksmiðjur og önnur framleiðslutæki eyðilögð, samgöngukerfin óstarfhæf, peninga- og fjármálakerfi brotin niður, margar mill- jónir dugmikilla karla og kvenna á öllum aldri voru fallnar í valinn. Fólkið, sem eftir var, hraktist horað og klæðlítið um rústir heimalanda sinna. Milljónir voru reknar á flótta og urðu allslausar að yfirgefa lönd sín og átthaga. Það tók þjóðir Vestur-Evrópu skemmri tíma en almennt var búizt við í stríðslokin að byggja upp atvinnulífið að nýju. Ástæður til hinnar hröðu upp- byggingar eru vafalaust margar. Má þar einkum til nefna dugnað og sjálfsbjargarviðleitni fólksins, sem jafnan reynist mest, þegar neyðin sverfur að, liina miklu tæknilegu kunnáttu og reynslu ýmissa þess- ara þjóða, jafnhliða því, að efnahagsráðstafanir hins opinbera tóku fullt tillit til almennra hagfræði- legra lögmála atvinnulífsins. Þá var ein aðalástæðan sú, að almennt var komið á í Vestur-Evrópu miklu frelsi í efnahagslífinu, þannig að heilbrigt framtak einstaklingsins fékk að njóta sín innan þeirra tak- marka, sem almenningsheill í nútíma þjóðfélagi krefst, að sett séu. Sérstaka þýðingu fyrir hina öru uppbyggingu atvinnulífsins í Vestur-Evrópu hafði hin mikla efna- hagsaðstoð, sem Bandaríki Norður-Ameríku veittu á þessum árum. Má þar einkum nefna hina stór- kostlegu Marshall-aðstoð, sem á sér ekkert hlið- stætt dæmi í veraldarsögunni. En auk Marshall- aðstoðarinnar veittu Bandaríkin Evrópuþjóðunum mjög mikilsverða efnahagslega hjálp á ýmsan liátt. Þjóðir Evrópu munu lengi minnast hinnar ómetan- legu aðstoðar Bandaríkjanna á þessum neyðartím- um. Án þessarar aðstoðar væri vissulega öðru vísi umhorfs í Evrópu nú cn raun ber vitni, bæði efna- hagslega og stjórnmálalega. Ráðamönnum Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna varð fljótlega ljóst eftir stríðið, að nauðsvnlegt væri fyrir Evrópu-þjóðirnar að auka samvinnu sín á milli í efnahagsmálum. Til þess lágu bæði stjórn- málalegar og efnahagslegar ástæður. Stjórnmála- legar vegna þess fyrst og fremst, að skömmu eftir að Þýzkaland nazismans hafði verið sigrað, kom greinilega í ljós, að grunnt var á því góða milli Vesturveldanna annars vegar og Sovét-Rússlands hins vegar. Vegna aðgerða Rússa í löndum þeim, sem voru á áhrifasvæði þeirra í Mið- og Austur- Evrópu, þótti j)jóðum Vestur-Evrópu ráðlegt af öryggisástæðum að treysta tengsl sín á milli og efla með sér samheldni og styrkleika, til að vera betur viðbúnar, ef til hernaðarátaka við Rússa kynni að koma. Efnahagslega skapaði aukin sam- 2 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.