Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.1960, Blaðsíða 6
sinn á þeim stöðum innan svæðisins, þar sem að- stæður eru beztar. Þetta þýðir m. a., að ríkisborg- urum aðildarríkjanna er heimilt að stofna fram- leiðslufyrirtæki, útibú og umboðsskrifstofur hvar sem er innan markaðssvæðisins. Að sjálfsögðu gilda bústaðarréttindin jafnt fyrir þá, sem vinna að öðru en atvinnumálum beinlínis. Gert er ráð fyrir, að háskólapróf og önnur próf og skírteini um atvinnu- réttindi eins lands gildi einnig í liinum aðildarríkj- un'jm. 5. Þjónusta Undir þjónustu í utanríkisviðskiptum fellur sú starfsemi, sem innt er af hendi í einu landi fyrir annað gegn greiðslu í einhverri mynd. Takmarkanir á slíkri starfsemi aðildarríkjanna verða einnig smám saman afnumdar á tímabilinu. 6. Fjármagn Höfuðskilyrði fyrir eðlilegri þróun Sameiginlega markaðsins er það, að flutningur á fjármagni milli hinna einstöku þátttökuríkja sé í aðalatriðum frjáls. Þess vegna kveður sexveldasamningurinn svo á, að þessum löndum beri að afnema smám saman allar takmarkanir, sem ríkja á þessu sviði og trufla eðli- lega þróun Sameiginlega markaðsins. Undanþágur eru þó frá þessu undir vissum kringumstæðum, m. a. sú að eitt ríki getur ekki boðið út lán á fjár- magnsmarkaði annars lands nema með leyfi þess síðarnefnda. 7. Samgöngur og vöruflutningar Gert er ráð fyrir samræmingu á sviði sam- gangna og vöruflutninga á milli aðildarríkjanna. Á þessu sviði hefur Sameiginlegi markaðurinn fyrir kol og stál þegar unnið mikið starf. 8. Frjáls samkeppni Sexvelda-samningurinn inniheldur mikilsvarðandi ákvæði varðandi samkeppni. Þessum ákvæðum er ætlað að tryggja, að á Sameiginlega markaðnum ríki frjáls, raunhæf og heilbrigð samkeppni, og að komið sé í veg fyrir að framleiðendur geti myndað með sér samtök, til að koma á einokun í einni eða annarri mynd. Hin frjálsa samkeppni er einmitt undirstöðu- atriði Sameiginlega markaðsins. Hún á að tryggja almenningi vörugæði, fjölbreytt úrval og hagstætt verð. Frjálsa samkeppnin á að styðja að aukinni tækni, hagsýnni rekstri í framleiðslu og dreifingu, hún á að tryggja að framleiðsluöflin verði notuð á sem hagkvæmastan hátt. — Hvers konar við- lcitni til að hefta frjálsa samkeppni er sagt stríð á hendur. Uppbætur frá því opinbera til einstakra fyrir- tækja eða framleiðslugreina eru almennt bannaðar. Landbúnaðarvörur hafa þó í þessum efnum nokkra sérstöðu. 9. Samrœming lagaákvaiða Sexvelda-samningurinn krefst ekki samræmingar lagaákvæða aðildarríkjanna yfirleitt, en að svo miklu leyti, sem gildandi lagaákvæði einstakra þeirra kunna að standa í vegi fyrir framkvæmd Sameiginlega markaðsins, verður slíkum ákvæðum breytt. 10. Milliríkjagreiðslur og gjaldeyrisviðskipti Sexvelda-samningurinn gerir ekki ráð fyrir að komið verði á sameiginlegum gjaldmiðli á Sam- eiginlega markaðnum. Iívert aðildarríki heldur áfram sínum gjaldmiðli. 011 sexveldin hafa þegar komið á frjálsum gjald- eyrisviðskiptum í öllum aðalatriðum. Þau hafa skuldbundið sig til að yfirfæra hindrunarlaust allar greiðslur milli aðildarríkjanna í sambandi við vöru- verzlun, þjónustu, fjármagnshreyfingar, ferðalög og fólksflutninga. 11. Ejnahagsráðstafanir Samkvæmt sexveldasamningnum skulu aðildar- ríkin samræma og samstilla efnahagsráðstafanir sínar og skoða þær í ljósi hagsmuna markaðssvæð- isins sem heildar. Hvert ríki skuldbindur sig til að reka þá atvinnupólitík, sem styður að stöðugu verðlagi, tryggingu gjaldmiðilsins, viðhaldi nægrar atvinnu og jafnvægi í greiðslujöfnuði við útlönd.i) í þessu sambandi inniheldur sexvelda-samning- urinn ýmis ákvæði, sem eiga að tryggja nána sam- vinnu á sviði efnahagsráðstafana. Það er yfirlýst stefna sexveldanna að beita sér fyrir auknu frelsi og lækkun tolla í heimsviðskipt- um yfirleitt.2) Þau munu samræma verzlunarstefnu sína gagnvart „þriðju“ löndum, þannig að skilyrði séu fyrir hendi til að reka sameiginlega verzlunar- pólitík út á við. Þetta er^eðlileg stefna og jafn- framt mjög þýðingarmikið atriði fyrir viðskipta- lönd Sameiginlega markaðsins. Það er skýrt tekið fram í sexveldasamningnum, að aðildarríkin skuli koma fram sameiginlega í öllum alþjóðlegum stofn- unum, sem fara með efnahagsmál, þegar um málefni er að ræða, sem snerta sérstaklega hagsmuni Sam- eiginlega markaðsins.3) Það er augljóst, að sex- veklin fá þannig mjög sterka viðskiptalega aðstöðu gagnvart öðrum Iöndum og viðskiptaheiminum yfir- leitt. 1) Sexveldasamningurinn, § 103 ff. Ennfremur Europiiische Wirtschaftsgemeinschaft, 2, 1958, bls. 25. 2) Sexveldasamningurinn, §110 ff. 3) Sexveldasamningurinn, § 116. 6 frjáls verzldn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.